Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2019 16:49 Það var þröngt á þingi í Bónus við Hallveigarstíg á fjórða tímanum. Árni Sveins Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. Bónus við Hallveigarstíg verður lokað að líkindum í kvöld en vörurnar rjúka út í rýmingarsölu þar sem allt er á 30 prósenta afslætti. „Fólk er alveg tryllt þarna, kaupa 200 eggjabakka og eitthvað. Ég þorði varla inn þegar ég sá stemmninguna fyrir utan,“ segir Árni. Fólk hafi verið með fjöldan allan af klósettpappírspakkningum og allar frosnar vörur hafi verið farnar, eða svo gott sem. „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð.“ Verslunin er ein þriggja sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir að verði sé að loka búðinni með mikilli eftirsjá. Þakka þau kærlega fyrir samskipti við viðskiptavini undanfarin ár. Til stóð að selja allar vörur á 30% afslætti í dag og á morgun en Guðmundur reiknar með því að búðin tæmist í dag.Merkti bugun í augum starfsfólks Í framhaldinu verður Bónus í Faxafeni lokað í lok febrúar og Smiðjuvegi 1. apríl. Árni mælir með því að fólk sem ætlar í búðina grípi vin með sér. „Það er praktískt. Þú verður eiginlega að byrja á því að fara í röð og gera út frá röðinni,“ segir Árni. Hann hafi gert góð kaup.Svona dót sem endist, mjög praktískt. Nú á ég nóg af tannkremi og svona rugli. Hann hafi þó áhyggjur af gamalli konu sem staðið hafi fyrir aftan hann. Hún hafi horfið í mannhafið. Vonandi sé í lagi með hana. Álagið hafi greinilega verið mikið á starfsfólkinu. Árni segist hafa merkt ákveðna bugun í augum þeirra sem flest eru ung að árum.Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Enginn að ryðjast „Það var svo mikið álag á kerfinu. Það þarf að reikna út afsláttarprósentur á allar vörur svo þetta gengur hægt fyrir sig. Svo eru allir með svo mikið. Þetta var pínu nötts en samt engin brjálæðisglampi í augum fólks. Enginn hlaupandi eða að ryðjast.“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, keypti verslanirnar þrjár af Högum. Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að opna verslun við Hallveigarstíg í febrúar. Fær flest starfsfólk í verslun Bónus á Hallveigarstíg vinnu í nýju búðinni. Neytendur Tengdar fréttir Segir að sambærileg búð opni á Hallveigarstíg Degi B. Eggertssyni borgarstjóra brá við tíðindin af hvarfi Bónus af Hallveigarstíg. 15. september 2018 12:37 Samruni Haga og Olís samþykktur Kaupsamningur var gerður í fyrra en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um að Hagar og Olís þyrftu að selja ákveðnar eignir áður en það legði blessun sína yfir samrunann. 29. nóvember 2018 17:39 Metur hvort áform um kaup Bónusverslana séu trúverðug Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður sérstakur óháður kunnáttumaður til að meta hæfi kaupanda að þremur Bónusverslunum sem Hagar þurfa að selja að kröfu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna félagsins við Olís. Hann metur meðal annars hvort áformin séu trúverðug. 8. október 2018 18:30 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. Bónus við Hallveigarstíg verður lokað að líkindum í kvöld en vörurnar rjúka út í rýmingarsölu þar sem allt er á 30 prósenta afslætti. „Fólk er alveg tryllt þarna, kaupa 200 eggjabakka og eitthvað. Ég þorði varla inn þegar ég sá stemmninguna fyrir utan,“ segir Árni. Fólk hafi verið með fjöldan allan af klósettpappírspakkningum og allar frosnar vörur hafi verið farnar, eða svo gott sem. „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð.“ Verslunin er ein þriggja sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir að verði sé að loka búðinni með mikilli eftirsjá. Þakka þau kærlega fyrir samskipti við viðskiptavini undanfarin ár. Til stóð að selja allar vörur á 30% afslætti í dag og á morgun en Guðmundur reiknar með því að búðin tæmist í dag.Merkti bugun í augum starfsfólks Í framhaldinu verður Bónus í Faxafeni lokað í lok febrúar og Smiðjuvegi 1. apríl. Árni mælir með því að fólk sem ætlar í búðina grípi vin með sér. „Það er praktískt. Þú verður eiginlega að byrja á því að fara í röð og gera út frá röðinni,“ segir Árni. Hann hafi gert góð kaup.Svona dót sem endist, mjög praktískt. Nú á ég nóg af tannkremi og svona rugli. Hann hafi þó áhyggjur af gamalli konu sem staðið hafi fyrir aftan hann. Hún hafi horfið í mannhafið. Vonandi sé í lagi með hana. Álagið hafi greinilega verið mikið á starfsfólkinu. Árni segist hafa merkt ákveðna bugun í augum þeirra sem flest eru ung að árum.Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Enginn að ryðjast „Það var svo mikið álag á kerfinu. Það þarf að reikna út afsláttarprósentur á allar vörur svo þetta gengur hægt fyrir sig. Svo eru allir með svo mikið. Þetta var pínu nötts en samt engin brjálæðisglampi í augum fólks. Enginn hlaupandi eða að ryðjast.“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, keypti verslanirnar þrjár af Högum. Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að opna verslun við Hallveigarstíg í febrúar. Fær flest starfsfólk í verslun Bónus á Hallveigarstíg vinnu í nýju búðinni.
Neytendur Tengdar fréttir Segir að sambærileg búð opni á Hallveigarstíg Degi B. Eggertssyni borgarstjóra brá við tíðindin af hvarfi Bónus af Hallveigarstíg. 15. september 2018 12:37 Samruni Haga og Olís samþykktur Kaupsamningur var gerður í fyrra en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um að Hagar og Olís þyrftu að selja ákveðnar eignir áður en það legði blessun sína yfir samrunann. 29. nóvember 2018 17:39 Metur hvort áform um kaup Bónusverslana séu trúverðug Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður sérstakur óháður kunnáttumaður til að meta hæfi kaupanda að þremur Bónusverslunum sem Hagar þurfa að selja að kröfu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna félagsins við Olís. Hann metur meðal annars hvort áformin séu trúverðug. 8. október 2018 18:30 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Segir að sambærileg búð opni á Hallveigarstíg Degi B. Eggertssyni borgarstjóra brá við tíðindin af hvarfi Bónus af Hallveigarstíg. 15. september 2018 12:37
Samruni Haga og Olís samþykktur Kaupsamningur var gerður í fyrra en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um að Hagar og Olís þyrftu að selja ákveðnar eignir áður en það legði blessun sína yfir samrunann. 29. nóvember 2018 17:39
Metur hvort áform um kaup Bónusverslana séu trúverðug Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður sérstakur óháður kunnáttumaður til að meta hæfi kaupanda að þremur Bónusverslunum sem Hagar þurfa að selja að kröfu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna félagsins við Olís. Hann metur meðal annars hvort áformin séu trúverðug. 8. október 2018 18:30
Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00