Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, sneru fyrirvaralaust aftur til þingstarfa í morgun án þess að greina Alþingi frá því að þeir hygðust snúa aftur til starfa.

Mörgum var brugðið við svo skyndilega endurkomu og treysti Inga Sæland sér til að mynda ekki inn í þingsal í dag. Rætt verður við Gunnar Braga, Bergþór og Ingu Sæland í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig fjöllum við um þá miklu þörf sem er á gjafaeggjum hér á landi og segir fæðingar- og kvensjúkdómalæknir að frjósemi hafi minnkað hjá bæði konum og körlum.

Við fórum á útboðsþing Samtaka iðnaðarins í dag og fengum að vita að 130 milljörðum króna verði varið til framkvæmda opinberra aðila á þessu ári, sem er um fimmtíu milljarða viðbót milli ára. Einnig skoðum við stöðuna í Bandaríkjum og lokun opinberra stofnana þar í landi, fjöllum um hræðilegt mál í Svíþjóð þar sem faðir myrti tvö börn sín og skoðum stöðuna í Venesúela þar sem leiðtogi stjórnarandstðunnar lýsti sig einhliða forseta landsins í gær.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×