Skipasiglingar valda reiði í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2019 11:15 Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segja að til greina komi að senda flugmóðurskip til Taívan, sem myndi án efa valda usla í Kína. EPA/JEON HEON-KYUN Tveimur bandarískum herskipum var siglt um Taívan-sund í gær en siglingar sem þessar eru iðulega gagnrýndar af yfirvöldum í Kína. Kínverjar líta á Taívan sem hluta af ríki þeirra og hafa ekki útilokað að beita hervaldi til þvinga sameiningu ríkjanna. Bandarískum herskipum var siglt um svæðið þrisvar sinnum í fyrra og segja yfirvöld Í bandaríkjunum að til greina komi að fljúga flugmóðurskipi um svæðið, þrátt fyrir að Kínverjar hafi þróað sérstakar eldflaugar til að granda stórum herskipum.Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipumForsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segja siglingum sem þessum ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Það er þó ljóst að Bandaríkin hafa fjölgað siglingum á svæðinu og þá sérstaklega um Suður-Kínahaf, þar sem yfirvöld í Kína hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Heilu eyjurnar hafa verið byggðar upp sem og flotastöðvar og flugvellir og hefur vopnum verið komið þar fyrir. Kínverjar hafa beitt Taívan auknum þrýstingi á síðustu árum eftir að Tsai Ing-wen tók við embætti forseta landsins árið 2016. Hún er sjálfstæðissinni. Síðan þá hafa yfirvöld í Kína reglulega sent herflugvélar og skip í kringum Taívan. Fyrr í gær hafði herþotum og sprengjuflugvélum verið flogið fram hjá Taívan, samkvæmt Varnarmálaráðuneyti landsins. Talskona Utanríkisráðuneyti Kína segir siglinguna vera áhyggjuefni og hvatti hún Bandaríkin til að fylgja „eitt Kína“ stefnunni. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa sífellt auknar áhyggjur af því að Kínverjar geri innrás í Taívan. Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumKínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Ríkin hafa gert varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan vopn. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í byrjun árs að til greina kæmi að gera innrás í Taívan. Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Tveimur bandarískum herskipum var siglt um Taívan-sund í gær en siglingar sem þessar eru iðulega gagnrýndar af yfirvöldum í Kína. Kínverjar líta á Taívan sem hluta af ríki þeirra og hafa ekki útilokað að beita hervaldi til þvinga sameiningu ríkjanna. Bandarískum herskipum var siglt um svæðið þrisvar sinnum í fyrra og segja yfirvöld Í bandaríkjunum að til greina komi að fljúga flugmóðurskipi um svæðið, þrátt fyrir að Kínverjar hafi þróað sérstakar eldflaugar til að granda stórum herskipum.Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipumForsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segja siglingum sem þessum ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Það er þó ljóst að Bandaríkin hafa fjölgað siglingum á svæðinu og þá sérstaklega um Suður-Kínahaf, þar sem yfirvöld í Kína hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Heilu eyjurnar hafa verið byggðar upp sem og flotastöðvar og flugvellir og hefur vopnum verið komið þar fyrir. Kínverjar hafa beitt Taívan auknum þrýstingi á síðustu árum eftir að Tsai Ing-wen tók við embætti forseta landsins árið 2016. Hún er sjálfstæðissinni. Síðan þá hafa yfirvöld í Kína reglulega sent herflugvélar og skip í kringum Taívan. Fyrr í gær hafði herþotum og sprengjuflugvélum verið flogið fram hjá Taívan, samkvæmt Varnarmálaráðuneyti landsins. Talskona Utanríkisráðuneyti Kína segir siglinguna vera áhyggjuefni og hvatti hún Bandaríkin til að fylgja „eitt Kína“ stefnunni. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa sífellt auknar áhyggjur af því að Kínverjar geri innrás í Taívan. Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumKínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Ríkin hafa gert varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan vopn. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í byrjun árs að til greina kæmi að gera innrás í Taívan.
Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira