Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2019 11:12 Fýlar fá að súpa seyðið af umhverfisspjöllum manna. Vísir Um sjötíu prósent fýla sem Umhverfisstofnun lét rannsaka voru með örplast í maganum. Þá fannst örplast í fjöruklæklingi á öllum stöðum sem voru kannaðir. Stofnunin segir mikilvægt að landsmenn dragi verulega úr plastneyslu og flokki og endurvinni það. Sagt er frá tveimur rannsóknum sem Umhverfisstofnun lét gera á plastmengun í hafinu við Ísland á vef stofnunarinnar. Kræklingur varð fyrir valinu því hann er sagður hentugur til að meta örplastmengun í hafi en fýllinn til að fá mynd af menguninni í yfirborði sjávar. Meira en 0,1 gramm af örplasti fannst í um 16% fýlanna sem Náttúrustofa Norðausturlands rannsakaði. Um 3,65 plastagnir fundust í þeim að meðaltali. Örlítið meira af plasti reyndist í fýlum frá Norðausturlandi en frá Vestfjörðum og marktækt meira plast var í maga kvenfugla, bæði hvað varðar fjölda agna og þyngd þeirra.Magainnihald fýla við kannað í rannsókn Náttúrustofu Norðausturlands.Umhverfisstofnun/NNAPlastagnir fundust í 40-55% kræklinga á hverri stöð sem Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum skoðaði. Að meðaltali fundist 1,27 plastagnir í kræklingi, 0,35 á hvert gramm kræklings. Aðallega fundust í þeim plastþræðir sem voru af ýmsum gerðum og litum. Ekki var marktækur munur á fjölda plastagna í kræklingi á milli sex stöðva á landinu vestanverðu. Í frétt á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að þrátt fyrir þetta sé örplastmengun í kræklingi og fýlum minni við Ísland en í ýmsum öðrum löndum. Það breyti þó ekki því að Ísland sé ekki laust við plastmengun í hafi. „Mikilvægt er að Íslendingar dragi verulega úr neyslu á plasti og flokki/endurvinni allt plast. Einnig þarf að bæta hreinsun á skólpi og ofanvatni til að koma í veg fyrir losun á plasti og örplasti í sjóinn,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Umhverfismál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Um sjötíu prósent fýla sem Umhverfisstofnun lét rannsaka voru með örplast í maganum. Þá fannst örplast í fjöruklæklingi á öllum stöðum sem voru kannaðir. Stofnunin segir mikilvægt að landsmenn dragi verulega úr plastneyslu og flokki og endurvinni það. Sagt er frá tveimur rannsóknum sem Umhverfisstofnun lét gera á plastmengun í hafinu við Ísland á vef stofnunarinnar. Kræklingur varð fyrir valinu því hann er sagður hentugur til að meta örplastmengun í hafi en fýllinn til að fá mynd af menguninni í yfirborði sjávar. Meira en 0,1 gramm af örplasti fannst í um 16% fýlanna sem Náttúrustofa Norðausturlands rannsakaði. Um 3,65 plastagnir fundust í þeim að meðaltali. Örlítið meira af plasti reyndist í fýlum frá Norðausturlandi en frá Vestfjörðum og marktækt meira plast var í maga kvenfugla, bæði hvað varðar fjölda agna og þyngd þeirra.Magainnihald fýla við kannað í rannsókn Náttúrustofu Norðausturlands.Umhverfisstofnun/NNAPlastagnir fundust í 40-55% kræklinga á hverri stöð sem Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum skoðaði. Að meðaltali fundist 1,27 plastagnir í kræklingi, 0,35 á hvert gramm kræklings. Aðallega fundust í þeim plastþræðir sem voru af ýmsum gerðum og litum. Ekki var marktækur munur á fjölda plastagna í kræklingi á milli sex stöðva á landinu vestanverðu. Í frétt á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að þrátt fyrir þetta sé örplastmengun í kræklingi og fýlum minni við Ísland en í ýmsum öðrum löndum. Það breyti þó ekki því að Ísland sé ekki laust við plastmengun í hafi. „Mikilvægt er að Íslendingar dragi verulega úr neyslu á plasti og flokki/endurvinni allt plast. Einnig þarf að bæta hreinsun á skólpi og ofanvatni til að koma í veg fyrir losun á plasti og örplasti í sjóinn,“ segir á vef Umhverfisstofnunar.
Umhverfismál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Sjá meira