Enski boltinn

Sunderland selur sinn besta mann til Frakklands

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bjartasta von Sunderland farinn til Frakklands
Bjartasta von Sunderland farinn til Frakklands vísir/getty
Enska C-deildarliðið Sunderland hefur selt enska framherjann Josh Maja til franska úrvalsdeildarliðsins Bordeaux og fær hátt í 4 milljónir punda í sinn hlut fyrir félagaskiptin.

Þessi tvítugi sóknarmaður hefur skorað 15 mörk í 24 leikjum í C-deildinni í vetur en Sunderland er í harðri toppbaráttu og er sem stendur í 3.sæti deildarinnar en aðeins eru tvö ár síðan liðið lék í úrvalsdeildinni.

Vinsældir Sunderland hafa vaxið gríðarlega í kjölfar Netflix þáttaraðarinnar Sunderland 'Til I Die en þar kom einmitt skýrt fram að félagið væri að horfa til þess að Maja gæti komið liðinu aftur í fremstu röð en hann kom upp í gegnum unglingastarf félagsins og þykir eiga bjarta framtíð í boltanum.

Hann fékkst hins vegar ekki til að skrifa undir nýjan samning við félagið og því erfitt fyrir Sunderland að hafna tilboði Bordeaux en Maja er búinn að skrifa undir samning við franska félagið til ársins 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×