Þjóðaröryggisráðgjafi Trump: Munu bregðast við ef starfsmenn sendiráðsins í Venesúela verði beittir ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2019 19:15 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. AP/Manuel Balce Ceneta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni bregðast við af krafti, verði starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Venesúela beittir ofbeldi eða ógnunum. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, ákvað fyrr í vikunni að slíta stjórnmálasamskiptum ríkjanna og gaf Bandaríkjamönnum 72 sólarhringa að flytja starfsmenn sendiráðsins úr landi.Yfirvöld í Bandaríkjunum höfnuðu því þó á þeim grundvelli að samskipti ríkjanna myndu halda áfram í gegnum Juan Guaidó, sem þjóðþingið hefur skipað sem starfandi forseta Venesúela. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2017, skipaði Maduro nýtt þing, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Fresturinn sem Maduro gaf Bandaríkjamönnum er nú liðinn Í gærkvöldi gaf Utanríkisráðuneyti Venesúela hins vegar út að fresturinn hefði verið lengdur í 30 daga.. Maduro og Guaidó berjast nú um hilli hermanna í Venesúela en herinn mun að öllum líkindum ráða því hvort Maduro haldi völdum eða ekki. Stuðningsmenn Guaidó dreifðu bæklingum til hermanna í dag þar sem þeir voru hvattir til að hafna stjórn Maduro og lofað náðun hjálpi þeir að koma lýðræðinu á í Venesúela á ný, eins og það var orðað samkvæmt AP fréttaveitunni.„Við erum að bíða eftir ykkur, hermenn Venesúela,“ sagði Guaidó á blaðamannafundi í dag. Þá hvatti hann hermenn til að skjóta ekki á mótmælendur en tugir þeirra eru sagðir hafa verið skotnir til bana á undanförnum dögum. Maduro varði deginum í að fylgjast með heræfingum og ræða við hermenn í Venesúela. Æðstu hershöfðingjar Venesúela hafa lýst yfir hollustu við Maduro á undanförnum dögum. Það er þó ekki víst hvort óbreyttir hermenn styðji við bakið á Maduro. Fjölskyldur þeirra hafa þurft að berjast við matarskort, óðaverðbólgu, glæpi og fleira. Talið er að rúmlega þrjár milljónir manna hafi flúið Venesúela á undanförnum árum. Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16 Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40 Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni bregðast við af krafti, verði starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Venesúela beittir ofbeldi eða ógnunum. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, ákvað fyrr í vikunni að slíta stjórnmálasamskiptum ríkjanna og gaf Bandaríkjamönnum 72 sólarhringa að flytja starfsmenn sendiráðsins úr landi.Yfirvöld í Bandaríkjunum höfnuðu því þó á þeim grundvelli að samskipti ríkjanna myndu halda áfram í gegnum Juan Guaidó, sem þjóðþingið hefur skipað sem starfandi forseta Venesúela. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2017, skipaði Maduro nýtt þing, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Fresturinn sem Maduro gaf Bandaríkjamönnum er nú liðinn Í gærkvöldi gaf Utanríkisráðuneyti Venesúela hins vegar út að fresturinn hefði verið lengdur í 30 daga.. Maduro og Guaidó berjast nú um hilli hermanna í Venesúela en herinn mun að öllum líkindum ráða því hvort Maduro haldi völdum eða ekki. Stuðningsmenn Guaidó dreifðu bæklingum til hermanna í dag þar sem þeir voru hvattir til að hafna stjórn Maduro og lofað náðun hjálpi þeir að koma lýðræðinu á í Venesúela á ný, eins og það var orðað samkvæmt AP fréttaveitunni.„Við erum að bíða eftir ykkur, hermenn Venesúela,“ sagði Guaidó á blaðamannafundi í dag. Þá hvatti hann hermenn til að skjóta ekki á mótmælendur en tugir þeirra eru sagðir hafa verið skotnir til bana á undanförnum dögum. Maduro varði deginum í að fylgjast með heræfingum og ræða við hermenn í Venesúela. Æðstu hershöfðingjar Venesúela hafa lýst yfir hollustu við Maduro á undanförnum dögum. Það er þó ekki víst hvort óbreyttir hermenn styðji við bakið á Maduro. Fjölskyldur þeirra hafa þurft að berjast við matarskort, óðaverðbólgu, glæpi og fleira. Talið er að rúmlega þrjár milljónir manna hafi flúið Venesúela á undanförnum árum.
Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16 Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40 Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00
Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16
Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30
Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40
Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13