Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 16:56 Elín Metta Jensen var með tvennu á móti Skotum í dag. Mynd/Twitter/KSÍ Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. Íslensku stelpurnar byrjuðu frábærlega í fyrsta leik sínum undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Íslenska liðið vann 2-1 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga á Spáni. Jón Þór Hauksson tók við íslenska liðinu af Frey Alexanderssyni í október síðastliðnum en Freyr hafði verið með kvennalandsliðið frá haustinu 2013. Aðstæður á La Manga voru frábærar. Sól, 20 stiga hiti og völlurinn flottur. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá byrjaði íslenska liðið seinni hálfleikinn mjög vel. Valskonan Elín Metta Jensen kom íslenska liðinu í 1-0 á 51. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var hún búin að bæta öðru marki sínu við. Í fyrra markinu átti Hallbera Guðný Gísladóttir sendingu sem Berglind Björg gerði vel með að halda lifandi. Boltinn barst til Öglu Maríu Albertsdóttur sem koma boltanum fyrir markið. Þar var Elín Metta óvölduð við vítapunkt og renndi boltanum í hornið. Elín Metta bætti svo við öðru marki aðeins þremur mínútum síðar. Berglind Björg fékk góða sendingu upp í hornið, hún átti frábæra sendingu sem Elín Metta kláraði vel. Skotar náðu að minnka muninn í lokin með frábæru skoti frá Lana Clelland og því náðu stelpurnar ekki að halda markinu hreinu en unnu enga að síður góðan sigur á HM-liði. 50 Íslendingar voru á leiknum á vegum Íslendingafélagsins í Alicante. Elín Metta Jensen varð þar með tólfta íslenska landsliðskonan sem nær því að skora tíu mörk fyrir íslenska A-landsliðið en Elín Metta var með átta landsliðsmörk fyrir leikinn. Elín Metta hefur nú líka skorað 39 mörk fyrir öll íslensku landsliðin. Skoska liðið vann sinn riðil í undankeppni HM og verður því með í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi næsts sumar. Skotar eru þar í riðli með Englandi, Argentínu og Japan.Scotland score at the end, but it ends with a 2-1 win for us! #dottir#fyririslandpic.twitter.com/aRTQlIJzfZ — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 21, 2019Ísland - Skotland 2-1 (0-0) 1-0 Elín Metta Jensen (51.) 2-0 Elín Metta Jensen (54.) 2-1 Lana Clelland (90.)Lið Íslands í leiknum: Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (71., Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA) - Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden (87., Elísa Viðarsdóttir, Val) Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengard Sif Atladóttir, Kristianstad Hallbera Guðný Gísladóttir, Val (71., Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA) - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Adelaide (86., Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki) Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), Wolfsburg - Fanndís Friðriksdóttir, Adelaide (59., Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik) Elín Metta Jensen, Val Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki - Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (59., Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa) Fótbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. Íslensku stelpurnar byrjuðu frábærlega í fyrsta leik sínum undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Íslenska liðið vann 2-1 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga á Spáni. Jón Þór Hauksson tók við íslenska liðinu af Frey Alexanderssyni í október síðastliðnum en Freyr hafði verið með kvennalandsliðið frá haustinu 2013. Aðstæður á La Manga voru frábærar. Sól, 20 stiga hiti og völlurinn flottur. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá byrjaði íslenska liðið seinni hálfleikinn mjög vel. Valskonan Elín Metta Jensen kom íslenska liðinu í 1-0 á 51. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var hún búin að bæta öðru marki sínu við. Í fyrra markinu átti Hallbera Guðný Gísladóttir sendingu sem Berglind Björg gerði vel með að halda lifandi. Boltinn barst til Öglu Maríu Albertsdóttur sem koma boltanum fyrir markið. Þar var Elín Metta óvölduð við vítapunkt og renndi boltanum í hornið. Elín Metta bætti svo við öðru marki aðeins þremur mínútum síðar. Berglind Björg fékk góða sendingu upp í hornið, hún átti frábæra sendingu sem Elín Metta kláraði vel. Skotar náðu að minnka muninn í lokin með frábæru skoti frá Lana Clelland og því náðu stelpurnar ekki að halda markinu hreinu en unnu enga að síður góðan sigur á HM-liði. 50 Íslendingar voru á leiknum á vegum Íslendingafélagsins í Alicante. Elín Metta Jensen varð þar með tólfta íslenska landsliðskonan sem nær því að skora tíu mörk fyrir íslenska A-landsliðið en Elín Metta var með átta landsliðsmörk fyrir leikinn. Elín Metta hefur nú líka skorað 39 mörk fyrir öll íslensku landsliðin. Skoska liðið vann sinn riðil í undankeppni HM og verður því með í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi næsts sumar. Skotar eru þar í riðli með Englandi, Argentínu og Japan.Scotland score at the end, but it ends with a 2-1 win for us! #dottir#fyririslandpic.twitter.com/aRTQlIJzfZ — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 21, 2019Ísland - Skotland 2-1 (0-0) 1-0 Elín Metta Jensen (51.) 2-0 Elín Metta Jensen (54.) 2-1 Lana Clelland (90.)Lið Íslands í leiknum: Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (71., Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA) - Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden (87., Elísa Viðarsdóttir, Val) Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengard Sif Atladóttir, Kristianstad Hallbera Guðný Gísladóttir, Val (71., Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA) - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Adelaide (86., Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki) Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), Wolfsburg - Fanndís Friðriksdóttir, Adelaide (59., Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik) Elín Metta Jensen, Val Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki - Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (59., Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa)
Fótbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira