Ellefu úlpum sem stolið var í Vesturbæjarskóla á fimmtudagsmorgun hefur verið skilað. Þetta staðfestir Margrét Einarsdóttir skólastjóri í samtali við Vísi.
Stuldurinn uppgötvaðist þegar nemendur voru á leið í morgunfrímínútur á fimmtudag. Þjófurinn hafði farið inn um inngang nýbyggingar sem snýr að Framnesvegi og var tekin í notkun fyrir um tveimur mánuðum. Úlpunum hefur nú verið skilað og geta ungir eigendur tekið gleði sína á ný.
Aðspurð segir Margrét málið leiða til þess að farið verði yfir ákveðin atriði innan skólans og sjá til þess að slíkt komi ekki fyrir aftur
„Þetta er nýr inngangur í nýja húsinu okkar og við þurfum að skoða þetta, við munum hafa læst þarna eftir að krakkarnir eru komnir í skólann og svo skoðum við þetta betur í framhaldinu,“ segir Margrét.
Ellefu úlpum sem stolið var úr Vesturbæjarskóla skilað
Sylvía Hall skrifar
