Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag, að mati Jóns Gunnarssonar alþingismanns. Fjallað verður um málið í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 kl. 18:30 og rætt við nefndarmenn, þar á meðal Bergþór Ólason, formann nefndarinnar.

Einnig er rætt við Bryndísi Benediktsdóttur, heimilislækni og prófessor, sem segir konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því séu einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Hún segir tímapressu og vinnuálag á læknum gefa of lítið svigrúm til djúpra samtala.

Við heyrum einnig í Óttari Guðmundssyni, formanni Geðlæknafélags Íslands, sem fagnar frumvarpi um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu en gagnrýnir þó að kastað sé rýrð á aðra sem sinna málaflokknum.

Við skoðum einnig listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders sem varð hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk sem mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar. Þetta og margt fleira í stútfullum fréttapakka kvöldfrétta á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×