Að sögn lögreglu týndist pandan í gær, sunnudag, og var talið að hún væri að skoða sig um í nágrenni dýragarðsins en pandan fannst í morgun samkvæmt tísti frá borgarstjórninni í Belfast.
Almenningur var beðinn um að hafa augun opin fyrir dýrinu sem er aðeins stærri en heimilisköttur. Þá voru ökumenn jafnframt beðnir um að fara varlega.
Í frétt BBC um málið segir að rauðar pöndur séu næturdýr og að þær haldi sig vanalega í skóglendi. Þær eru ekki árásargjarnar en geta farið í vörn ef þeim er ógnað.
We are happy to report that the missing red panda has been located and is being returned to its home @BelfastZoo - thanks to everyone for their help with the search!
https://t.co/ZHNpTwBwBv
— Belfast City Council (@belfastcc) January 28, 2019