Eins og vaninn er á slíkum samkomum þá skálar fólk við flest tækifæri og hefur gaman. Verð á áfengi skiptir því marga mjög miklu máli.
Nýjustu fréttir frá Katar eru ekki beint hagstæðar fyrir budduna auk þess að það á enn eftir að koma í ljós hvar verður leyfilegt að drekka á meðan mótinu stendur.
Það eru mjög strangar reglur um neyslu áfengis í Katar eins og í öðrum múslimaríkjum.
Nú eru stjórnvöld í landinu búin að hækka áfengisskattinn svo sem um munar.
Qatar has enacted a 100% tax on all alcohol. Standard bottle of beer in a store goes from $3 to $6. Can’t imagine what that bottle sells for at a stadium if it’s still in place for the 2022 World Cup. https://t.co/cS6MFRfUTr
— Darren Rovell (@darrenrovell) January 2, 2019
Eini áfengissmásalinn í Katar sendi viðskiptavinum sínum bréf á nýársdag þar sem fram kom að allt áfengi sem verður flutt inn til landsins fær nú á sig nýjan hundrað prósent skatt.
Verð á áfengi tvöfaldaðist því um áramótin. Kippa af bjór sem áður kostaði vanalega um þrettán dollara mun nú kosta 26 dollara. 26 dollarar eru rúmlega þrjú þúsund krónur íslenskar.
Nú var árið 2019 að renna í garð en HM í fótbolta hefst ekki fyrr í nóvember 2022. Álagningin gæti því hækkað enn frekar á þessum tæpu fjórum árum.
Útlendingar mega ekki flytja áfengi inn til landsins og allt áfengi er gert upptækt á flugvellinum í Dóha. Það má heldur ekki drekka opinberlega.