Óásættanlegt að tugir farist í umferðinni á ári Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. janúar 2019 13:09 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, tók til máls á Vöfflukaffi Framsóknarmanna í Árborg. Vísir/Magnus Hlynur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það þyngra en tárum taki að sjá að það séu tuttugu til þrjátíu einstaklingar sem farist í bílslysum á hverjum ári. Slíkt sé óásættanlegt. Sigurður Ingi vill fyrst og fremst beita sér að umferðaröryggismálum þegar samgöngumál séu annars vegar. Sigurður Ingi var gestur í vöfflukaffi hjá Framsóknarmönnum í Árborg í gær. Ráðherrann kom víða við í máli sínu og svaraði fjölmörgum spurningum sem var beint til hans. Umferðaröryggismál eru ofarlega í huga Sigurðar Inga. „Áhersla mín sem samgönguráðherra er sú að leggja ofuráherslu á umferðaröryggi. Mér finnst það vera þyngra en tárum taki að sjá að það eru tuttugu eða þrjátíu einstaklingar sem að farist í bílslysum á hverju ári. Mér finnst það óásættanlegt. Við höfum náð þeim árangri á sjónum. Á síðustu tveimur árum dó enginn. Fyrir fimmtíu árum hefði það talist ótrúlegt, þar sem það var algengt að við töpuðum tugum manna á sjó,“ sagði ráðherrann.Hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna Sigurður Ingi hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna og þeim góða árangri sem hann hefur náð, og vill sjá samskonar árangur í umferðinni. „Við verðum einfaldlega að setja okkur – og nú verð ég að sletta – „zero tolerance“. Núll þolinmæði fyrir því að menn deyi í umferð. Væri það dálítið bratt af mér að segja það núna? Já, það er það. Það mun taka einhver ár. Fimm, tíu ár þangað til að við getum farið að sjá til þess enda, að við komumst þangað. Ef við náum á næstu fimm árum, sex árum, að taka þessar meginleiðir, inn og út úr Reykjavík, hérna austur fyrir Selfoss, upp í Borgarnes og inn í Leifsstöð, aðskilja akstursstefnurnar þangað, gætum við væntanlega lækkað þennan kostnað, úr fimmtíu, sextíu milljörðum á ári niður í 25 til þrjátíu. Ávinningurinn væri tuttugu, 25 milljarðar á ári,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála. Árborg Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það þyngra en tárum taki að sjá að það séu tuttugu til þrjátíu einstaklingar sem farist í bílslysum á hverjum ári. Slíkt sé óásættanlegt. Sigurður Ingi vill fyrst og fremst beita sér að umferðaröryggismálum þegar samgöngumál séu annars vegar. Sigurður Ingi var gestur í vöfflukaffi hjá Framsóknarmönnum í Árborg í gær. Ráðherrann kom víða við í máli sínu og svaraði fjölmörgum spurningum sem var beint til hans. Umferðaröryggismál eru ofarlega í huga Sigurðar Inga. „Áhersla mín sem samgönguráðherra er sú að leggja ofuráherslu á umferðaröryggi. Mér finnst það vera þyngra en tárum taki að sjá að það eru tuttugu eða þrjátíu einstaklingar sem að farist í bílslysum á hverju ári. Mér finnst það óásættanlegt. Við höfum náð þeim árangri á sjónum. Á síðustu tveimur árum dó enginn. Fyrir fimmtíu árum hefði það talist ótrúlegt, þar sem það var algengt að við töpuðum tugum manna á sjó,“ sagði ráðherrann.Hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna Sigurður Ingi hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna og þeim góða árangri sem hann hefur náð, og vill sjá samskonar árangur í umferðinni. „Við verðum einfaldlega að setja okkur – og nú verð ég að sletta – „zero tolerance“. Núll þolinmæði fyrir því að menn deyi í umferð. Væri það dálítið bratt af mér að segja það núna? Já, það er það. Það mun taka einhver ár. Fimm, tíu ár þangað til að við getum farið að sjá til þess enda, að við komumst þangað. Ef við náum á næstu fimm árum, sex árum, að taka þessar meginleiðir, inn og út úr Reykjavík, hérna austur fyrir Selfoss, upp í Borgarnes og inn í Leifsstöð, aðskilja akstursstefnurnar þangað, gætum við væntanlega lækkað þennan kostnað, úr fimmtíu, sextíu milljörðum á ári niður í 25 til þrjátíu. Ávinningurinn væri tuttugu, 25 milljarðar á ári,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála.
Árborg Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira