Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 16:56 Elín Metta Jensen var með tvennu á móti Skotum í dag. Mynd/Twitter/KSÍ Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. Íslensku stelpurnar byrjuðu frábærlega í fyrsta leik sínum undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Íslenska liðið vann 2-1 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga á Spáni. Jón Þór Hauksson tók við íslenska liðinu af Frey Alexanderssyni í október síðastliðnum en Freyr hafði verið með kvennalandsliðið frá haustinu 2013. Aðstæður á La Manga voru frábærar. Sól, 20 stiga hiti og völlurinn flottur. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá byrjaði íslenska liðið seinni hálfleikinn mjög vel. Valskonan Elín Metta Jensen kom íslenska liðinu í 1-0 á 51. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var hún búin að bæta öðru marki sínu við. Í fyrra markinu átti Hallbera Guðný Gísladóttir sendingu sem Berglind Björg gerði vel með að halda lifandi. Boltinn barst til Öglu Maríu Albertsdóttur sem koma boltanum fyrir markið. Þar var Elín Metta óvölduð við vítapunkt og renndi boltanum í hornið. Elín Metta bætti svo við öðru marki aðeins þremur mínútum síðar. Berglind Björg fékk góða sendingu upp í hornið, hún átti frábæra sendingu sem Elín Metta kláraði vel. Skotar náðu að minnka muninn í lokin með frábæru skoti frá Lana Clelland og því náðu stelpurnar ekki að halda markinu hreinu en unnu enga að síður góðan sigur á HM-liði. 50 Íslendingar voru á leiknum á vegum Íslendingafélagsins í Alicante. Elín Metta Jensen varð þar með tólfta íslenska landsliðskonan sem nær því að skora tíu mörk fyrir íslenska A-landsliðið en Elín Metta var með átta landsliðsmörk fyrir leikinn. Elín Metta hefur nú líka skorað 39 mörk fyrir öll íslensku landsliðin. Skoska liðið vann sinn riðil í undankeppni HM og verður því með í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi næsts sumar. Skotar eru þar í riðli með Englandi, Argentínu og Japan.Scotland score at the end, but it ends with a 2-1 win for us! #dottir#fyririslandpic.twitter.com/aRTQlIJzfZ — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 21, 2019Ísland - Skotland 2-1 (0-0) 1-0 Elín Metta Jensen (51.) 2-0 Elín Metta Jensen (54.) 2-1 Lana Clelland (90.)Lið Íslands í leiknum: Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (71., Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA) - Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden (87., Elísa Viðarsdóttir, Val) Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengard Sif Atladóttir, Kristianstad Hallbera Guðný Gísladóttir, Val (71., Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA) - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Adelaide (86., Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki) Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), Wolfsburg - Fanndís Friðriksdóttir, Adelaide (59., Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik) Elín Metta Jensen, Val Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki - Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (59., Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa) Fótbolti Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. Íslensku stelpurnar byrjuðu frábærlega í fyrsta leik sínum undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Íslenska liðið vann 2-1 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga á Spáni. Jón Þór Hauksson tók við íslenska liðinu af Frey Alexanderssyni í október síðastliðnum en Freyr hafði verið með kvennalandsliðið frá haustinu 2013. Aðstæður á La Manga voru frábærar. Sól, 20 stiga hiti og völlurinn flottur. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá byrjaði íslenska liðið seinni hálfleikinn mjög vel. Valskonan Elín Metta Jensen kom íslenska liðinu í 1-0 á 51. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var hún búin að bæta öðru marki sínu við. Í fyrra markinu átti Hallbera Guðný Gísladóttir sendingu sem Berglind Björg gerði vel með að halda lifandi. Boltinn barst til Öglu Maríu Albertsdóttur sem koma boltanum fyrir markið. Þar var Elín Metta óvölduð við vítapunkt og renndi boltanum í hornið. Elín Metta bætti svo við öðru marki aðeins þremur mínútum síðar. Berglind Björg fékk góða sendingu upp í hornið, hún átti frábæra sendingu sem Elín Metta kláraði vel. Skotar náðu að minnka muninn í lokin með frábæru skoti frá Lana Clelland og því náðu stelpurnar ekki að halda markinu hreinu en unnu enga að síður góðan sigur á HM-liði. 50 Íslendingar voru á leiknum á vegum Íslendingafélagsins í Alicante. Elín Metta Jensen varð þar með tólfta íslenska landsliðskonan sem nær því að skora tíu mörk fyrir íslenska A-landsliðið en Elín Metta var með átta landsliðsmörk fyrir leikinn. Elín Metta hefur nú líka skorað 39 mörk fyrir öll íslensku landsliðin. Skoska liðið vann sinn riðil í undankeppni HM og verður því með í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi næsts sumar. Skotar eru þar í riðli með Englandi, Argentínu og Japan.Scotland score at the end, but it ends with a 2-1 win for us! #dottir#fyririslandpic.twitter.com/aRTQlIJzfZ — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 21, 2019Ísland - Skotland 2-1 (0-0) 1-0 Elín Metta Jensen (51.) 2-0 Elín Metta Jensen (54.) 2-1 Lana Clelland (90.)Lið Íslands í leiknum: Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (71., Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA) - Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden (87., Elísa Viðarsdóttir, Val) Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengard Sif Atladóttir, Kristianstad Hallbera Guðný Gísladóttir, Val (71., Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA) - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Adelaide (86., Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki) Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), Wolfsburg - Fanndís Friðriksdóttir, Adelaide (59., Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik) Elín Metta Jensen, Val Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki - Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (59., Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa)
Fótbolti Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram