„Við spiluðum flottan leik í dag þó svo það hafi verið smá erfið byrjun hjá okkur. Pínu einbeitingarleysi í vörn og erum að láta reka okkur út af,“ sagði Teitur við Tómas Þór Þórðarson eftir leik.
„Svo fór þetta að koma jafnt og þétt og við sigldum flottum sigri í höfn. Þeir áttu ekki séns.“
Teitur skoraði þrjú mörk í leiknum og öll með svakalegum þrumuskotum.
„Maður verður bara að láta vaða. Ég var orðinn spenntur á bekknum og langaði að koma og gera eitthvað. Ég vildi sýna mig og feginn að þetta fór inn. Við þurftum á þessu að halda og fínt að fá fyrsta sigurinn. Ég er ánægður hvernig við spiluðum allan leikinn.“