Innlent

Heita fundar­launum fyrir stolna Land Rover jeppann

Atli Ísleifsson skrifar
Soffía Sigurgeirsdóttir, annar eigandi bílsins, segir að ákveðið hafi verið að bjóða 200 þúsund króna fundarlaun.
Soffía Sigurgeirsdóttir, annar eigandi bílsins, segir að ákveðið hafi verið að bjóða 200 þúsund króna fundarlaun.
Eigendur Land Rover jeppa, sem stolið var frá Bjarnarstíg á Skólavörðuholti í Reykjavík í fyrrinótt, hafa heitið fundarlaunum fyrir bílinn.

Soffía Sigurgeirsdóttir, annar eigandi bílsins, segir í samtali við Vísi að ákveðið hafi verið að bjóða 200 þúsund króna fundarlaun. Sé það hennar von að þannig sé líklegra að jeppinn komist í leitirnar.

Soffía segir að enn sé bíllinn ófundinn en að tvær ábendingar hafi borist lögreglu um að bílnum hafi verið ekið á Miklubraut í vesturátt um klukkan 8:35 í morgun. Lögreglu tókst þó ekki að hafa uppi á bílnum þá.

Bíllinn sem um ræðir er af gerðinni Land Rover Discovery, svartur og árgerð 2014. Bílnúmerið er TL-L94.

Uppfært 24. janúar: Bíllinn fannst í Breiðholti






Fleiri fréttir

Sjá meira


×