Seðlabankinn á átta verk eftir Rósu Ingólfs Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2019 08:13 Seðlabankinn á verk eftir marga af helstu meisturum íslenska málverksins. Bókfært virði skráð 100 milljónir sem er vitaskuld langt undir ætluðu markaðsvirði. Hér er eitt verka bankans, eitt sex verka Gunnlaugs Blöndal, sem flest bendir til að hafi verið annað þeirra sem bankinn tók niður sem frægt er orðið. Listaverkaeign Seðlabankans er sannarlega tilkomumikil og gaman fyrir áhugafólk um listasöguna að glugga í listann yfir verkin. Bankinn á verk eftir flesta helstu meistara íslenska málverksins svo sem Kjarval, Ásmund Sveinsson, Kristínu Jónsdóttur, Gunnlaug Scheving, Finn Jónsson, Jón Stefánsson, Ásgerði Búadóttur, Hring og Svavar Guðnason, Júlíönu Sveinsdóttur og Louisa Matthíasdóttur. Svo nokkur nöfn gömlu meistaranna séu nefnd úr þessum hópi auk fjölda nútímalistamanna eins og Ragnars Kjartanssonar og Huldu Hákon. Seðlabankinn á meira að segja verk eftir Öldu Lóu Leifsdóttur sem er eiginkona sósíalistaforingjans Gunnars Smára Egilssonar. Og, eins og fram hefur komið, sex verk eftir Gunnlaug Blöndal en tvö þeirra hafa heldur betur komið listaverkaeign bankans á kortið eftir að upplýstist að bankinn hafi, meðal annars að teknu tilliti til ráðleggingar frá Jafnréttisstofu, tekið tvö þeirra niður. Sá ráðstöfun hefur komið mörgum í opna skjöldu enda Gunnlaugur eftirlæti hinnar íslensku borgarastéttar um áratugaskeið. Verk eftir hann sem eru í eigu Seðlabankans bera titlana: Kona heita þrjú þeirra og væntanlega tvö þeirra sem hefur komið einhverjum starfsmönnum bankans úr jafnvægi því varla eru það verkin „Burstabær – fólk og hestar“, „Bátur – Snæfellsjökull“ eða „Siglufjörður“.Óðurinn til krónunnar eftir Rósu Þá hefur einhver bankamaður verið svo forsjáll að tryggja bankanum átta verk, eða grafíkseríu, eftir Rósu Ingólfsdóttur, sem er líklega þekktasta sjónvarpsþula landsins fyrr og síðar. Rósa hefur reyndar haldið fram þeirri umdeildu skoðun að karlmenn eigi að stjórna, en sú skoðun hennar olli nokkru uppnámi í samfélaginu. Kannski hefur titill verksins höfðað sérstaklega til bankamannsins. Í tölublaði Dags frá 1. ágúst 1989 er fjallað um sýninguna:Rósa við grafíkverk sitt sem heitir Óðurinn til krónunnar, en það er hluti listaverkasafns Seðlabankans.„Sem fyrr segir eru á sýningunni 36 sjónvarpsgrafíkverk. Um er að ræða þrjár seríur og allt eru þetta verk sem birst hafa á skjánum. í fyrsta lagi er verkið „Óðurinn til krónunnar" en það var notað í innlendum fréttaþáttum um efnahagsmál. í öðru lagi er um að ræða verkið „það er leið út" en það var notað í samnefndum þætti um geðvernd. Loks er um að ræða myndröðina „konur í íslensku ljóðlífi".Vel gengið um safnið Vísir ræddi við Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóra Seðlabankans, en hann vill ekki greina nánar frá því hvaða verk Gunnlaugs Blöndals sem eru svo umdeild, enda stendur til að sýna þau sérstaklega á Safnanótt 8. febrúar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á þingi í vikunni að hún teldi ástæðulaust að óttast að ekki væri í færum Seðlabankans að annast þessi verk. Og líklega er það laukrétt hjá forsætisráðherranum.Stefán Jóhann stendur hér við eitt af meistaraverkum bankans.visir/valli„Við höfum haft samráð við arkitekta, einkum þegar verið var að taka húsnæðið í notkun árið 1987, og svo listfræðinga og sérfróða á því sviði við kaup á listaverkum. Svo erum við með safnvörð sem er þó aðallega með myntsafnið. Að öðru leyti hefur rekstrarsviðið haft meginumsjón með verkunum, séð um yfirlit yfir í hvaða herbergjum og á hvaða veggjum þeim er komið fyrir,“ segir Stefán Jóhann.Safnið að stofni til frá gamla Landsbankanum Hann útskýrir jafnframt að talsverðan hluta af verkanna hafi Seðlabankinn fengið þegar hann „skildi“ við Landsbankann. „Seðlabankinn var stofnaður 1961. Frá 1957 var Landsbankanum skipt í tvo hluta, seðlabankahluta og viðskiptabankahluta. Áður var seðlabankadeildin hluti Landsbankans. Við vorum til húsa með Landsbankanum til 1987, þannig að nokkur hluti af verkunum þegar flutt var í húsnæði Seðlabankans kom úr hinu sameiginlega húsnæði með Landsbankanum. Keypt voru verk áfram en síðustu ár hefur það verið talsvert minna og nokkur ár ekki neitt. Einhver samvinna hefur verið við söfn varðandi sýningu á verkum og fleira slíkt hefur komið til tals.“Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við eitt af ómetanlegum verkum bankans: Gunnlaugur Scheving er ekki líklegur til að koma raski á sálarlíf nokkurs manns.fbl/stefánMálið hefur verið mjög til umræðu í samfélaginu og meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið er Gísli Gunnarsson prófessor emeritus, en það gerir hann á vegg sagnfræðingsins Stefáns Pálssonar sem viðrar þá „óvinsælu“ skoðun að honum finnist það ekkert sérstaklega mikið hneyksli að stór stofnun eins og Seðlabankinn hafi eignast að meðaltali 5-6 málverk frá stofnun sinni. „Mörg þessi málverk voru hluti gjafar sem einn af fyrstu bankastjórum Seðlabankans, Jón Maríusson, lét Seðlabankann fá sem arf eftir sig. Í þeim arfi var einnig stór íbúð við Ægissíðu,“ segir Gísli sem virðist þekkja vel til þess máls: „Jón var maður ókvæntur alla ævi og barnlaus og gaf allar eigur sínar bankanum eftir sinn dag.“Bókfært mat í reikningum 100 milljónir króna Erfitt er að meta safnið, þarna er um ómetanleg listaverk að ræða. „Málverkaeignin hefur verið bókfærð í reikningum Seðlabankans en það mat er sjálfsagt ekki það sama og markaðsvirði eða tæplega 100 milljónir króna. Það er hluti af bókfærðum eignum í söfnum bankans sem er ríflega tvöföld sú fjárhæð. Hluti þess er myntsafn bankans,“ segir Stefán Jóhann. Ljóst er að það hlýtur að teljast varlega áætlað að teknu tilliti til markaðsverðs en um er að ræða 320 verk.Viðar Víkingsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir í hlutverkum sínum í Opinberun Hannesar en Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri greindi óvænt frá því í vikunni að verk Blöndals léki rullu í mynd sinni.Líklega eru fæstir sem átta sig á því hversu stórt hlutverk fjármálastofnanir hafa leikið í því bæði að halda utan um listasöguna og vera stuðningsaðilar hennar með kaupum á verkum eftir íslenska myndlistarmenn í gegnum tíðina. En, listinn yfir verkin í heild sinni fer hér á eftir.Listaverk í eigu Seðlabankans Nafn Heiti Alda Lóa Leifsdóttir Odoo Anna G. Torfadóttir [Afstrakt] Anna G. Torfadóttir „Til Serra“ Anna Guðrún Líndal Leikur Anna Guðrún Líndal Foss á Síðu Anna Sigríður Sigurjónsdóttir „Fræ“ Antonio Hervaz Amescua Losti Arnesen, Vilhelm Reykjavík Arngunnur Ýr Gylfadóttir „Himinn nr. 12“ Arngunnur Ýr Gylfadóttir „Himinn nr. 24“ Atli Már Árnason Græn rökkvuð heiði Atli Már Árnason Tveggja tal Árni Rúnar Sverrisson [Afstrakt] Ásgerður Búadóttir Dögun Ásgrímur Jónsson [Landslag] Ásgrímur Jónsson [Þingvellir] Ásgrímur Jónsson „Öxarárfoss“ Ásmundur Sveinsson [Kona] Ásmundur Sveinsson [Galdrakarl] Ásmundur Sveinsson Ásmundur Sveinsson Móðir mín í kví kví Baltasar B. Samper Jón G. Maríasson Baltasar B. Samper Vilhjálmur Þór Baltasar B. Samper Svanbjörn Frímannsson Barbara Árnason [Landslag] Benedikt Gunnarsson [Þingvellir] Bergljót Kjartansdóttir „Hamadan“ Birgir Andrésson „Tindar í Öxnadal“ Björg Atla Álfakirkja Björg Þorsteinsdóttir Í ljósaskiptunum I Björg Þorsteinsdóttir Í ljósaskiptunum III Björn Birnir Jörð Bragi Ásgeirsson Tímaskil Bragi Ásgeirsson [Blátt andlit] Bragi Ásgeirsson Hún Bragi Hannesson Á Holtavörðuheiði Bryndís Bolladóttir KULA hljóðinnsetning Brynjólfur Þórðarson [Almannagjá] Daði Guðbjörnsson Gullgjörningur Edda Guðmundsdóttir [Blóm í könnu] Edda Jónsdóttir Vetur Eggert Guðmundsson [„Sænska“ séð yfir Arnarhól] Einar G. Baldvinsson [Á sjó - sjómenn] Einar Hákonarson Birgir Ísleifur Gunnarsson Einar Hákonarson Jón Sigurðsson Einar Hákonarson „Að vestan“ Einar Hákonarson Ævintýrabátur Eiríkur Smith Haustfjöll Eiríkur Smith Guðmundur Hjartarson Eiríkur Smith Holt Eiríkur Smith Vetur í Esjunni Eiríkur Smith Éljasorti Eiríkur Smith Tómas Árnason Eiríkur Smith Geir Hallgrímsson Eiríkur Smith Jóhannes Nordal Elías B. Halldórsson Á miðum Elías B. Halldórsson Í veröld, sem var Elías B. Halldórsson Grásleppuvor Elías B. Halldórsson Þingfundur Elías B. Halldórsson Leysing Elías B. Halldórsson Vorvindar Erla Björk Axelsdóttir Vífilsfell Erla Þórarinsdóttir „Las Manos“ Erlingur Jónsson Stjáni blái Ernst, Werner Skógur Ernst, Werner Jón G. Maríasson f 1898 Ernst, Werner Jón G. Maríasson ERRÓ Samira Eva Benjamínsdóttir Óskin Eva Benjamínsdóttir Björg Eyjólfur Einarsson Nótt Finnur Jónsson [Þingvellir] Finnur Jónsson [Landslag] Finnur Jónsson Bátur á strönd Georg Guðni Hauksson Eiríksjökull Gísli Sigurðsson [Huldufólk] Gísli Sigurðsson Jörvagleði Gísli Sigurðsson Komið hausthljóð í vindinn Gréta Mjöll Bjarnadóttir Og sú gullna Guðbergur Auðunsson Ingólfshöfði Guðjón Bjarnason Non Caryatid Grata (Andsúlur) Guðmunda Andrésdóttir Myrkir dagar Guðmundur Björgvinsson Horft í kvikuna Guðmundur Einarsson Sölvhóll Guðmundur Karl Ásbjörnsson [Grindavík] Guðmundur Karl Ásbjörnsson Prestahnjúkur Guðrún H. Jónsdóttir Öðruvísi ávextir Guðrún H. Jónsdóttir Spakar hænur Gunnar Eiríkur Eiríksson [Seðlabankahús] Gunnar Örn Gunnarsson Skepnan Gunnlaugur Blöndal [Burstabær - fólk og hestar] Gunnlaugur Blöndal [Bátur - Snæfellsjökull] Gunnlaugur Blöndal [Kona] Gunnlaugur Blöndal [Siglufjörður] Gunnlaugur Blöndal [Kona] Gunnlaugur Blöndal [Kona] Gunnlaugur Scheving [Hús við sjó] Gunnlaugur Scheving [Blóm í könnu] Gunnlaugur Scheving Sildebåde Gunnlaugur Scheving [Kýr á beit] Gunnlaugur Scheving Heybandslest Gunnlaugur Scheving [Síld] Gunnlaugur Scheving [Síld á bretti] Gunnlaugur Scheving [Landslag] Gunnlaugur Scheving Konur að svíða hausa Gunnlaugur Scheving [Sjómaður á hákarlaveiðum] Halla Haraldsdóttir [Glerverk] Halldór Ásgeirsson [Afstrakt] Halldór Pétursson [Hannes Hafstein] Halldór Pétursson [Hallgrímur Pétursson] Halldór Pétursson [Sigurður Nordal] Halldór Pétursson [Halldór Laxnes] Halldór Pétursson [Matthías Jockumsson] Halldór Pétursson [Jón Sigurðsson] Halldór Pétursson [Jónas Hallgrímsson] Halldór Pétursson [Tryggvi Gunnarsson] Halldór Pétursson [Björn Gunnlaugsson] Haraldur Ingi Haraldsson „Kefli/strengur“ Haukur Clausen Steingrímur Hermannsson Heding, Erik [Búgarður] Helga Ármannsdóttir Hrund Helga Egilsdóttir Ljósaskipti Helgi Gíslason Jóhannes Nordal Helgi Þorgils Friðjónsson [Afstrakt] Hjörleifur Sigurðsson Keilir á Reykjanesi Hjörleifur Sigurðsson Kleifarvatnið - djúpt og blátt Hjörleifur Sigurðsson Frá Sylling í Lier Hjörleifur Sigurðsson Feikn Hjörleifur Sigurðsson Kjarnar Hringur Jóhannesson Vörðuð leið Hringur Jóhannesson Sólbrúnir baggar Hulda Halldórsdóttir [Afstrakt] Hulda Halldórsdóttir [Svanir] Hulda Hákon [Blá blóm] Húbert Nói Jóhannesson [Landslag] Hörður Ágústsson [Afstrakt] Ingválv av Reyni [Landslag] Jóhann Briem Brjánsbardagi Jóhann Briem [Kýr og kálfur á beit] Jóhann Briem [Teikningar við Eddukvæði] Jóhann G. Jóhannsson „Hughrif landslags IV“ Jóhanna Bogadóttir „Vor“ Jóhannes Jóhannesson Við gluggann Jóhannes Jóhannesson [Afstrakt] Jóhannes S. Kjarval [Þingvellir] Jóhannes S. Kjarval [Landslag] Jóhannes S. Kjarval [Karl og kona við sveitabæ] Jóhannes S. Kjarval [Atvinnuvegirnir/Morgun lífsins] Jóhannes S. Kjarval [Búrfellsárfoss] Jóhannes S. Kjarval [Þrjú andlit] Jóhannes S. Kjarval [Landslag] Jóhannes S. Kjarval [Blóm og andlit í vasa í landslagi] Jóhannes S. Kjarval [Sjálfsmynd] Jóhannes S. Kjarval Enn grjót Jóhannes S. Kjarval [Lómagnúpur] Jón Axel Björnsson [Maður og kona] Jón Gunnar Árnason Flaug Jón Hróbjartsson [Ísafjörður] Jón Stefánsson Potteplante röd Bagg. Jón Stefánsson Sommerdags Allinge Jón Stefánsson [Landslag] Jón Stefánsson [Hekla] Jón Stefánsson [Túlipanar í vasa] Jón Thor Gíslason Tvíburaglys Jón Þorleifsson [Þingvellir] Jónas Guðmundsson [Götumynd - Lækjargata] Jónas Guðmundsson [Fiskiskip] Júlíana Sveinsdóttir [Uppstilling] Jörundur Pálsson [Esjan] Karl Jóhann Jónsson Einstök padda Karl Kvaran [Afstrakt] Karl Kvaran Fáninn Karl Kvaran [Afstrakt] Karl Kvaran [Afstrakt - rautt, svart, blátt, hvítt] Karl Kvaran [Afstrakt - blátt, appelsínugult] Karl Kvaran [Afstrakt] Karl Kvaran [Afstrakt] Karl Kvaran „Hópsál bláfjólanna“ Kári Eiríksson Úthagi Kjartan Guðjónsson Þeir börðust lengi nætur - Kjartan Guðjónsson Gömlu hjónin og báturinn Kristbergur Pétursson [Afstrakt] Kristbergur Pétursson [Afstrakt] Kristinn Morthens [Þingvellir] Kristín J. Þorsteinsdóttir „Bón“ Kristín Jónsdóttir [Blóm í vasa] Kristín Jónsdóttir [Reynistaður, Skerjafirði] Kristín Þorkelsdóttir Ísfossar Mýrdalsjökuls 1994 Kristín Þorkelsdóttir „Esjan, Kistufell“ Kristján Davíðsson [Afstrakt] Kristján Davíðsson [Afstrakt] Leifur Breiðfjörð Stjörnublóm Listamaður óþekktur [Stúlka að lesa bók] Listamaður óþekktur [Danskur bóndabær] Louisa Matthíasdóttir Kindur Magdalena Margrét Kjartansdótti Teygja Magnús Jónsson [Landslag - Baula] Magnús Jónsson Kvöldstemmning við Ísafjörð í gamla Magnús Th. Magnússon Steinblóm Margrét Jónsdóttir „Landvættir“ Molander, Thv. [Landslag] Moser, Ch. [Skútur] Nína Sæmundsson [Blóm í vasa] Nína Sæmundsson Jón G. Maríasson Nína Sæmundsson [Trúður] Nína Sæmundsson „Fantasy of Taos“ Nína Sæmundsson „Shasta Daisies“ Olson-Arle/Gabbanelli Fredholm Spegling Ólafur Lárusson botterflyfly Ólöf Erla Bjarnadóttir Geisli Ólöf Erla Bjarnadóttir [Skál] Ólöf Pálsdóttir Ragna Ómar Skúlason [Afstrakt] Ómar Skúlason Tilbreyting á leiðinni okkar allra Pálmi Örn Guðmundsson Hugsuðurinn Pétur Gautur Svavarsson „Solo per Baritono“ Pétur Halldórsson Nýtt land Pétur Halldórsson Vatnsendi Ragnar Kjartansson Ýtt úr vör Ragnar Kjartansson [Landslag] Ragnar Kjartansson [Fé í fönn] Ragnheiður Jónsdóttir „Hátt blæs Heimdallr, horn er á lofti...“ Ragnheiður Jónsdóttir „Völuspá“ Sól tér sortna, sígr fold í Ragnhildur Stefánsdóttir Útrás Ragnhildur Stefánsdóttir Rof Ríkharður Jónsson Tryggvi Gunnarsson áttræður Ríkharður Valtingojer Jóhannss Ofan þoku I Ríkharður Valtingojer Jóhannss Ofan þoku II Ríkharður Valtingojer Jóhannss Ofan þoku III Ríkharður Valtingojer Jóhannss [grafík 1/10] Rósa Ingólfsdóttir Óðurinn til krónunnar Rósa Ingólfsdóttir Óðurinn til krónunnar Rósa Ingólfsdóttir Óðurinn til krónunnar Rósa Ingólfsdóttir Óðurinn til krónunnar Rósa Ingólfsdóttir Óðurinn til krónunnar Rósa Ingólfsdóttir Óðurinn til krónunnar Rósa Ingólfsdóttir Óðurinn til krónunnar Rósa Ingólfsdóttir Óðurinn til krónunnar Sigfús Halldórsson [Austurstræti] Sigfús Halldórsson [Austurstræti] Sigfús Halldórsson Lokastígur Sigfús Halldórsson Við Höfnina Sigfús Halldórsson Lækjargata Sigfús Halldórsson Slippurinn í Reykjavík Sigrún Sveinsdóttir „Jarlshettur á Kili“ Sigrún Sveinsdóttir „Gróðurvin“ Sigurdís Harpa Arnardóttir „Blár stóll“ Sigurður Guðmundsson „Birds“ Sigurður Magnússon „Maður og blá sól II“ Sigurður Sigurðsson Mýrdalssandur Sigurður Sigurðsson Davíð Ólafsson Sigurður Thoroddsen [Landslag] Sigurður Þórir Sigurðsson „Á óminnisakri“ Sigurður Þórir Sigurðsson Skáldamál Sigurður Örlygsson Neró Sigurjón Ólafsson Tveir bogar eða hanar Sigurjón Ólafsson [Sjómaður] Sigurjón Ólafsson Kona með blóm Sigurjón Ólafsson Ég bið að heilsa Sigurjón Ólafsson Þrenning Sigurþór Jakobsson Prima Vera Sigþrúður Pálsdóttir [Afstrakt] Sigþrúður Pálsdóttir „NÓTNA-BORGIR“ 1/7 Snorri Arinbjarnar Frá Kaupmannahöfn Snorri Arinbjarnar [Landslag] Snorri Arinbjarnar [Landslag] Snorri Arinbjarnar I byens udkant Snorri Arinbjarnar Eldhúsborðið Snorri Arinbjarnar Úr Þjórsárdal Sóley Eiríksdóttir „Hugsað um ást“ Sóley Eiríksdóttir „Instant náttura“ Sóley Eiríksdóttir „Sigling með flugu“ Sóley Eiríksdóttir „Flugulækur“ Steingrímur Sigurðsson New York Steingrímur Sigurðsson [Afstrakt] Steingrímur Sigurðsson „Skyldu bátar mínir róa í dag“ Steingrímur Sigurðsson [Blóm í vasa] Steinunn Svavarsdóttir [Fiskar] Steinunn Þórarinsdóttir Sjávarmál Stephen W. Lárus Stephen Eiríkur Guðnason Stephen W. Lárus Stephen Jón Sigurðsson Sundbye, Nina Fortuna Svanhildur Sigurðardóttir Sólin Svavar Guðnason [Fólk á bryggju] Sveinn Þórarinsson Hengillinn í Grafningi Sveinn Þórarinsson [Menn og hestar] Sveinn Þórarinsson [Landslag] Sveinn Þórarinsson [Landslag] Sveinn Þórarinsson Við Þingvallavatn Sveinn Þórarinsson Kvöld hjá Lágafelli (Esja) Sveinn Þórarinsson [Tindastóll og Sauðárkrókur] Tolli Nótt við Hvítinga Tolli Kvöld við Hvítinga Tolli Morgunn við Hvítinga Tolli Neptun - Drömmen Tolli Neptun - Tre fisk Tolli Neptun Tolli Fossinn Tolli Dalurinn Tolli Draumur Úlfur Ragnarsson „Öræfaglóð“ Valtýr Pétursson [Bátar í höfn, Seðlabankahús í baksýn] Veturliði Gunnarsson [Bátar í vík] Veturliði Gunnarsson [Afstrakt] Vignir Jóhannsson „Hjarta Íslands“ (gul) Vilhjálmur Bergsson Þrennt Vilhjálmur Einarsson „Frá Norðfirði“ Yngvi Örn Guðmundsson Vesturfarar Þorgerður Sigurðardóttir Cristus spes nostra Þorgerður Sigurðardóttir „Heilagur Marteinn frá Tours“ Þorri Hringsson Þrennskonar álegg Þorvaldur Skúlason [Skógur] Þorvaldur Skúlason [Hestar] Þorvaldur Skúlason Blæsevær Þorvaldur Skúlason „Komposition“ Þórarinn B. Þorláksson Det gamle Lovbjærg Þórarinn B. Þorláksson [Uppstilling] Þórarinn B. Þorláksson [Þingvellir] Þórður Hall „Jöklamynd IV“ Þórður Hall „Samröðun“ Þórður Hall „Jöklamynd II“ Þórður Hall „Jöklamynd I“ Þórunn Rán Jónsdóttir Peningastefnunefnd Örlygur Sigurðsson Sigtryggur Klemensson Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Blöndalsverkið í Opinberun Hannesar Málverk eftir Gunnlaug Blöndal eru heldur betur komin á dagskrá. 23. janúar 2019 09:40 Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Listaverkaeign Seðlabankans er sannarlega tilkomumikil og gaman fyrir áhugafólk um listasöguna að glugga í listann yfir verkin. Bankinn á verk eftir flesta helstu meistara íslenska málverksins svo sem Kjarval, Ásmund Sveinsson, Kristínu Jónsdóttur, Gunnlaug Scheving, Finn Jónsson, Jón Stefánsson, Ásgerði Búadóttur, Hring og Svavar Guðnason, Júlíönu Sveinsdóttur og Louisa Matthíasdóttur. Svo nokkur nöfn gömlu meistaranna séu nefnd úr þessum hópi auk fjölda nútímalistamanna eins og Ragnars Kjartanssonar og Huldu Hákon. Seðlabankinn á meira að segja verk eftir Öldu Lóu Leifsdóttur sem er eiginkona sósíalistaforingjans Gunnars Smára Egilssonar. Og, eins og fram hefur komið, sex verk eftir Gunnlaug Blöndal en tvö þeirra hafa heldur betur komið listaverkaeign bankans á kortið eftir að upplýstist að bankinn hafi, meðal annars að teknu tilliti til ráðleggingar frá Jafnréttisstofu, tekið tvö þeirra niður. Sá ráðstöfun hefur komið mörgum í opna skjöldu enda Gunnlaugur eftirlæti hinnar íslensku borgarastéttar um áratugaskeið. Verk eftir hann sem eru í eigu Seðlabankans bera titlana: Kona heita þrjú þeirra og væntanlega tvö þeirra sem hefur komið einhverjum starfsmönnum bankans úr jafnvægi því varla eru það verkin „Burstabær – fólk og hestar“, „Bátur – Snæfellsjökull“ eða „Siglufjörður“.Óðurinn til krónunnar eftir Rósu Þá hefur einhver bankamaður verið svo forsjáll að tryggja bankanum átta verk, eða grafíkseríu, eftir Rósu Ingólfsdóttur, sem er líklega þekktasta sjónvarpsþula landsins fyrr og síðar. Rósa hefur reyndar haldið fram þeirri umdeildu skoðun að karlmenn eigi að stjórna, en sú skoðun hennar olli nokkru uppnámi í samfélaginu. Kannski hefur titill verksins höfðað sérstaklega til bankamannsins. Í tölublaði Dags frá 1. ágúst 1989 er fjallað um sýninguna:Rósa við grafíkverk sitt sem heitir Óðurinn til krónunnar, en það er hluti listaverkasafns Seðlabankans.„Sem fyrr segir eru á sýningunni 36 sjónvarpsgrafíkverk. Um er að ræða þrjár seríur og allt eru þetta verk sem birst hafa á skjánum. í fyrsta lagi er verkið „Óðurinn til krónunnar" en það var notað í innlendum fréttaþáttum um efnahagsmál. í öðru lagi er um að ræða verkið „það er leið út" en það var notað í samnefndum þætti um geðvernd. Loks er um að ræða myndröðina „konur í íslensku ljóðlífi".Vel gengið um safnið Vísir ræddi við Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóra Seðlabankans, en hann vill ekki greina nánar frá því hvaða verk Gunnlaugs Blöndals sem eru svo umdeild, enda stendur til að sýna þau sérstaklega á Safnanótt 8. febrúar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á þingi í vikunni að hún teldi ástæðulaust að óttast að ekki væri í færum Seðlabankans að annast þessi verk. Og líklega er það laukrétt hjá forsætisráðherranum.Stefán Jóhann stendur hér við eitt af meistaraverkum bankans.visir/valli„Við höfum haft samráð við arkitekta, einkum þegar verið var að taka húsnæðið í notkun árið 1987, og svo listfræðinga og sérfróða á því sviði við kaup á listaverkum. Svo erum við með safnvörð sem er þó aðallega með myntsafnið. Að öðru leyti hefur rekstrarsviðið haft meginumsjón með verkunum, séð um yfirlit yfir í hvaða herbergjum og á hvaða veggjum þeim er komið fyrir,“ segir Stefán Jóhann.Safnið að stofni til frá gamla Landsbankanum Hann útskýrir jafnframt að talsverðan hluta af verkanna hafi Seðlabankinn fengið þegar hann „skildi“ við Landsbankann. „Seðlabankinn var stofnaður 1961. Frá 1957 var Landsbankanum skipt í tvo hluta, seðlabankahluta og viðskiptabankahluta. Áður var seðlabankadeildin hluti Landsbankans. Við vorum til húsa með Landsbankanum til 1987, þannig að nokkur hluti af verkunum þegar flutt var í húsnæði Seðlabankans kom úr hinu sameiginlega húsnæði með Landsbankanum. Keypt voru verk áfram en síðustu ár hefur það verið talsvert minna og nokkur ár ekki neitt. Einhver samvinna hefur verið við söfn varðandi sýningu á verkum og fleira slíkt hefur komið til tals.“Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við eitt af ómetanlegum verkum bankans: Gunnlaugur Scheving er ekki líklegur til að koma raski á sálarlíf nokkurs manns.fbl/stefánMálið hefur verið mjög til umræðu í samfélaginu og meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið er Gísli Gunnarsson prófessor emeritus, en það gerir hann á vegg sagnfræðingsins Stefáns Pálssonar sem viðrar þá „óvinsælu“ skoðun að honum finnist það ekkert sérstaklega mikið hneyksli að stór stofnun eins og Seðlabankinn hafi eignast að meðaltali 5-6 málverk frá stofnun sinni. „Mörg þessi málverk voru hluti gjafar sem einn af fyrstu bankastjórum Seðlabankans, Jón Maríusson, lét Seðlabankann fá sem arf eftir sig. Í þeim arfi var einnig stór íbúð við Ægissíðu,“ segir Gísli sem virðist þekkja vel til þess máls: „Jón var maður ókvæntur alla ævi og barnlaus og gaf allar eigur sínar bankanum eftir sinn dag.“Bókfært mat í reikningum 100 milljónir króna Erfitt er að meta safnið, þarna er um ómetanleg listaverk að ræða. „Málverkaeignin hefur verið bókfærð í reikningum Seðlabankans en það mat er sjálfsagt ekki það sama og markaðsvirði eða tæplega 100 milljónir króna. Það er hluti af bókfærðum eignum í söfnum bankans sem er ríflega tvöföld sú fjárhæð. Hluti þess er myntsafn bankans,“ segir Stefán Jóhann. Ljóst er að það hlýtur að teljast varlega áætlað að teknu tilliti til markaðsverðs en um er að ræða 320 verk.Viðar Víkingsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir í hlutverkum sínum í Opinberun Hannesar en Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri greindi óvænt frá því í vikunni að verk Blöndals léki rullu í mynd sinni.Líklega eru fæstir sem átta sig á því hversu stórt hlutverk fjármálastofnanir hafa leikið í því bæði að halda utan um listasöguna og vera stuðningsaðilar hennar með kaupum á verkum eftir íslenska myndlistarmenn í gegnum tíðina. En, listinn yfir verkin í heild sinni fer hér á eftir.Listaverk í eigu Seðlabankans Nafn Heiti Alda Lóa Leifsdóttir Odoo Anna G. Torfadóttir [Afstrakt] Anna G. Torfadóttir „Til Serra“ Anna Guðrún Líndal Leikur Anna Guðrún Líndal Foss á Síðu Anna Sigríður Sigurjónsdóttir „Fræ“ Antonio Hervaz Amescua Losti Arnesen, Vilhelm Reykjavík Arngunnur Ýr Gylfadóttir „Himinn nr. 12“ Arngunnur Ýr Gylfadóttir „Himinn nr. 24“ Atli Már Árnason Græn rökkvuð heiði Atli Már Árnason Tveggja tal Árni Rúnar Sverrisson [Afstrakt] Ásgerður Búadóttir Dögun Ásgrímur Jónsson [Landslag] Ásgrímur Jónsson [Þingvellir] Ásgrímur Jónsson „Öxarárfoss“ Ásmundur Sveinsson [Kona] Ásmundur Sveinsson [Galdrakarl] Ásmundur Sveinsson Ásmundur Sveinsson Móðir mín í kví kví Baltasar B. Samper Jón G. Maríasson Baltasar B. Samper Vilhjálmur Þór Baltasar B. Samper Svanbjörn Frímannsson Barbara Árnason [Landslag] Benedikt Gunnarsson [Þingvellir] Bergljót Kjartansdóttir „Hamadan“ Birgir Andrésson „Tindar í Öxnadal“ Björg Atla Álfakirkja Björg Þorsteinsdóttir Í ljósaskiptunum I Björg Þorsteinsdóttir Í ljósaskiptunum III Björn Birnir Jörð Bragi Ásgeirsson Tímaskil Bragi Ásgeirsson [Blátt andlit] Bragi Ásgeirsson Hún Bragi Hannesson Á Holtavörðuheiði Bryndís Bolladóttir KULA hljóðinnsetning Brynjólfur Þórðarson [Almannagjá] Daði Guðbjörnsson Gullgjörningur Edda Guðmundsdóttir [Blóm í könnu] Edda Jónsdóttir Vetur Eggert Guðmundsson [„Sænska“ séð yfir Arnarhól] Einar G. Baldvinsson [Á sjó - sjómenn] Einar Hákonarson Birgir Ísleifur Gunnarsson Einar Hákonarson Jón Sigurðsson Einar Hákonarson „Að vestan“ Einar Hákonarson Ævintýrabátur Eiríkur Smith Haustfjöll Eiríkur Smith Guðmundur Hjartarson Eiríkur Smith Holt Eiríkur Smith Vetur í Esjunni Eiríkur Smith Éljasorti Eiríkur Smith Tómas Árnason Eiríkur Smith Geir Hallgrímsson Eiríkur Smith Jóhannes Nordal Elías B. Halldórsson Á miðum Elías B. Halldórsson Í veröld, sem var Elías B. Halldórsson Grásleppuvor Elías B. Halldórsson Þingfundur Elías B. Halldórsson Leysing Elías B. Halldórsson Vorvindar Erla Björk Axelsdóttir Vífilsfell Erla Þórarinsdóttir „Las Manos“ Erlingur Jónsson Stjáni blái Ernst, Werner Skógur Ernst, Werner Jón G. Maríasson f 1898 Ernst, Werner Jón G. Maríasson ERRÓ Samira Eva Benjamínsdóttir Óskin Eva Benjamínsdóttir Björg Eyjólfur Einarsson Nótt Finnur Jónsson [Þingvellir] Finnur Jónsson [Landslag] Finnur Jónsson Bátur á strönd Georg Guðni Hauksson Eiríksjökull Gísli Sigurðsson [Huldufólk] Gísli Sigurðsson Jörvagleði Gísli Sigurðsson Komið hausthljóð í vindinn Gréta Mjöll Bjarnadóttir Og sú gullna Guðbergur Auðunsson Ingólfshöfði Guðjón Bjarnason Non Caryatid Grata (Andsúlur) Guðmunda Andrésdóttir Myrkir dagar Guðmundur Björgvinsson Horft í kvikuna Guðmundur Einarsson Sölvhóll Guðmundur Karl Ásbjörnsson [Grindavík] Guðmundur Karl Ásbjörnsson Prestahnjúkur Guðrún H. Jónsdóttir Öðruvísi ávextir Guðrún H. Jónsdóttir Spakar hænur Gunnar Eiríkur Eiríksson [Seðlabankahús] Gunnar Örn Gunnarsson Skepnan Gunnlaugur Blöndal [Burstabær - fólk og hestar] Gunnlaugur Blöndal [Bátur - Snæfellsjökull] Gunnlaugur Blöndal [Kona] Gunnlaugur Blöndal [Siglufjörður] Gunnlaugur Blöndal [Kona] Gunnlaugur Blöndal [Kona] Gunnlaugur Scheving [Hús við sjó] Gunnlaugur Scheving [Blóm í könnu] Gunnlaugur Scheving Sildebåde Gunnlaugur Scheving [Kýr á beit] Gunnlaugur Scheving Heybandslest Gunnlaugur Scheving [Síld] Gunnlaugur Scheving [Síld á bretti] Gunnlaugur Scheving [Landslag] Gunnlaugur Scheving Konur að svíða hausa Gunnlaugur Scheving [Sjómaður á hákarlaveiðum] Halla Haraldsdóttir [Glerverk] Halldór Ásgeirsson [Afstrakt] Halldór Pétursson [Hannes Hafstein] Halldór Pétursson [Hallgrímur Pétursson] Halldór Pétursson [Sigurður Nordal] Halldór Pétursson [Halldór Laxnes] Halldór Pétursson [Matthías Jockumsson] Halldór Pétursson [Jón Sigurðsson] Halldór Pétursson [Jónas Hallgrímsson] Halldór Pétursson [Tryggvi Gunnarsson] Halldór Pétursson [Björn Gunnlaugsson] Haraldur Ingi Haraldsson „Kefli/strengur“ Haukur Clausen Steingrímur Hermannsson Heding, Erik [Búgarður] Helga Ármannsdóttir Hrund Helga Egilsdóttir Ljósaskipti Helgi Gíslason Jóhannes Nordal Helgi Þorgils Friðjónsson [Afstrakt] Hjörleifur Sigurðsson Keilir á Reykjanesi Hjörleifur Sigurðsson Kleifarvatnið - djúpt og blátt Hjörleifur Sigurðsson Frá Sylling í Lier Hjörleifur Sigurðsson Feikn Hjörleifur Sigurðsson Kjarnar Hringur Jóhannesson Vörðuð leið Hringur Jóhannesson Sólbrúnir baggar Hulda Halldórsdóttir [Afstrakt] Hulda Halldórsdóttir [Svanir] Hulda Hákon [Blá blóm] Húbert Nói Jóhannesson [Landslag] Hörður Ágústsson [Afstrakt] Ingválv av Reyni [Landslag] Jóhann Briem Brjánsbardagi Jóhann Briem [Kýr og kálfur á beit] Jóhann Briem [Teikningar við Eddukvæði] Jóhann G. Jóhannsson „Hughrif landslags IV“ Jóhanna Bogadóttir „Vor“ Jóhannes Jóhannesson Við gluggann Jóhannes Jóhannesson [Afstrakt] Jóhannes S. Kjarval [Þingvellir] Jóhannes S. Kjarval [Landslag] Jóhannes S. Kjarval [Karl og kona við sveitabæ] Jóhannes S. Kjarval [Atvinnuvegirnir/Morgun lífsins] Jóhannes S. Kjarval [Búrfellsárfoss] Jóhannes S. Kjarval [Þrjú andlit] Jóhannes S. Kjarval [Landslag] Jóhannes S. Kjarval [Blóm og andlit í vasa í landslagi] Jóhannes S. Kjarval [Sjálfsmynd] Jóhannes S. Kjarval Enn grjót Jóhannes S. Kjarval [Lómagnúpur] Jón Axel Björnsson [Maður og kona] Jón Gunnar Árnason Flaug Jón Hróbjartsson [Ísafjörður] Jón Stefánsson Potteplante röd Bagg. Jón Stefánsson Sommerdags Allinge Jón Stefánsson [Landslag] Jón Stefánsson [Hekla] Jón Stefánsson [Túlipanar í vasa] Jón Thor Gíslason Tvíburaglys Jón Þorleifsson [Þingvellir] Jónas Guðmundsson [Götumynd - Lækjargata] Jónas Guðmundsson [Fiskiskip] Júlíana Sveinsdóttir [Uppstilling] Jörundur Pálsson [Esjan] Karl Jóhann Jónsson Einstök padda Karl Kvaran [Afstrakt] Karl Kvaran Fáninn Karl Kvaran [Afstrakt] Karl Kvaran [Afstrakt - rautt, svart, blátt, hvítt] Karl Kvaran [Afstrakt - blátt, appelsínugult] Karl Kvaran [Afstrakt] Karl Kvaran [Afstrakt] Karl Kvaran „Hópsál bláfjólanna“ Kári Eiríksson Úthagi Kjartan Guðjónsson Þeir börðust lengi nætur - Kjartan Guðjónsson Gömlu hjónin og báturinn Kristbergur Pétursson [Afstrakt] Kristbergur Pétursson [Afstrakt] Kristinn Morthens [Þingvellir] Kristín J. Þorsteinsdóttir „Bón“ Kristín Jónsdóttir [Blóm í vasa] Kristín Jónsdóttir [Reynistaður, Skerjafirði] Kristín Þorkelsdóttir Ísfossar Mýrdalsjökuls 1994 Kristín Þorkelsdóttir „Esjan, Kistufell“ Kristján Davíðsson [Afstrakt] Kristján Davíðsson [Afstrakt] Leifur Breiðfjörð Stjörnublóm Listamaður óþekktur [Stúlka að lesa bók] Listamaður óþekktur [Danskur bóndabær] Louisa Matthíasdóttir Kindur Magdalena Margrét Kjartansdótti Teygja Magnús Jónsson [Landslag - Baula] Magnús Jónsson Kvöldstemmning við Ísafjörð í gamla Magnús Th. Magnússon Steinblóm Margrét Jónsdóttir „Landvættir“ Molander, Thv. [Landslag] Moser, Ch. [Skútur] Nína Sæmundsson [Blóm í vasa] Nína Sæmundsson Jón G. Maríasson Nína Sæmundsson [Trúður] Nína Sæmundsson „Fantasy of Taos“ Nína Sæmundsson „Shasta Daisies“ Olson-Arle/Gabbanelli Fredholm Spegling Ólafur Lárusson botterflyfly Ólöf Erla Bjarnadóttir Geisli Ólöf Erla Bjarnadóttir [Skál] Ólöf Pálsdóttir Ragna Ómar Skúlason [Afstrakt] Ómar Skúlason Tilbreyting á leiðinni okkar allra Pálmi Örn Guðmundsson Hugsuðurinn Pétur Gautur Svavarsson „Solo per Baritono“ Pétur Halldórsson Nýtt land Pétur Halldórsson Vatnsendi Ragnar Kjartansson Ýtt úr vör Ragnar Kjartansson [Landslag] Ragnar Kjartansson [Fé í fönn] Ragnheiður Jónsdóttir „Hátt blæs Heimdallr, horn er á lofti...“ Ragnheiður Jónsdóttir „Völuspá“ Sól tér sortna, sígr fold í Ragnhildur Stefánsdóttir Útrás Ragnhildur Stefánsdóttir Rof Ríkharður Jónsson Tryggvi Gunnarsson áttræður Ríkharður Valtingojer Jóhannss Ofan þoku I Ríkharður Valtingojer Jóhannss Ofan þoku II Ríkharður Valtingojer Jóhannss Ofan þoku III Ríkharður Valtingojer Jóhannss [grafík 1/10] Rósa Ingólfsdóttir Óðurinn til krónunnar Rósa Ingólfsdóttir Óðurinn til krónunnar Rósa Ingólfsdóttir Óðurinn til krónunnar Rósa Ingólfsdóttir Óðurinn til krónunnar Rósa Ingólfsdóttir Óðurinn til krónunnar Rósa Ingólfsdóttir Óðurinn til krónunnar Rósa Ingólfsdóttir Óðurinn til krónunnar Rósa Ingólfsdóttir Óðurinn til krónunnar Sigfús Halldórsson [Austurstræti] Sigfús Halldórsson [Austurstræti] Sigfús Halldórsson Lokastígur Sigfús Halldórsson Við Höfnina Sigfús Halldórsson Lækjargata Sigfús Halldórsson Slippurinn í Reykjavík Sigrún Sveinsdóttir „Jarlshettur á Kili“ Sigrún Sveinsdóttir „Gróðurvin“ Sigurdís Harpa Arnardóttir „Blár stóll“ Sigurður Guðmundsson „Birds“ Sigurður Magnússon „Maður og blá sól II“ Sigurður Sigurðsson Mýrdalssandur Sigurður Sigurðsson Davíð Ólafsson Sigurður Thoroddsen [Landslag] Sigurður Þórir Sigurðsson „Á óminnisakri“ Sigurður Þórir Sigurðsson Skáldamál Sigurður Örlygsson Neró Sigurjón Ólafsson Tveir bogar eða hanar Sigurjón Ólafsson [Sjómaður] Sigurjón Ólafsson Kona með blóm Sigurjón Ólafsson Ég bið að heilsa Sigurjón Ólafsson Þrenning Sigurþór Jakobsson Prima Vera Sigþrúður Pálsdóttir [Afstrakt] Sigþrúður Pálsdóttir „NÓTNA-BORGIR“ 1/7 Snorri Arinbjarnar Frá Kaupmannahöfn Snorri Arinbjarnar [Landslag] Snorri Arinbjarnar [Landslag] Snorri Arinbjarnar I byens udkant Snorri Arinbjarnar Eldhúsborðið Snorri Arinbjarnar Úr Þjórsárdal Sóley Eiríksdóttir „Hugsað um ást“ Sóley Eiríksdóttir „Instant náttura“ Sóley Eiríksdóttir „Sigling með flugu“ Sóley Eiríksdóttir „Flugulækur“ Steingrímur Sigurðsson New York Steingrímur Sigurðsson [Afstrakt] Steingrímur Sigurðsson „Skyldu bátar mínir róa í dag“ Steingrímur Sigurðsson [Blóm í vasa] Steinunn Svavarsdóttir [Fiskar] Steinunn Þórarinsdóttir Sjávarmál Stephen W. Lárus Stephen Eiríkur Guðnason Stephen W. Lárus Stephen Jón Sigurðsson Sundbye, Nina Fortuna Svanhildur Sigurðardóttir Sólin Svavar Guðnason [Fólk á bryggju] Sveinn Þórarinsson Hengillinn í Grafningi Sveinn Þórarinsson [Menn og hestar] Sveinn Þórarinsson [Landslag] Sveinn Þórarinsson [Landslag] Sveinn Þórarinsson Við Þingvallavatn Sveinn Þórarinsson Kvöld hjá Lágafelli (Esja) Sveinn Þórarinsson [Tindastóll og Sauðárkrókur] Tolli Nótt við Hvítinga Tolli Kvöld við Hvítinga Tolli Morgunn við Hvítinga Tolli Neptun - Drömmen Tolli Neptun - Tre fisk Tolli Neptun Tolli Fossinn Tolli Dalurinn Tolli Draumur Úlfur Ragnarsson „Öræfaglóð“ Valtýr Pétursson [Bátar í höfn, Seðlabankahús í baksýn] Veturliði Gunnarsson [Bátar í vík] Veturliði Gunnarsson [Afstrakt] Vignir Jóhannsson „Hjarta Íslands“ (gul) Vilhjálmur Bergsson Þrennt Vilhjálmur Einarsson „Frá Norðfirði“ Yngvi Örn Guðmundsson Vesturfarar Þorgerður Sigurðardóttir Cristus spes nostra Þorgerður Sigurðardóttir „Heilagur Marteinn frá Tours“ Þorri Hringsson Þrennskonar álegg Þorvaldur Skúlason [Skógur] Þorvaldur Skúlason [Hestar] Þorvaldur Skúlason Blæsevær Þorvaldur Skúlason „Komposition“ Þórarinn B. Þorláksson Det gamle Lovbjærg Þórarinn B. Þorláksson [Uppstilling] Þórarinn B. Þorláksson [Þingvellir] Þórður Hall „Jöklamynd IV“ Þórður Hall „Samröðun“ Þórður Hall „Jöklamynd II“ Þórður Hall „Jöklamynd I“ Þórunn Rán Jónsdóttir Peningastefnunefnd Örlygur Sigurðsson Sigtryggur Klemensson
Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Blöndalsverkið í Opinberun Hannesar Málverk eftir Gunnlaug Blöndal eru heldur betur komin á dagskrá. 23. janúar 2019 09:40 Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Blöndalsverkið í Opinberun Hannesar Málverk eftir Gunnlaug Blöndal eru heldur betur komin á dagskrá. 23. janúar 2019 09:40
Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53
Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45
Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42