Reikningur þriggja ára dótturinnar tæmdur vegna „mannlegra mistaka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 12:31 Solveig Rut og Björgvin Örn, foreldrar þriggja ára eiganda reikningsins. Mynd/Aðsend Átján ára drengur setti sig í samband við Solveigu Ruth Sigurðardóttur í fyrradag og tjáði henni að þriggja ára dóttir hennar hefði millifært hundrað þúsund krónur á reikning hans. Þetta kom Solveigu vitanlega mjög á óvart en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að reikningi dótturinnar hafði verið lokað fyrir mistök. Viðskiptabanki mæðgnanna, Íslandsbanki, harmar mistökin. Solveig greindi frá málinu á Facebook í gær en færslan hefur vakið mikla athygli. Solveig segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki tekið eftir neinu fyrr en ungi maðurinn hringdi, enda kíki hún tiltölulega sjaldan inn á reikning dótturinnar. „En svo fengum við símtal frá ungum strák sem segist hafa fengið millifærslu frá dóttur okkar og honum fyndist það eitthvað skrýtið, því hann hafi tekið eftir því að hún væri ekki nema þriggja ára gömul. Við þekkjum hann ekki neitt og hann er bara ótrúlega heiðarlegur að hafa hringt í okkur,“ segir Solveig, og færir drengnum bestu þakkir fyrir að hafa haft samband vegna málsins. „Við hefðum kannski annars ekki komist að þessu fyrr en næst þegar ég ætlaði að leggja inn á hana. Og ég veit ekkert hvort þetta gerðist þennan sama dag eða hvort það var liðin vika eða tvær, ég hef ekki hugmynd.“Óþægilegt að vita til þess að hægt sé að eyða reikningi Eftir ábendinguna frá drengnum kíkti Solveig inn á heimabankann og sá að þar var ekkert lengur í nafni dóttur hennar. Hún hringdi svo í bankann í gærmorgun og spurðist fyrir um málið. Starfsmaðurinn sem svaraði henni fann engan reikning undir kennitölu dótturinnar. „Ég gaf henni kennitöluna hjá stráknum sem hringdi í okkur og þá gátu þau staðfest að það var vissulega komin millifærsla frá dóttur minni, þó að reikningurinn hennar væri ekki lengur til. Þau voru rosa fljót að leysa þetta, ég held það hafi verið hringt í mig hálftíma seinna, og þá voru peningarnir komnir aftur á sinn stað.“ „Þetta var óþægilegt að vita, að það sé hægt að eyða óvart út reikningi, af því að ég hef til dæmis ekki aðgang að því að tæma hann núna. Hann er læstur.“ Solveig segist hafa fengið þær skýringar frá bankanum í gær að um hefði verið að ræða mannleg mistök. Það var þó ekki útskýrt frekar fyrir henni fyrr en upplýsingafulltrúi Íslandsbanka hafði samband við hana í gær. Þá hyggst Solveig leita enn frekari skýringa frá bankanum í dag.Sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi Ekki náðist í Eddu Hermannsdóttur upplýsingafulltrúa Íslandsbanka við vinnslu þessarar fréttar. Hún útskýrði málið í samtali við Fréttablaðið í morgun og sagði að um hefði verið að ræða „röð mannlegra mistaka“. Fréttablaðið hefur eftir Eddu að dóttir Solveigar og drengurinn hafi verið með sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi. Reikningi dótturinnar hafi óvart verið lokað í stað reikningsins hjá drengnum þegar vitlaust útibúsnúmer var stimplað inn. Þá ítrekaði hún að þó að reikningi sé eytt þá sé enn aðgengileg viðskiptasaga hjá bankanum, sem starfsmaðurinn sem Solveig ræddi fyrst við virðist ekki hafa fundið. Mjög óvenjulegt sé að svona nokkuð gerist í bankanum og harmar hann mistökin. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Átján ára drengur setti sig í samband við Solveigu Ruth Sigurðardóttur í fyrradag og tjáði henni að þriggja ára dóttir hennar hefði millifært hundrað þúsund krónur á reikning hans. Þetta kom Solveigu vitanlega mjög á óvart en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að reikningi dótturinnar hafði verið lokað fyrir mistök. Viðskiptabanki mæðgnanna, Íslandsbanki, harmar mistökin. Solveig greindi frá málinu á Facebook í gær en færslan hefur vakið mikla athygli. Solveig segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki tekið eftir neinu fyrr en ungi maðurinn hringdi, enda kíki hún tiltölulega sjaldan inn á reikning dótturinnar. „En svo fengum við símtal frá ungum strák sem segist hafa fengið millifærslu frá dóttur okkar og honum fyndist það eitthvað skrýtið, því hann hafi tekið eftir því að hún væri ekki nema þriggja ára gömul. Við þekkjum hann ekki neitt og hann er bara ótrúlega heiðarlegur að hafa hringt í okkur,“ segir Solveig, og færir drengnum bestu þakkir fyrir að hafa haft samband vegna málsins. „Við hefðum kannski annars ekki komist að þessu fyrr en næst þegar ég ætlaði að leggja inn á hana. Og ég veit ekkert hvort þetta gerðist þennan sama dag eða hvort það var liðin vika eða tvær, ég hef ekki hugmynd.“Óþægilegt að vita til þess að hægt sé að eyða reikningi Eftir ábendinguna frá drengnum kíkti Solveig inn á heimabankann og sá að þar var ekkert lengur í nafni dóttur hennar. Hún hringdi svo í bankann í gærmorgun og spurðist fyrir um málið. Starfsmaðurinn sem svaraði henni fann engan reikning undir kennitölu dótturinnar. „Ég gaf henni kennitöluna hjá stráknum sem hringdi í okkur og þá gátu þau staðfest að það var vissulega komin millifærsla frá dóttur minni, þó að reikningurinn hennar væri ekki lengur til. Þau voru rosa fljót að leysa þetta, ég held það hafi verið hringt í mig hálftíma seinna, og þá voru peningarnir komnir aftur á sinn stað.“ „Þetta var óþægilegt að vita, að það sé hægt að eyða óvart út reikningi, af því að ég hef til dæmis ekki aðgang að því að tæma hann núna. Hann er læstur.“ Solveig segist hafa fengið þær skýringar frá bankanum í gær að um hefði verið að ræða mannleg mistök. Það var þó ekki útskýrt frekar fyrir henni fyrr en upplýsingafulltrúi Íslandsbanka hafði samband við hana í gær. Þá hyggst Solveig leita enn frekari skýringa frá bankanum í dag.Sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi Ekki náðist í Eddu Hermannsdóttur upplýsingafulltrúa Íslandsbanka við vinnslu þessarar fréttar. Hún útskýrði málið í samtali við Fréttablaðið í morgun og sagði að um hefði verið að ræða „röð mannlegra mistaka“. Fréttablaðið hefur eftir Eddu að dóttir Solveigar og drengurinn hafi verið með sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi. Reikningi dótturinnar hafi óvart verið lokað í stað reikningsins hjá drengnum þegar vitlaust útibúsnúmer var stimplað inn. Þá ítrekaði hún að þó að reikningi sé eytt þá sé enn aðgengileg viðskiptasaga hjá bankanum, sem starfsmaðurinn sem Solveig ræddi fyrst við virðist ekki hafa fundið. Mjög óvenjulegt sé að svona nokkuð gerist í bankanum og harmar hann mistökin.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira