Innlent

Vilja setja allar hugmyndir um olíuvinnslu í handbremsu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Með breytingunni yrðu allar hugmyndir um olíuvinnslu settar í handbremsu þangað til sigur hefur unnist í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum og þar með skýr skilaboð send til alþjóðasamfélagsins
Með breytingunni yrðu allar hugmyndir um olíuvinnslu settar í handbremsu þangað til sigur hefur unnist í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum og þar með skýr skilaboð send til alþjóðasamfélagsins Vísir/vilhelm
Fjórir þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um leit, rannsóknir og vinnslu olíu þess efnis að umsókn um leyfi til leitar skuli ekki tekin til afgreiðslu nema uppsöfnun koldíoxíðs í andrúmslofti hafi mælst undir 350 ppm, eða undir hættumörkum, að meðaltali hvern undangenginna tólf mánaða.

Með þessu yrðu allar hugmyndir um olíuvinnslu settar í handbremsu þangað til sigur hefur unnist í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum og þar með skýr skilaboð send til alþjóðasamfélagsins. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson, einn flutningsmanna frumvarpsins, í samtali við fréttastofu.

„Vísindamenn segja að ef við ætlum að vinna þennan slag þá megum við ekki fullnýta þær olíulindir sem hægt er að vinna og eftir eru í jörðinni,“ segir Andrés. Það yrði óðs manns æði.

Hann segir að það sé viðbúið að stjórnvöld nái ekki viðmiðunarmörkunum fyrr en næstu áratugina en þannig sé ákvörðunin sett í hendur komandi kynslóða í staðinn fyrir að „við ákveðum fyrir þær að rústa jörðinni aðeins meira“.

Andrés Ingi segir að þetta sé góð og einföld leið því tíu lagaflokkar snerti málaflokkinn. Um er að ræða breytingar á tveimur greinum laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis en breytingarnar hverfast um annars vegar leyfi til leitar og hins vegar leyfi til rannsóknaog vinnslu.

Hér er hægt að nálgast frumvarpið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×