Lögregla var kölluð til um tvöleytið í nótt vegna líkamsárásar í miðbænum. Sá sem varð fyrir árásinni var með minniháttar áverka og upplýsingar um árásarmanninn liggja fyrir.
Í Kópavogi og Breiðholti voru fjórir ökumenn stöðvaðir sem reyndust aka undir áhrifum fíkniefna eða áfengis og þá var tilkynnt um innbrot í bíl í Breiðholtinu í nótt. Eigandinn kom að þjófinum að athafna sig sem hljóp af vettvangi en henti ránsfengnum frá sér á hlaupunum.
Líkamsárás í miðbænum í nótt
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
