Enski boltinn

Sjáðu fyrstu mörk ársins í ensku úrvalsdeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Arsenal skoruðu fjögur mörk
Leikmenn Arsenal skoruðu fjögur mörk vísir/getty
Tottenham komst aftur upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þægilegum sigri á Cardiff þar sem Harry Kane, Christian Eriksen og Son Heung-min skoruðu sitt hvort markið á fyrsta hálftíma leiksins.

Arsenal vann þriggja marka sigur á Fulham í Lundúnaslag á Emirates og hélt sér inni í baráttunni um fjórða sætið en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton töpuðu fyrir Leicester þar sem Jamie Vardy skoraði eina mark leiksins.

Öll mörkin og helstu atvik leikjanna þriggja má sjá hér að neðan.

Cardiff - Tottenham 0-3
Klippa: FT Cardiff 0 - 3 Tottenham
Arsenal - Fulham 4-1
Klippa: FT Arsenal 4 - 1 Fulham
Everton - Leicester 0-1
Klippa: FT Everton 0 - 1 Leicester



Fleiri fréttir

Sjá meira


×