Segir það eina rétta að breyta klukkunni Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2019 12:30 Erla Björnsdóttir var sjálf í starfshópnum um seinkun klukkunnar. Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær var farið yfir svefnvenjur Íslendinga, hvort seinka eigi klukkunni hér á landi og hversu mikill kostnaður sé fólginn í vandamálum sem tengjast svefni. Mikið hefur verið rætt um hvort seinka eigi klukkunni hér á landi það sem af er ári. Á vef forsætisráðuneytisins geta landsmenn lagt sín lóð á vogaskálarnar og sent sína skoðun inn í samráðsgátt svokallaða fram í marsmánuð. Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði af sér niðurstöðum í fyrra, þar sem farið var yfir nýjustu rannsóknir um svefn og heilsufarsvandamál er tengjast of stuttum svefni. Erla Björnsdóttir er ein þeirra sem var í starfshópnum, en hún er nýdoktor við háskóla Reykjavíkur og stjórnarformaður fyrirtækisins Betri Svefn, sem hún stofnaði á sínum tíma. „Mér finnst alveg tvímælalaust að við eigum að seinka klukkunni og miða við hnattræna stöðu landsins. Ég held að það yrði til mikilla hagsbóta Íslendinga, að okkar líkamsklukka sé í réttum takti. Ég sat sjálf í þessum stýrihóp sem skilaði skýrslu til Heilbrigðisráðuneytisins um þetta efni og kynntum okkur málið mjög vel. Við skoðuðum rannsóknir á svefnvenjum og líkamsklukkunni og líðan út frá þessum breytingum. Við teljum að það væri mjög gott og jákvætt skref að breyta klukkunni og það eina rétta.“Morgunbirtan sú mikilvægasta Hver finnst þér sterkustu rökin með því að breyta klukkunni? „Það er að við séum í takti við okkar innri klukku. Að við séum á réttum tíma. Ég skil ekki rökin fyrir því að við ættum að fylgja röngum tíma. Þetta var auðvitað ákveðið árið 1968 og það hefur auðvitað margt breyst síðan þá. Þá voru rökin frekar varðandi tímamismuninn við Evrópu í tengslum við alþjóðlega viðskipti. Nú er tæknin orðin mikið meiri og við vissum þarna miklu minna um mikilvægi líkamsklukkunnar.“ Erla segir að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að fá birtu snemma dags og dimmt sé á kvöldin. „Morgunbirtan er svona mikilvægasta stilling líkamsklukkunnar til að stilla sig eftir og hefur það með hormóninn melatónín að gera. Það sem gerist þegar við erum ekki að fá morgunbirtuna er að við förum að seinka líkamsklukkunni. Við förum að fara seinna að sofa á kvöldin. Það er akkúrat það sem við sjáum um svefnvenjur Íslendinga, að við erum að fara um klukkustund seinna að sofa en aðrir Evrópubúar. Það er svolítið áhyggjuefni, sérstaklega varðandi unglingana.“ Rætt var við fleiri sérfræðinga í innslaginu sem sjá má hér að neðan. Tengdar fréttir „Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. 17. janúar 2019 18:10 Færum myrkrið frá morgni til kvölds Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. 15. janúar 2019 11:00 Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59 Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleiri fréttir Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Sjá meira
Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær var farið yfir svefnvenjur Íslendinga, hvort seinka eigi klukkunni hér á landi og hversu mikill kostnaður sé fólginn í vandamálum sem tengjast svefni. Mikið hefur verið rætt um hvort seinka eigi klukkunni hér á landi það sem af er ári. Á vef forsætisráðuneytisins geta landsmenn lagt sín lóð á vogaskálarnar og sent sína skoðun inn í samráðsgátt svokallaða fram í marsmánuð. Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði af sér niðurstöðum í fyrra, þar sem farið var yfir nýjustu rannsóknir um svefn og heilsufarsvandamál er tengjast of stuttum svefni. Erla Björnsdóttir er ein þeirra sem var í starfshópnum, en hún er nýdoktor við háskóla Reykjavíkur og stjórnarformaður fyrirtækisins Betri Svefn, sem hún stofnaði á sínum tíma. „Mér finnst alveg tvímælalaust að við eigum að seinka klukkunni og miða við hnattræna stöðu landsins. Ég held að það yrði til mikilla hagsbóta Íslendinga, að okkar líkamsklukka sé í réttum takti. Ég sat sjálf í þessum stýrihóp sem skilaði skýrslu til Heilbrigðisráðuneytisins um þetta efni og kynntum okkur málið mjög vel. Við skoðuðum rannsóknir á svefnvenjum og líkamsklukkunni og líðan út frá þessum breytingum. Við teljum að það væri mjög gott og jákvætt skref að breyta klukkunni og það eina rétta.“Morgunbirtan sú mikilvægasta Hver finnst þér sterkustu rökin með því að breyta klukkunni? „Það er að við séum í takti við okkar innri klukku. Að við séum á réttum tíma. Ég skil ekki rökin fyrir því að við ættum að fylgja röngum tíma. Þetta var auðvitað ákveðið árið 1968 og það hefur auðvitað margt breyst síðan þá. Þá voru rökin frekar varðandi tímamismuninn við Evrópu í tengslum við alþjóðlega viðskipti. Nú er tæknin orðin mikið meiri og við vissum þarna miklu minna um mikilvægi líkamsklukkunnar.“ Erla segir að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að fá birtu snemma dags og dimmt sé á kvöldin. „Morgunbirtan er svona mikilvægasta stilling líkamsklukkunnar til að stilla sig eftir og hefur það með hormóninn melatónín að gera. Það sem gerist þegar við erum ekki að fá morgunbirtuna er að við förum að seinka líkamsklukkunni. Við förum að fara seinna að sofa á kvöldin. Það er akkúrat það sem við sjáum um svefnvenjur Íslendinga, að við erum að fara um klukkustund seinna að sofa en aðrir Evrópubúar. Það er svolítið áhyggjuefni, sérstaklega varðandi unglingana.“ Rætt var við fleiri sérfræðinga í innslaginu sem sjá má hér að neðan.
Tengdar fréttir „Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. 17. janúar 2019 18:10 Færum myrkrið frá morgni til kvölds Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. 15. janúar 2019 11:00 Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59 Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleiri fréttir Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Sjá meira
„Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. 17. janúar 2019 18:10
Færum myrkrið frá morgni til kvölds Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. 15. janúar 2019 11:00
Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59
Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00