Hinn fertugi Manny Pacquiao er enn að í hnefaleikunum og varð meistari hjá WBA-hnefaleikasambandinu um helgina er hann hafði betur gegn Adrian Broner. Pacquiao er hvergi nærri hættur.
Nú vill Filipseyingurinn nefnilega fá annan bardaga gegn Floyd Mayweather. Þeir börðust árið 2015 og þá vann Mayweather sannfærandi á stigum.
„Komdu aftur í hringinn og mættu mér á ný. Skoraðu mig á hólm ef þú vilt aftur koma í hringinn. Reyndu að taka beltið af mér,“ sagði Pacquiao en Mayweather var meðal áhorfenda á bardaganum.
„Ég er enn á fullu og vil endilega fá annan bardaga gegn Mayweather. Ef hann er ekki tilbúinn þá verð ég að bíða eftir að einhverjir aðrir skori á mig.“
Pacquiao og Mayweather mokuðu inn peningum á síðasta bardaga og þó svo þeir séu aðeins komnir á aldur myndi annar bardagi þeirra klárlega gera það gott.
Pacquiao vill berjast aftur við Mayweather
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn

Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn


Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki
Íslenski boltinn






Valdi flottasta búning deildarinnar
Körfubolti