Innlent

Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu.

Í samtali við fréttastofu segir ráðherra að borist hafi athugasemdir um frumvarpið sem gefa þurfi gaum og hún vilji gefa málinu meiri tíma til skoðunar. Ekki er þó útilokað að frumvarpið verði tekið fyrir á þessu þingi, þótt það sé ekki á þingmálaskrá sem stendur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×