Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni sem var einn mikilvirtasti íbúðarhúsahönnuður landsins á sínum tíma. Parið flutti inn fyrir 3 og árum og tók allt í gegn um leið. Fjallað var um húsið í þáttunum Falleg íslensk heimili á Stöð 2 á sínum tíma og er húsið einstaklega glæsilegt.
Hér að neðan má sjá innslagið um eignina í þættinum en hann var á dagskrá Stöðvar 2 í fyrravor.
Húsið er staðsett við enda í rólegum botnlanga í Breiðholtinu og er rúmlega þrjú hundruð fermetrar samkvæmt Þjóðskrá en í kjallaranum er 120 fermetra óskráð rými og því alls yfir fjögur hundruð fermetra eign.
Húsið var byggt árið 1978 og eru alls fimm svefnherbergi í því og þrjú baðherbergi.
Hér fyrir neðan má sjá myndir úr húsinu teknar af fasteignavef Vísis.






