Bubbi feginn að enginn eigi að leika hann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. janúar 2019 19:00 Leikhússtjóri Borgarleikhússins kynnti í dag nýjan söngleik sem hefur hvorki verið skrifaður né leikstjóri og leikarar ákveðnir en verður frumsýndur á næsta ári . Söngleikurinn byggir á lögum Bubba Morthens sem er hæstánægður með framtakið en segir að væri hann ennþá pönkari væri hann alfarið á móti því. Vinnuheiti söngleiksins er Níu líf-sögur af landi en Ólafur Egill Egilsson er handritshöfundur. Hann ætlar að tengja saman tónlist og texta Bubba við merka atburði í sögu þjóðarinnar við síðustu áratugi. Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segir von á fyrsta uppkasti söngleiksins bráðlega en hugmyndin að verkinu fæddist í samstarfi við Ólaf Egil. „Saga Bubba er samofin sögu þjóðarinnar síðastliðin 40 ár. Þetta er nálgun sem við vildum fara af stað með,“ segir Kristín. Hún segir eftir að ákveða hvort að Bubbi sjálfur taki þátt í sýningunni. Tónlistamaðurinn segir að það sé alveg möguleiki. „Það væri rosa gaman að fá að spila svona eins og eitt lag. Ég var hins vegar afar feginn þegar ég heyrði að það ætti enginn að leika mig, það yrði alltof mikil klisja,“ segir Bubbi Morthens. Aðspurður um hvort hann hefði verið samþykkur slíkri sýningu á þeim árum sem hann var pönkari svarar Bubbi. „Svona söngleikur hefði ekki verið til umræðu hjá mér á þeim árum. Því þegar Bubbi var pönkari var annað líf, önnur tilvera og önnur vídd. Það eru mörg líf í einu lífi og ég er búinn að lifa svo mörg líf í þessu lífi að það er ekki fræðilegur möguleiki að setja sig þangað,“ segir Bubbi. Hann segist vera á mjög góðum stað í dag. „Ég er þakklátur og finnst stórkostlegt að vera lifandi. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að draga andann, girða sig vel og reima skóna,“ segir Bubbi sposkur á svip. Bubbi er fullur tilhlökkunar fyrir ferlinu framundan og frumsýningu söngleiksins sem er áætluð eftir um það bil ár. „Þetta er eins og að fara í laxveiði þú veist ekki hvað er í hylnum en þetta er alveg geggjað og þú ert með væntingar um að það sé 30 pundari væntanlegur“ segir Bubbi að lokum. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Leikhússtjóri Borgarleikhússins kynnti í dag nýjan söngleik sem hefur hvorki verið skrifaður né leikstjóri og leikarar ákveðnir en verður frumsýndur á næsta ári . Söngleikurinn byggir á lögum Bubba Morthens sem er hæstánægður með framtakið en segir að væri hann ennþá pönkari væri hann alfarið á móti því. Vinnuheiti söngleiksins er Níu líf-sögur af landi en Ólafur Egill Egilsson er handritshöfundur. Hann ætlar að tengja saman tónlist og texta Bubba við merka atburði í sögu þjóðarinnar við síðustu áratugi. Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segir von á fyrsta uppkasti söngleiksins bráðlega en hugmyndin að verkinu fæddist í samstarfi við Ólaf Egil. „Saga Bubba er samofin sögu þjóðarinnar síðastliðin 40 ár. Þetta er nálgun sem við vildum fara af stað með,“ segir Kristín. Hún segir eftir að ákveða hvort að Bubbi sjálfur taki þátt í sýningunni. Tónlistamaðurinn segir að það sé alveg möguleiki. „Það væri rosa gaman að fá að spila svona eins og eitt lag. Ég var hins vegar afar feginn þegar ég heyrði að það ætti enginn að leika mig, það yrði alltof mikil klisja,“ segir Bubbi Morthens. Aðspurður um hvort hann hefði verið samþykkur slíkri sýningu á þeim árum sem hann var pönkari svarar Bubbi. „Svona söngleikur hefði ekki verið til umræðu hjá mér á þeim árum. Því þegar Bubbi var pönkari var annað líf, önnur tilvera og önnur vídd. Það eru mörg líf í einu lífi og ég er búinn að lifa svo mörg líf í þessu lífi að það er ekki fræðilegur möguleiki að setja sig þangað,“ segir Bubbi. Hann segist vera á mjög góðum stað í dag. „Ég er þakklátur og finnst stórkostlegt að vera lifandi. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að draga andann, girða sig vel og reima skóna,“ segir Bubbi sposkur á svip. Bubbi er fullur tilhlökkunar fyrir ferlinu framundan og frumsýningu söngleiksins sem er áætluð eftir um það bil ár. „Þetta er eins og að fara í laxveiði þú veist ekki hvað er í hylnum en þetta er alveg geggjað og þú ert með væntingar um að það sé 30 pundari væntanlegur“ segir Bubbi að lokum.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira