Gylfi með fyrirliðabandið er Everton tapaði fyrsta leik ársins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leiknum í dag.
Gylfi í leiknum í dag. Vísri/Getty
Everton tapaði enn einum leiknum er liðið tapaði fyrsta leik ársins gegn Leicester 1-0 á Goodison Park í hádeginu.

Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleik og lítil gæði voru í leik beggja liða. Slakar sendingar og lítll sem enginn hraði í leiknum.

Everton átti besta færi fyrri hálfleiks er Jonjoe Kenny þrumaði boltanum í samskeytin eftir ágætis sókn Everton. Markalaust í hálfleik.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 58. mínútu er Jamie Vardy slapp einn í gegn eftir mistök í vörn Everton. Hann lenti í engum vandræðum að koma boltanum framhjá Jordan Pickford og 1-0 lokatölur.

Tapið er fjórða tap Everton í síðustu fimm leikjum en liðið er í tíunda sætinu með 27 stig á meðan Leicester er komið upp í sjöunda sætið með 31 stig.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn á miðsvæðinu hjá Everton en Gylfi var með fyrirliðabandið í leiknum.

Viðtal við Marco Silva:

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira