Víða vetrarfærð á landinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2019 09:17 Vetrarfærð, hálka og snjóþekja er víða, einkum á fjallvegum, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. vísir/vilhelm Afar skörp kuldaskil nálguðust landið nú í morgun og mun kalda loftið þvinga sér yfir landið til austurs í dag að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Því mun hlýna víðast hvar áður en kólnar aftur en skilin ýta rigningu á undan sér en á eftir þeim má búast við snjókomu. Upp úr hádegi snýst í hægari suðvestanátt og má þá búast við él allvíða, fyrst vestast á landinu. Lengst af verður þurrt norðaustanlands, en þar má einnig búast við éljagangi í kvöld. „Á morgun heldur útsynningurinn áfram með éljum og köldu veðri, en annað kvöld dregur enn á ný til tíðinda þar sem hvessir, hlýnar og fer að rigna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Umhleypingar verða nú um helgina og líkur á að ísing og hálka myndist víða. Á mánudag er útlit fyrir að lægi og rofi til. Vetrarlegt og tíðindalítið veður mun líklega ráða ríkjum framan af næstu viku og kalt í veðri. Vetrarfærð, hálka og snjóþekja er víða, einkum á fjallvegum, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Ófært er um Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði en fært er um flestar aðrar leiðir þótt víða sé vetrarfærð. Framkvæmdir standa yfir á Kringlumýrarbraut til suðurs fram eftir degi í dag vegna viðgerða á ljósleiðara en hámarkshraði um vinnusvæðið hefur verið lækkaður í 50 km/klst og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar. Vegna vinnu við að breikka Hringveginn er hámarkshraði takmarkaður við 70 km/klst á um þriggja kílómetra kafla frá Hveragerði austur að Kotstrandarkirkju. Á afmörkuðum svæðum við Varmá og austur fyrir gatnamót að Ölfusborgum er hámarkshraði takmarkaður við 50 km/klst. Veður Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Afar skörp kuldaskil nálguðust landið nú í morgun og mun kalda loftið þvinga sér yfir landið til austurs í dag að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Því mun hlýna víðast hvar áður en kólnar aftur en skilin ýta rigningu á undan sér en á eftir þeim má búast við snjókomu. Upp úr hádegi snýst í hægari suðvestanátt og má þá búast við él allvíða, fyrst vestast á landinu. Lengst af verður þurrt norðaustanlands, en þar má einnig búast við éljagangi í kvöld. „Á morgun heldur útsynningurinn áfram með éljum og köldu veðri, en annað kvöld dregur enn á ný til tíðinda þar sem hvessir, hlýnar og fer að rigna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Umhleypingar verða nú um helgina og líkur á að ísing og hálka myndist víða. Á mánudag er útlit fyrir að lægi og rofi til. Vetrarlegt og tíðindalítið veður mun líklega ráða ríkjum framan af næstu viku og kalt í veðri. Vetrarfærð, hálka og snjóþekja er víða, einkum á fjallvegum, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Ófært er um Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði en fært er um flestar aðrar leiðir þótt víða sé vetrarfærð. Framkvæmdir standa yfir á Kringlumýrarbraut til suðurs fram eftir degi í dag vegna viðgerða á ljósleiðara en hámarkshraði um vinnusvæðið hefur verið lækkaður í 50 km/klst og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar. Vegna vinnu við að breikka Hringveginn er hámarkshraði takmarkaður við 70 km/klst á um þriggja kílómetra kafla frá Hveragerði austur að Kotstrandarkirkju. Á afmörkuðum svæðum við Varmá og austur fyrir gatnamót að Ölfusborgum er hámarkshraði takmarkaður við 50 km/klst.
Veður Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira