Ökumaður sem ók Reykjanesbraut í vikunni mældist á 163 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Viðurlög við broti af því tagi eru 240 þúsund krónur í sekt, svipting ökuleyfis í þrjá mánuði og þrír punktar í ökuferilsskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af fleiri ökumönnum vegna hraðaksturs og annarra umferðarlagabrota. Einn þeirra sem mældist á 146 km hraða, einnig á Reykjanesbraut, kvaðst ekki geta framvísað ökuskírteini því hann hefði aldrei öðlast ökuréttindi.
Ökuníðingur kvartmilljón fátækari
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
