Í frétt breska dagblaðsins The Guardian segir að borgarstjórinn, Pawel Adamowicz, hafi verið viðstaddur stóra athöfn sem markaði lokahnykkinn á góðgerðarhátíð í borginni. Fram kemur í fréttinni að karlmaður hafi skyndilega hlaupið upp á svið til borgarstjórans, mundað „beitt verkfæri“ og stungið hann. Pólskir fjölmiðlar greina frá því að maðurinn hafi stungið Adamowicz með hnífi.

Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn er í haldi lögreglu. Þá hefur áhrifafólk í stjórnmálum birt kveðjur til Adamowicz á Twitter í kvöld, þar á meðal Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum.
Módlmy się wszyscy za Prezydenta Adamowicza. Pawle, jesteśmy z Tobą.
— Donald Tusk (@donaldtusk) January 13, 2019