Óttast að kröfur um merkingar á rafrettuvökva villi um fyrir neytendum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 18:45 Ætlast er til þess að umbúðir áfyllinga í rafrettur verði allar merktar með viðvörun um innihald nikótíns, hvort sem vökvinn innihaldi nikótín eða ekki, samkvæmt reglugerð sem ráðherra hefur kynnt til umsagnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir málið furðulegt og villandi fyrir neytendur. Reglugerð um merkingar á umbúðum rafrettna og áfyllinga og efni upplýsingabæklings sem fylgja skal rafrettum og áfyllingum hefur verið birt á samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Í reglugerðinni er áfylling skilgreind sem „ílát sem inniheldur nikótínvökva eða annan vökva sem ætlaður er til að fylla á rafrettur.“ Í fimmtu grein reglugerðarinnar segir hins vegar að á umbúðum skuli birtast staðlaður texti þar sem segir að varan innihaldi nikótín. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, skjóta afar skökku við. „Það er enginn sem gerir lítið úr því að neytendur eigi að fá upplýsingar um efni sem eru í þessum vörum eins og öðrum. Þeim mun furðulegra er að ríkisvaldið leggi vísvitandi til að neytendur fái rangar upplýsingar um það að það sé nikótín í vörum sem innihalda ekki nikótín. Og maður spyr þá líka hvernig eiga neytendur að beina neyslu sinni frá nikótíninu og yfir í vörur sem innihalda það síður, ef ríkisvaldið er búið að merkja þær vitlaust,“ segir Ólafur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Þetta komi spánskt fyrir sjónir, einkum í ljósi þess að þegar hafi verið gerðar athugasemdir við framsetningu þessa atriðis í umsagnarferli um frumvarp um rafrettur sem varð að lögum í fyrra. „Það er alveg klárlega gengið of langt. Það voru engar skýringar í frumvarpinu á því hvers vegna var farið út fyrir gildissvið bæði fyrra frumvarps sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra [Óttarr Proppé] og tilskipunar Evrópusambandsins. Velferðarnefnd alþingis gerði ekkert með þessa gagnrýni okkar og kom ekki heldur með neinar skýringar á því hvers vegna ætti að setja þessar íþyngjandi reglur. Röksemdirnar hafa enn ekki verið settar fram þó að þessi reglugerð sé komin í samráð,“ segir Ólafur. „Við bíðum eiginlega spennt eftir að heyra hvernig ráðherra útskýrir það að það eigi að merkja vöru vitlaust til að villa um fyrir neytendum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að athugasemdin verði skoðuð. „Við munum auðvitað skoða þetta eins og allar aðrar athugasemdir sem að koma fram og þetta er eitthvað sem að augljóslega snýst um það að reglugerðin þarf að lýsa veruleikanum eins og hann er. En ef að þessi athugasemd er fram komin þá hljótum við að taka tillit til hennar,“ segir Svandís. Neytendur Rafrettur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Ætlast er til þess að umbúðir áfyllinga í rafrettur verði allar merktar með viðvörun um innihald nikótíns, hvort sem vökvinn innihaldi nikótín eða ekki, samkvæmt reglugerð sem ráðherra hefur kynnt til umsagnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir málið furðulegt og villandi fyrir neytendur. Reglugerð um merkingar á umbúðum rafrettna og áfyllinga og efni upplýsingabæklings sem fylgja skal rafrettum og áfyllingum hefur verið birt á samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Í reglugerðinni er áfylling skilgreind sem „ílát sem inniheldur nikótínvökva eða annan vökva sem ætlaður er til að fylla á rafrettur.“ Í fimmtu grein reglugerðarinnar segir hins vegar að á umbúðum skuli birtast staðlaður texti þar sem segir að varan innihaldi nikótín. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, skjóta afar skökku við. „Það er enginn sem gerir lítið úr því að neytendur eigi að fá upplýsingar um efni sem eru í þessum vörum eins og öðrum. Þeim mun furðulegra er að ríkisvaldið leggi vísvitandi til að neytendur fái rangar upplýsingar um það að það sé nikótín í vörum sem innihalda ekki nikótín. Og maður spyr þá líka hvernig eiga neytendur að beina neyslu sinni frá nikótíninu og yfir í vörur sem innihalda það síður, ef ríkisvaldið er búið að merkja þær vitlaust,“ segir Ólafur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Þetta komi spánskt fyrir sjónir, einkum í ljósi þess að þegar hafi verið gerðar athugasemdir við framsetningu þessa atriðis í umsagnarferli um frumvarp um rafrettur sem varð að lögum í fyrra. „Það er alveg klárlega gengið of langt. Það voru engar skýringar í frumvarpinu á því hvers vegna var farið út fyrir gildissvið bæði fyrra frumvarps sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra [Óttarr Proppé] og tilskipunar Evrópusambandsins. Velferðarnefnd alþingis gerði ekkert með þessa gagnrýni okkar og kom ekki heldur með neinar skýringar á því hvers vegna ætti að setja þessar íþyngjandi reglur. Röksemdirnar hafa enn ekki verið settar fram þó að þessi reglugerð sé komin í samráð,“ segir Ólafur. „Við bíðum eiginlega spennt eftir að heyra hvernig ráðherra útskýrir það að það eigi að merkja vöru vitlaust til að villa um fyrir neytendum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að athugasemdin verði skoðuð. „Við munum auðvitað skoða þetta eins og allar aðrar athugasemdir sem að koma fram og þetta er eitthvað sem að augljóslega snýst um það að reglugerðin þarf að lýsa veruleikanum eins og hann er. En ef að þessi athugasemd er fram komin þá hljótum við að taka tillit til hennar,“ segir Svandís.
Neytendur Rafrettur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira