„Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2019 19:00 Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. Hinn 30. desember 2016 skipaði Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, nefnd til að fjalla um tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hér á landi. Nefndin skilaði af sér skýrslu í fyrra og hafa tillögur hennar þegar ratað í lagafrumvörp. Til dæmis er ákvæði um samræmingu í skattlagningu virðisaukaskatts vegna sölu og áskrifta dagblaða og tímarita, hvort sem þær eru á prentuðu eða í rafrænu formi, í frumvarpi til breytinga á lögum um virðisaukaskatt sem lagt var fram í desember. Á meðal annarra tillagna nefndarinnar var tillaga um að heimila að endurgreiða úr ríkissjóðir 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Nefndin taldi nauðsynlegt að tiltekin skilyrði væru uppfyllt svo fjölmiðill gæti notið endurgreiðslu. Slík skilyrði gætu að mati nefndarinnar falið í sér staðfestingu Fjölmiðlanefndar á að fjölmiðillinn falli undir gildissvið fjölmiðlalaga og miðli fréttum og fréttatengdu efni. Í nýju lagafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla er ákvæði sem heimilar endurgreiðslu á 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja upplýsti um þetta í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þak verður á endurgreiðslunni en frumvarpið byggir á norskri og danskri löggjöf um sama efni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir frumvarpið framfaraskref og tillaga um endurgreiðslu á hluta kostnaðar sé til þess fallin að hlúa að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. „Ég held að tillagan geti verið mjög gagnleg til að stuðla að fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi. Ef ekkert verður að gert mun sú fjölbreytni minnka og maður er ansi hræddur um að margir einkareknir fjölmiðlar muni heltast úr lestinni,“ segir Þórður. Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar.Vísir/Egill AðalsteinssonÝtir undir sjálfstæði einkarekinna miðla Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, tekur í sama streng. „Þetta er mjög jákvætt skref og vonandi er þá að aukast skilningur á því hversu mikilvægir fjölmiðlar eru fyrir lýðræðisríki,“ segir Ingibjörg. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri og framkvæmdastjóri Stundarinnar, segir að sér lítist ágætlega á útfærsluna. „Vandamálið í kjarnanum er það að fjölmiðlar þrífast illa í núverandi rekstrarumhverfi. Við sjáum að fjölmiðlar á Íslandi hafa sumir hverjir þurft að treysta á hagsmunablokkir til þess að viðhalda rekstri sínum. Ég held að þetta geri fjölmiðla frekar óháða og gerir þeim kleift að vera sjálfstæðir. Fjárhagslegt sjálfstæði er grunnurinn að ritstjórnarlegu sjálfstæði til lengri tíma.“ Þórður Snær Júlíusson bendir á að rekstrarumhverfi fjölmiðla hafi verið brothætt í meira en áratug. Þess vegna sé frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra tímabært. „Það má segja að við séum á ögurstundu með að grípa til einhverra aðgerða til þess að viðhalda frjálsri fjölmiðlun á Íslandi. Ef það er einhver vilji til þess að viðhalda því,“ segir Þórður. Frumvarp um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur ekki verið birt á vef Alþingis eða í samráðsgáttinni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hyggst leggja frumvarpið fram á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Fjölmiðlar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. Hinn 30. desember 2016 skipaði Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, nefnd til að fjalla um tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hér á landi. Nefndin skilaði af sér skýrslu í fyrra og hafa tillögur hennar þegar ratað í lagafrumvörp. Til dæmis er ákvæði um samræmingu í skattlagningu virðisaukaskatts vegna sölu og áskrifta dagblaða og tímarita, hvort sem þær eru á prentuðu eða í rafrænu formi, í frumvarpi til breytinga á lögum um virðisaukaskatt sem lagt var fram í desember. Á meðal annarra tillagna nefndarinnar var tillaga um að heimila að endurgreiða úr ríkissjóðir 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Nefndin taldi nauðsynlegt að tiltekin skilyrði væru uppfyllt svo fjölmiðill gæti notið endurgreiðslu. Slík skilyrði gætu að mati nefndarinnar falið í sér staðfestingu Fjölmiðlanefndar á að fjölmiðillinn falli undir gildissvið fjölmiðlalaga og miðli fréttum og fréttatengdu efni. Í nýju lagafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla er ákvæði sem heimilar endurgreiðslu á 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja upplýsti um þetta í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þak verður á endurgreiðslunni en frumvarpið byggir á norskri og danskri löggjöf um sama efni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir frumvarpið framfaraskref og tillaga um endurgreiðslu á hluta kostnaðar sé til þess fallin að hlúa að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. „Ég held að tillagan geti verið mjög gagnleg til að stuðla að fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi. Ef ekkert verður að gert mun sú fjölbreytni minnka og maður er ansi hræddur um að margir einkareknir fjölmiðlar muni heltast úr lestinni,“ segir Þórður. Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar.Vísir/Egill AðalsteinssonÝtir undir sjálfstæði einkarekinna miðla Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, tekur í sama streng. „Þetta er mjög jákvætt skref og vonandi er þá að aukast skilningur á því hversu mikilvægir fjölmiðlar eru fyrir lýðræðisríki,“ segir Ingibjörg. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri og framkvæmdastjóri Stundarinnar, segir að sér lítist ágætlega á útfærsluna. „Vandamálið í kjarnanum er það að fjölmiðlar þrífast illa í núverandi rekstrarumhverfi. Við sjáum að fjölmiðlar á Íslandi hafa sumir hverjir þurft að treysta á hagsmunablokkir til þess að viðhalda rekstri sínum. Ég held að þetta geri fjölmiðla frekar óháða og gerir þeim kleift að vera sjálfstæðir. Fjárhagslegt sjálfstæði er grunnurinn að ritstjórnarlegu sjálfstæði til lengri tíma.“ Þórður Snær Júlíusson bendir á að rekstrarumhverfi fjölmiðla hafi verið brothætt í meira en áratug. Þess vegna sé frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra tímabært. „Það má segja að við séum á ögurstundu með að grípa til einhverra aðgerða til þess að viðhalda frjálsri fjölmiðlun á Íslandi. Ef það er einhver vilji til þess að viðhalda því,“ segir Þórður. Frumvarp um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur ekki verið birt á vef Alþingis eða í samráðsgáttinni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hyggst leggja frumvarpið fram á ríkisstjórnarfundi í næstu viku.
Fjölmiðlar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira