Chelsea náði ekki að skora gegn Southampton | Öll úrslit kvöldsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eden Hazard hjá Chelsea.
Eden Hazard hjá Chelsea. vísir/getty
Chelsea tapaði stigum á heimavelli er liðið gerði markalaust jafntefli við Southampton á Stamford Bridge í kvöld.

Chelsea var með mikla yfirburði í leiknum. Liðið var mikið með boltann og fékk tækifærin til að skora en allt kom fyrir ekki og lokaniðurstaðan markalaust jafntefli.

Chelsea er í fjórða sætinu með 44 stig, þremur stigum á undan Arsenal sem er í fimmta sætinu, en Southampton er hins vegar í átjánda sætinu með sextán stig.

Það var fjör er West Ham og Brighton gerðu 2-2 jafntefli. Dale Stephens og Shane Duffy komu Brighton yfir í upphafi síðari hálfleiks en Marko Marko Arnautovic jafnaði metin með tveimur mörkum á jafn mörgum mínútum.

West Ham er í ellefta sæti deildarinnar með 28 stig en Brighton er tveimur sætum neðar með 26 stig, fjórum stigum meira en Crystal Palace sem vann 1-0 sigur á Wolves.

Fyrsta mark leiksins skoraði Jordan Ayew sjö mínútum fyrir leikslok og í uppbótartíma tvöfaldaði Luka Milivojevic forystuna af vítapunktinum.

Mikilvægur sigur Palace. Eftir flotta sigra undanfarið er Wolves áfram í níunda sætinu með 29 stig.

Öll úrslit kvöldsins:

Chelsea - Southampton 0-0

Huddersfield - Burnley 1-2

West Ham - Brighton 2-2

Wolves - Crystal Palace 0-2

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira