Eldsupptök á Hvaleyrarbraut enn á huldu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2019 16:55 lökkviliðsmenn áttu í fullu fangi með að ráða niðurlögum eldsins enda aðstæður erfiðar, hvasst og rigning. Vísir/vilhelm Þrátt fyrir ítarlega rannsókn tókst ekki að ákvarða með fullri vissu hver upptök eldsins í iðnaðarhúsi að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði voru. Húsið brann til kaldra kola um miðjan nóvember síðastliðinn og segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, að þrátt fyrir að búið sé að ljúka rannsókn málsins sé ekki loku fyrir það skotið að bruninn verði tekinn aftur til rannsóknar, berist vísbendingar sem taldar eru gefa tilefni til þess. Rannsókn málsins var umfangsmikil, til að mynda var rætt við fjölda vitna og legið yfir margvíslegum myndbandsupptökum auk þess sem eigendur létu lögreglu- og slökkviliðsmönnum í té ýmsar upplýsingar um húsnæðið og reksturinn. Engu að síður hafi það verið niðurstaða rannsakenda að ekki væri hægt að fara lengra með málið. Vettvangurinn var afar illa leikinn, ekki aðeins eftir brunann heldur neyddust björgunarsveitarmenn einnig til að hrófla við verksummerkjum til að ráða niðurlögum eldsins.Sjá einnig: Stórbruni í HafnarfirðiSkúli segir að þrátt fyrir að nákvæm eldsupptök liggi ekki fyrir hafi rannsakendur séð að eldurinn hafi kom upp einhver staðar í vesturenda efri hæðar hússins. Þar mátti finna ýmis rafmagnstæki í hleðslu og segir Skúli að ekki sé útilokað að eldurinn kunni að hafa kviknað út frá rafmagni. Sem fyrr segir var ekki hægt að sanna það með óyggjandi hætti, en þó ljóst að sögn Skúla að rafmagnstafla sem var þar á svipuðum slóðum, og lá lengi undir grun, sé ekki uppspretta eldsins. Að sama skapi er ekki talið að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við brunann og liggur enginn undir grun um að hafa borið eld að húsnæðinu. Hafnarfjörður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04 Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. 17. nóvember 2018 09:55 Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. 18. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þrátt fyrir ítarlega rannsókn tókst ekki að ákvarða með fullri vissu hver upptök eldsins í iðnaðarhúsi að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði voru. Húsið brann til kaldra kola um miðjan nóvember síðastliðinn og segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, að þrátt fyrir að búið sé að ljúka rannsókn málsins sé ekki loku fyrir það skotið að bruninn verði tekinn aftur til rannsóknar, berist vísbendingar sem taldar eru gefa tilefni til þess. Rannsókn málsins var umfangsmikil, til að mynda var rætt við fjölda vitna og legið yfir margvíslegum myndbandsupptökum auk þess sem eigendur létu lögreglu- og slökkviliðsmönnum í té ýmsar upplýsingar um húsnæðið og reksturinn. Engu að síður hafi það verið niðurstaða rannsakenda að ekki væri hægt að fara lengra með málið. Vettvangurinn var afar illa leikinn, ekki aðeins eftir brunann heldur neyddust björgunarsveitarmenn einnig til að hrófla við verksummerkjum til að ráða niðurlögum eldsins.Sjá einnig: Stórbruni í HafnarfirðiSkúli segir að þrátt fyrir að nákvæm eldsupptök liggi ekki fyrir hafi rannsakendur séð að eldurinn hafi kom upp einhver staðar í vesturenda efri hæðar hússins. Þar mátti finna ýmis rafmagnstæki í hleðslu og segir Skúli að ekki sé útilokað að eldurinn kunni að hafa kviknað út frá rafmagni. Sem fyrr segir var ekki hægt að sanna það með óyggjandi hætti, en þó ljóst að sögn Skúla að rafmagnstafla sem var þar á svipuðum slóðum, og lá lengi undir grun, sé ekki uppspretta eldsins. Að sama skapi er ekki talið að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við brunann og liggur enginn undir grun um að hafa borið eld að húsnæðinu.
Hafnarfjörður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04 Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. 17. nóvember 2018 09:55 Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. 18. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04
Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. 17. nóvember 2018 09:55
Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. 18. nóvember 2018 19:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent