Blöndalsverkið í Opinberun Hannesar Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2019 09:40 Viðar Víkingsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir í hlutverkum sínum í Opinberun Hannesar. „Ég sé ekki betur en að Blöndalsmálverkið sem nú veldur svo miklu fjaðrafoki hafi hangið uppi á vegg í þessu atriði í mynd minni Opinberun Hannesar,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri. Svo virðist sem listmálarinn Gunnlaugur Blöndal (1893-1962) sé heldur betur kominn á dagskrá eftir að stjórnendur Seðlabankans gripu til þess ráðs að taka tvö verk eftir hann niður af veggjum sínum. Jafnréttisstofa hafði verið kölluð til vegna kvörtunar um að málverk Blöndals af berbrjósta konu ylli ónefndum starfsmönnum vanlíðan, eða eins og Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri orðaði það í samtali við Vísi: „Starfsmenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé æskilegt að konur þurfi að bera upp erindi sín við karlkyns yfirmenn með málverk af berum konum fyrir framan sig.“Egill furðar sig á tepruskapMörgum hefur komið þetta spánskt fyrir sjónir því Gunnlaugur Blöndal hefur lengi verið eftirlæti borgarastéttarinnar eftir að Ragnar í Smára lét endurprenta valin verk, meðal annars eftir Gunnlaug Blöndal og fóru þau inn á fjölmörg íslensk heimili. „Hvernig stendur á þessari ritskoðunaráráttu – þessum tepruskap? Er þetta eitthvað nýtilkomið eða eitthvað gamalt sem gýs upp aftur?“ spyr Egill Helgason í pistli þar sem hann fjallar um þennan anga listasögunnar.Hrafn segir að í Opinberun Hannesar valdi málverkið miðaldra karlkyns starfsmanni stofnunar hugarangri þegar hann hittir konu, nýjan yfirmann sinn.VísirEkki er vitað hvaða verk Blöndals þetta eru en Seðlabankinn á 320 verk eftir nokkra af meisturum íslenskrar listasögu, þar af sex eftir Gunnlaug. Seðlabankinn hefur ekki viljað opinbera verkin en til stendur að sýna þau sérstaklega á Safnanótt 8. febrúar. Líklegt verður að telja að um sé að ræða þetta tiltekna verk sem sjá má hér. Grétar Þór Sigurðsson Háskólanemi segir á Twittersíðu sinni: „Módel, um 1950-55, olía, 70 x 90 cm. Þetta er ein þriggja mynda í eigu Seðlabankans sem sýnd var á yfirlitssýningu á verkum Gunnlaugs Blöndal í LÍ árið 2006 og sú eina sem sýnir nekt. Því má leiða að því líkur að þetta sé verkið sem fór svo fyrir brjóstið á starfsmönnum SÍ.“Blöndalsmyndin komin í óvænt samhengi Hrafn, sem seint verður sakaður um tepruskap, kannaðist við verkið og rifjaðist þá upp fyrir honum að það er í nokkru hlutverki í hinni umdeildu mynd hans Opinberun Hannesar, sem Hrafn reyndar lítur á sem eina af sínum allra bestu myndum: „Í því hittir miðaldra starfsmaður Eftirlitsstofnunar nýjan yfirmann sinn. Málverkið á veggnum veldur honum nokkru hugarangri. Sem betur hefur fólk nú fengið skilning á því að list sem veldur starfsfólki óþægindum á ekki heima uppi á vegg hjá yfirmönnum þeirra,“ segir Hrafn og erfitt að átta sig á því hvort hann er að fíflast eða ekki. En, hann bendir vinum sínum á Facebook á að atriðið í heild megi sjá á YouTube: það byrjar á 15:36. Þessi miðaldra starfsmaður er karlkyns en yfirmaðurinn er kona, en í listrænum meðförum Hrafns þá undirstrikar myndin yfirburðarstöðu konunnar. Sem vissulega er, í ljósi þeirrar umræðu sem hefur geisað, óvæntur vinkill. Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
„Ég sé ekki betur en að Blöndalsmálverkið sem nú veldur svo miklu fjaðrafoki hafi hangið uppi á vegg í þessu atriði í mynd minni Opinberun Hannesar,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri. Svo virðist sem listmálarinn Gunnlaugur Blöndal (1893-1962) sé heldur betur kominn á dagskrá eftir að stjórnendur Seðlabankans gripu til þess ráðs að taka tvö verk eftir hann niður af veggjum sínum. Jafnréttisstofa hafði verið kölluð til vegna kvörtunar um að málverk Blöndals af berbrjósta konu ylli ónefndum starfsmönnum vanlíðan, eða eins og Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri orðaði það í samtali við Vísi: „Starfsmenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé æskilegt að konur þurfi að bera upp erindi sín við karlkyns yfirmenn með málverk af berum konum fyrir framan sig.“Egill furðar sig á tepruskapMörgum hefur komið þetta spánskt fyrir sjónir því Gunnlaugur Blöndal hefur lengi verið eftirlæti borgarastéttarinnar eftir að Ragnar í Smára lét endurprenta valin verk, meðal annars eftir Gunnlaug Blöndal og fóru þau inn á fjölmörg íslensk heimili. „Hvernig stendur á þessari ritskoðunaráráttu – þessum tepruskap? Er þetta eitthvað nýtilkomið eða eitthvað gamalt sem gýs upp aftur?“ spyr Egill Helgason í pistli þar sem hann fjallar um þennan anga listasögunnar.Hrafn segir að í Opinberun Hannesar valdi málverkið miðaldra karlkyns starfsmanni stofnunar hugarangri þegar hann hittir konu, nýjan yfirmann sinn.VísirEkki er vitað hvaða verk Blöndals þetta eru en Seðlabankinn á 320 verk eftir nokkra af meisturum íslenskrar listasögu, þar af sex eftir Gunnlaug. Seðlabankinn hefur ekki viljað opinbera verkin en til stendur að sýna þau sérstaklega á Safnanótt 8. febrúar. Líklegt verður að telja að um sé að ræða þetta tiltekna verk sem sjá má hér. Grétar Þór Sigurðsson Háskólanemi segir á Twittersíðu sinni: „Módel, um 1950-55, olía, 70 x 90 cm. Þetta er ein þriggja mynda í eigu Seðlabankans sem sýnd var á yfirlitssýningu á verkum Gunnlaugs Blöndal í LÍ árið 2006 og sú eina sem sýnir nekt. Því má leiða að því líkur að þetta sé verkið sem fór svo fyrir brjóstið á starfsmönnum SÍ.“Blöndalsmyndin komin í óvænt samhengi Hrafn, sem seint verður sakaður um tepruskap, kannaðist við verkið og rifjaðist þá upp fyrir honum að það er í nokkru hlutverki í hinni umdeildu mynd hans Opinberun Hannesar, sem Hrafn reyndar lítur á sem eina af sínum allra bestu myndum: „Í því hittir miðaldra starfsmaður Eftirlitsstofnunar nýjan yfirmann sinn. Málverkið á veggnum veldur honum nokkru hugarangri. Sem betur hefur fólk nú fengið skilning á því að list sem veldur starfsfólki óþægindum á ekki heima uppi á vegg hjá yfirmönnum þeirra,“ segir Hrafn og erfitt að átta sig á því hvort hann er að fíflast eða ekki. En, hann bendir vinum sínum á Facebook á að atriðið í heild megi sjá á YouTube: það byrjar á 15:36. Þessi miðaldra starfsmaður er karlkyns en yfirmaðurinn er kona, en í listrænum meðförum Hrafns þá undirstrikar myndin yfirburðarstöðu konunnar. Sem vissulega er, í ljósi þeirrar umræðu sem hefur geisað, óvæntur vinkill.
Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53
Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45
Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42