Enski boltinn

„United verður að enda í efstu fjórum“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rafael Benitez þekkir það að vera stjóri toppliðs
Rafael Benitez þekkir það að vera stjóri toppliðs vísir/getty
Rafael Benitez og lærisveinar hans í Newcastle fá Manchester United í heimsókn á St. James‘ Park í kvöld. Benitez segir nauðsynlegt fyrir andstæðingana að enda í fjórum af efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar.

Síðan Ole Gunnar Solskjær tók við eftir að Jose Mourinho var rekinn hefur United unnið alla þrjá leiki sína. United er í sjötta sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu.

„Þetta lið verður að komast í fjögur efstu sætin, og það auðveldlega,“ sagði Benitez.

„Þeir geta keppt við Manchester City og Liverpool. Þetta er eitt besta félag heims á öllum sviðum.“

„Þegar þú ert topplið eins og Manchester United og eyðir milljónum punda á hverju ári þá verður þú að lenda í fjórum efstu sætunum og verður að vinna titla.“

Newcastle hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og er komið í fallbaráttu.

Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×