Nýi stóri strákurinn hjá Stjörnunni kominn með leikheimild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2019 13:30 Filip Kramer með bikarana sem hann vann í Austurríki. Mynd/Instagram/mr.yakum09 Nýjasti Stjörnumaðurinn í körfuboltanum, Austurríkismaðurinn Filip Kramer, fékk í dag leikheimild hjá KKÍ, og getur því spilað með Stjörnunni á móti Skallagrím í Borgarnesi í kvöld. Stjörnumenn skiptu út Bandaríkjamanni sínum um áramótin og fengu tvo erlenda leikmenn í staðinn. Bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell hefur farið á kostum í fyrstu tveimur leikjum sínum með Garðarbæjarliðinu og er með 27,0 stig, 6,0 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Stjarnan vann þessa tvo leiki með samtals 52 stigum. Nú er komið að sjá hvað kraftframherjinn Filip Kramer gerir en ef hann smellur vel inn í Stjörnuliðið þá verða strákarnir hans Arnars Guðjónssonar ekki árennilegir það sem eftir lifir tímabilsins. Filip Kramer er 27 ára gamall og byrjaði tímabilið hjá enska félaginu Worcester Wolves. Kramer er 202 sentímetrar á hæð og á að baki leiki með austurríska landsliðinu. Kramer var með 9,8 stig og 7,8 fráköst að meðaltali á 27,7 mínútum í leik í vetur í 14 leikjum með Worcester Wolves í bresku deildinni en tímabilið 2017-18 þá skilaði hann 8,6 stigum og 5,2 fráköstum á 19,5 mínútum í leik með ece bulls Kapfenberg í austurrísku deildinni. Kramer hafði leikið með Kapfenberg í sjö tímabil áður en hann breytti um og reyndi fyrir sér utan Austurríkis í haust. Hann var látinn fara í janúar en fær næsta tækifæri í Garðabænum. Kramer var sigursæll hjá Kapfenberg og vann sjö titla á sjö árum með félaginu þar af varð hann austurrískur meistari bæði 2017 og 2018. Stjörnumenn eru því að fá inn leikmann sem þekkir það vel að vinna titla. View this post on InstagramIts been unreal!!! #7years7trophies #bullsnation #thanku #alltheworkpaidoff ———> A post shared by Filip Krämer (@mr.yakum09) on Aug 7, 2018 at 5:43am PDT Dominos-deild karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Nýjasti Stjörnumaðurinn í körfuboltanum, Austurríkismaðurinn Filip Kramer, fékk í dag leikheimild hjá KKÍ, og getur því spilað með Stjörnunni á móti Skallagrím í Borgarnesi í kvöld. Stjörnumenn skiptu út Bandaríkjamanni sínum um áramótin og fengu tvo erlenda leikmenn í staðinn. Bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell hefur farið á kostum í fyrstu tveimur leikjum sínum með Garðarbæjarliðinu og er með 27,0 stig, 6,0 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Stjarnan vann þessa tvo leiki með samtals 52 stigum. Nú er komið að sjá hvað kraftframherjinn Filip Kramer gerir en ef hann smellur vel inn í Stjörnuliðið þá verða strákarnir hans Arnars Guðjónssonar ekki árennilegir það sem eftir lifir tímabilsins. Filip Kramer er 27 ára gamall og byrjaði tímabilið hjá enska félaginu Worcester Wolves. Kramer er 202 sentímetrar á hæð og á að baki leiki með austurríska landsliðinu. Kramer var með 9,8 stig og 7,8 fráköst að meðaltali á 27,7 mínútum í leik í vetur í 14 leikjum með Worcester Wolves í bresku deildinni en tímabilið 2017-18 þá skilaði hann 8,6 stigum og 5,2 fráköstum á 19,5 mínútum í leik með ece bulls Kapfenberg í austurrísku deildinni. Kramer hafði leikið með Kapfenberg í sjö tímabil áður en hann breytti um og reyndi fyrir sér utan Austurríkis í haust. Hann var látinn fara í janúar en fær næsta tækifæri í Garðabænum. Kramer var sigursæll hjá Kapfenberg og vann sjö titla á sjö árum með félaginu þar af varð hann austurrískur meistari bæði 2017 og 2018. Stjörnumenn eru því að fá inn leikmann sem þekkir það vel að vinna titla. View this post on InstagramIts been unreal!!! #7years7trophies #bullsnation #thanku #alltheworkpaidoff ———> A post shared by Filip Krämer (@mr.yakum09) on Aug 7, 2018 at 5:43am PDT
Dominos-deild karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum