Netflix fjarlægir gamanþátt eftir kvörtun Sáda Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 08:33 Hasan Minhaj dró leiðtoga Sádi-Arabíu saman í háði í Netflix-þætti sínum. Það féll ekki í kramið í Ríad. Vísir/Getty Streymisþjónustan Netflix hefur fjarlægt bandarískan gamanþátt þar sem gagnrýni kom fram á ráðamenn í Sádi-Arabíu eftir að stjórnvöld þar í landi kvörtuðu. Sádar telja þáttinn brot á lögum um tölvuglæpi. Í öðrum þætti „Föðurlandsvinarlaganna“ [e. Patriot Act], gamanþætti bandaríska grínarans Hasans Minhaj, gagnrýnir Minhaj sádiarabíska krónprinsinns Mohammed bin Salman vegna morðsins á Jamal Khashoggi á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október og stríðsrekstur Sáda í Jemen. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið á blaðamanninum. Þátturinn fór fyrir brjóstið á sádiarabískum stjórnvöldum sem lögðu fram formlega kvörtun til Netflix. Forráðamenn streymisþjónustunnar segjast virða listrænt frelsi en að hún hafi þurft að virða lög í Sádi-Arabíu. Þátturinn er því ekki lengur aðgengilegur sádiarabískum áhorfendum á Netflix. Þeir geta þó enn sé hann á Youtube, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Khashoggi skrifaði meðal annars pistla fyrir Washington Post en hann var búsettur í Virginíu. Karen Attiah, ritstjóri Khashoggi hjá blaðinu, gagnrýndi ákvörðun Netflix harðlega í tísti í gær. Sagði hún Minhaj hafa verið sterka, hreinskilna og fyndna rödd gegn Sádi-Arabíu og Salman krónprins eftir morðið á Khashoggi og hafa vakið athygli á ástandinu í Jemen. „Virkilega hneykslanlegt að Netflix hafi tekið út einn af þáttum hans sem var gagnrýninn á Sádi-Arabíu,“ tísti hún. Bandaríkin Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Netflix Sádi-Arabía Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Streymisþjónustan Netflix hefur fjarlægt bandarískan gamanþátt þar sem gagnrýni kom fram á ráðamenn í Sádi-Arabíu eftir að stjórnvöld þar í landi kvörtuðu. Sádar telja þáttinn brot á lögum um tölvuglæpi. Í öðrum þætti „Föðurlandsvinarlaganna“ [e. Patriot Act], gamanþætti bandaríska grínarans Hasans Minhaj, gagnrýnir Minhaj sádiarabíska krónprinsinns Mohammed bin Salman vegna morðsins á Jamal Khashoggi á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október og stríðsrekstur Sáda í Jemen. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið á blaðamanninum. Þátturinn fór fyrir brjóstið á sádiarabískum stjórnvöldum sem lögðu fram formlega kvörtun til Netflix. Forráðamenn streymisþjónustunnar segjast virða listrænt frelsi en að hún hafi þurft að virða lög í Sádi-Arabíu. Þátturinn er því ekki lengur aðgengilegur sádiarabískum áhorfendum á Netflix. Þeir geta þó enn sé hann á Youtube, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Khashoggi skrifaði meðal annars pistla fyrir Washington Post en hann var búsettur í Virginíu. Karen Attiah, ritstjóri Khashoggi hjá blaðinu, gagnrýndi ákvörðun Netflix harðlega í tísti í gær. Sagði hún Minhaj hafa verið sterka, hreinskilna og fyndna rödd gegn Sádi-Arabíu og Salman krónprins eftir morðið á Khashoggi og hafa vakið athygli á ástandinu í Jemen. „Virkilega hneykslanlegt að Netflix hafi tekið út einn af þáttum hans sem var gagnrýninn á Sádi-Arabíu,“ tísti hún.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Netflix Sádi-Arabía Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira