Innherjasvik í Icelandair: Segir sekt Kjarra Sambó alls ekki blasa við Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2019 15:20 Kjartan Bergur Jónsson, sem gengur undir ýmsum viðurnefnum tengdum lakkrís, gaf skýrslu í dómssal í gær. FBL/Stefán Ákæran á hendur Kjartani Bergi Jónssyni er svo furðuleg að það hvarflaði að honum að fara fram á frávísun málsins, að sögn Gríms Sigurðarsonar verjanda hans. Kjartan Bergur hafi þó að endingu viljað fara fram á að vera sýknaður, í eitt skipti fyrir öll. Kjartan Bergur er einn þriggja sem ákærður er í innherjasvikamáli Icelandair. Honum er gefið að sök að eiga hlutdeild í málinu fyrir að hafa þegið ráðgjöf um valréttarviðskipti sem byggði á innherjaupplýsingum sem Kjartan Jónsson útvegaði Kristjáni Georg Jósteinssyni. „Hann er því ekki ákærður fyrir viðskipti sem hann átti í, heldur hlutdeild í meintri ráðleggingu Kristjáns,“ sagði verjandi Kjartans Bergs og bætti við að skjólstæðingur sinn hafi í raun aldrei áttað sig á því sem hann var sagður sekur um. Svo undarleg þætti honum ákæran. „Sekt hans blasir alls ekki við.“ Fram kom í málflutningi saksóknara að Kjartan Bergur hefði átt í samskiptum við Kristján Georg í gegnum samskiptaforritið Viber þar sem hann kallaði sig „Kjarra Sambo“. Kjartan þekkir vel til í sælgætisbransanum þar sem hann hefur meðfram hótelrekstri starfað hjá Kólus sem framleiðir sælgæti meðal annars undir vörumerkinu Sambó. Er Kjartan stundum kallaður Lakkrísprinsinn eða Kjarri Kólus. Grímur lagði ríka áherslu á að Kjartan Bergur væri enginn aukvisi í fjármálum. Þvert á móti ætti hann tvö fyrirtæki sem rækju sitthvort hótelið og ætti tvær íbúðir sem á hvíldu engin veð. Þess vegna hafi ákvörðun hans um að næla sér í valréttarsamning með bréf í Icelandair verið algjörlega að hans frumkvæði. Þó væri rétt, eins og fram kom í skýrslum þeirra beggja, að þeir Kristján Georg og Kjartan Bergur hafi rætt um sambærilegan samning þess fyrrnefnda, sem Kristján Georg lýsti sem „góðu veðmáli.“ Hins vegar hafi Kjartan Bergur ekki byggt ákvörðun sína á ráðleggingum Kristjáns, heldur á þeirri stöðu sem komin var upp í þjóðarbúinu. Hann hefði fundið það hvernig styrkur krónunnar bitnaði á hótelrekstri sínum og áætlaði því að fleiri í ferðamannaiðnaðinum, eins og Icelandair, væru að eiga í sama vanda. Það hafi verið ástæðan fyrir því að hann tók áhættuna og gerði samning sem fól í sér hagnað ef hlutabréfaverð í Icelandair myndi lækka. Þannig mótmælti Grímur því sem fram kom í máli saksóknara, að það væri ótrúverðugt að Kjartan Bergur væri líklegur til að taka áhættu. Þvert á móti hefði þessi tiltekni samningur verið með mjög afmarkaða áhættu. Kjartan Bergur væri áhættusækinn, maður sem stekkur á góð viðskiptatækifæri „Menn sem taka áhættur eru þeir sem gera svona samninga.“ Það væri því ekki ótrúlegt að hann hafi ráðist í gerð þessa samnings, eins og ákæruvaldið hélt fram. Þess vegna væri fjarstæðukennt af saksóknara að láta það hljóma eins og Kjartan Bergur hafi verið viljalaust verkfæri í höndum Kristjáns Georgs – þegar hin meinta ráðlegging yfir hádegismatnum á að hafa átt sér stað. „Hann lét það hljóma eins og hann hefði verið leikskólabarn í taumi,“ sagði Grímur. Það væri hins vegar alrangt, Kjartan Bergur hefði verið lengi í rekstri og vissi sitt hvað um fjármál. Það að hann hafi tekið mynd af innihaldi valréttarsamnings Kristjáns Georgs, sem hann sýndi svo verðbréfamiðlaranum sem aðstoðaði hann við gerð eigin samnings, væri aðeins til marks um það að hann hafi viljað gera samninginn „eftir kúnstarinnar reglum.“ Að sama skapi mótmælti Grímur því að Kjartan Bergur hafi vitað um störf nafna síns, Kjartans Jónssonar, fyrir Icelandair – hvað þá hvaða stöðu hann gegndi innan fyrirtækisins. Uppi er vafi um hvort það hafi borið á góma í margumtalaðri ferð þeirra á bardagakvöld í Dublin í lok árs 2016. „Það var aldrei sannað að hann hafi vitað þetta,“ sagði Grímur. Að endingu minnti Grímur á að framburður Kjartans Bergs hefði verið eins, allt frá upphafi, auk þess sem öll hans framkoma hefði einkennst af einskærri kurteisi. Að þessu sögðu taldi Grímur að það eina rétta í stöðunni væri að sýkna Kjartan og láta ríkissjóð greiða allan málskostnað. Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Innherjasvik í Icelandair: Minnti á að reynsluboltinn í kampavínsklúbbsrekstri væri fjölskyldumaður Reimar Snæfell Pétursson fer fram á sýknudóm yfir Kristjáni Georgi Jósteinssyni. 24. janúar 2019 14:34 Innherjasvik í Icelandair: „Ef það lítur út eins og önd...“ Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á óbeinni sönnun, sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, eins og Finnur komst að orði. 24. janúar 2019 11:32 „Áður en öndin talar eða gengur þá verður að finna öndina“ Jónas Friðrik Jónsson, verjandi Kjartans Jónssonar, segir að ákæruvaldinu hafi mistekist að renna stoðum undir nokkur lykilatriði, sem þyrftu að vera til staðar svo að hægt sé að sakfella skjólstæðing sinn. 24. janúar 2019 13:34 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Ákæran á hendur Kjartani Bergi Jónssyni er svo furðuleg að það hvarflaði að honum að fara fram á frávísun málsins, að sögn Gríms Sigurðarsonar verjanda hans. Kjartan Bergur hafi þó að endingu viljað fara fram á að vera sýknaður, í eitt skipti fyrir öll. Kjartan Bergur er einn þriggja sem ákærður er í innherjasvikamáli Icelandair. Honum er gefið að sök að eiga hlutdeild í málinu fyrir að hafa þegið ráðgjöf um valréttarviðskipti sem byggði á innherjaupplýsingum sem Kjartan Jónsson útvegaði Kristjáni Georg Jósteinssyni. „Hann er því ekki ákærður fyrir viðskipti sem hann átti í, heldur hlutdeild í meintri ráðleggingu Kristjáns,“ sagði verjandi Kjartans Bergs og bætti við að skjólstæðingur sinn hafi í raun aldrei áttað sig á því sem hann var sagður sekur um. Svo undarleg þætti honum ákæran. „Sekt hans blasir alls ekki við.“ Fram kom í málflutningi saksóknara að Kjartan Bergur hefði átt í samskiptum við Kristján Georg í gegnum samskiptaforritið Viber þar sem hann kallaði sig „Kjarra Sambo“. Kjartan þekkir vel til í sælgætisbransanum þar sem hann hefur meðfram hótelrekstri starfað hjá Kólus sem framleiðir sælgæti meðal annars undir vörumerkinu Sambó. Er Kjartan stundum kallaður Lakkrísprinsinn eða Kjarri Kólus. Grímur lagði ríka áherslu á að Kjartan Bergur væri enginn aukvisi í fjármálum. Þvert á móti ætti hann tvö fyrirtæki sem rækju sitthvort hótelið og ætti tvær íbúðir sem á hvíldu engin veð. Þess vegna hafi ákvörðun hans um að næla sér í valréttarsamning með bréf í Icelandair verið algjörlega að hans frumkvæði. Þó væri rétt, eins og fram kom í skýrslum þeirra beggja, að þeir Kristján Georg og Kjartan Bergur hafi rætt um sambærilegan samning þess fyrrnefnda, sem Kristján Georg lýsti sem „góðu veðmáli.“ Hins vegar hafi Kjartan Bergur ekki byggt ákvörðun sína á ráðleggingum Kristjáns, heldur á þeirri stöðu sem komin var upp í þjóðarbúinu. Hann hefði fundið það hvernig styrkur krónunnar bitnaði á hótelrekstri sínum og áætlaði því að fleiri í ferðamannaiðnaðinum, eins og Icelandair, væru að eiga í sama vanda. Það hafi verið ástæðan fyrir því að hann tók áhættuna og gerði samning sem fól í sér hagnað ef hlutabréfaverð í Icelandair myndi lækka. Þannig mótmælti Grímur því sem fram kom í máli saksóknara, að það væri ótrúverðugt að Kjartan Bergur væri líklegur til að taka áhættu. Þvert á móti hefði þessi tiltekni samningur verið með mjög afmarkaða áhættu. Kjartan Bergur væri áhættusækinn, maður sem stekkur á góð viðskiptatækifæri „Menn sem taka áhættur eru þeir sem gera svona samninga.“ Það væri því ekki ótrúlegt að hann hafi ráðist í gerð þessa samnings, eins og ákæruvaldið hélt fram. Þess vegna væri fjarstæðukennt af saksóknara að láta það hljóma eins og Kjartan Bergur hafi verið viljalaust verkfæri í höndum Kristjáns Georgs – þegar hin meinta ráðlegging yfir hádegismatnum á að hafa átt sér stað. „Hann lét það hljóma eins og hann hefði verið leikskólabarn í taumi,“ sagði Grímur. Það væri hins vegar alrangt, Kjartan Bergur hefði verið lengi í rekstri og vissi sitt hvað um fjármál. Það að hann hafi tekið mynd af innihaldi valréttarsamnings Kristjáns Georgs, sem hann sýndi svo verðbréfamiðlaranum sem aðstoðaði hann við gerð eigin samnings, væri aðeins til marks um það að hann hafi viljað gera samninginn „eftir kúnstarinnar reglum.“ Að sama skapi mótmælti Grímur því að Kjartan Bergur hafi vitað um störf nafna síns, Kjartans Jónssonar, fyrir Icelandair – hvað þá hvaða stöðu hann gegndi innan fyrirtækisins. Uppi er vafi um hvort það hafi borið á góma í margumtalaðri ferð þeirra á bardagakvöld í Dublin í lok árs 2016. „Það var aldrei sannað að hann hafi vitað þetta,“ sagði Grímur. Að endingu minnti Grímur á að framburður Kjartans Bergs hefði verið eins, allt frá upphafi, auk þess sem öll hans framkoma hefði einkennst af einskærri kurteisi. Að þessu sögðu taldi Grímur að það eina rétta í stöðunni væri að sýkna Kjartan og láta ríkissjóð greiða allan málskostnað.
Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Innherjasvik í Icelandair: Minnti á að reynsluboltinn í kampavínsklúbbsrekstri væri fjölskyldumaður Reimar Snæfell Pétursson fer fram á sýknudóm yfir Kristjáni Georgi Jósteinssyni. 24. janúar 2019 14:34 Innherjasvik í Icelandair: „Ef það lítur út eins og önd...“ Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á óbeinni sönnun, sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, eins og Finnur komst að orði. 24. janúar 2019 11:32 „Áður en öndin talar eða gengur þá verður að finna öndina“ Jónas Friðrik Jónsson, verjandi Kjartans Jónssonar, segir að ákæruvaldinu hafi mistekist að renna stoðum undir nokkur lykilatriði, sem þyrftu að vera til staðar svo að hægt sé að sakfella skjólstæðing sinn. 24. janúar 2019 13:34 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Innherjasvik í Icelandair: Minnti á að reynsluboltinn í kampavínsklúbbsrekstri væri fjölskyldumaður Reimar Snæfell Pétursson fer fram á sýknudóm yfir Kristjáni Georgi Jósteinssyni. 24. janúar 2019 14:34
Innherjasvik í Icelandair: „Ef það lítur út eins og önd...“ Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á óbeinni sönnun, sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, eins og Finnur komst að orði. 24. janúar 2019 11:32
„Áður en öndin talar eða gengur þá verður að finna öndina“ Jónas Friðrik Jónsson, verjandi Kjartans Jónssonar, segir að ákæruvaldinu hafi mistekist að renna stoðum undir nokkur lykilatriði, sem þyrftu að vera til staðar svo að hægt sé að sakfella skjólstæðing sinn. 24. janúar 2019 13:34