Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2019 13:24 Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. Það sé hægt að koma til móts við lægst launuðu hópanna með öðrum hætti og það verði gert í tengslum við gerð kjarasamninga. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í aðkomu og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga. Vildi hann meðal annars fá fram afstöðu ríkisstjórnarinnar til hugmynda verkalýðshreyfingarinnar um fjölgun skattþrepa úr tveimur í fjögur, sem Samfylkingin styddi. „Ég er því forvitinn að heyra hvort það sé eining innan ríkisstjórnarinnar um að skoða þessi mál og koma til móts við verkalýðshreyfinguna. Eða hvort viðbrögð hæstvirts fjármálaráðherra í fjölmiðlum séu hið endanlega svar,“ sagði Logi. Þá minnti hann á að úrskurður kjararáðs um laun æðstu embættismanna árið 2016 hefði hleypt illu blóði í marga landsmenn og verkalýðshreyfinguna. „Að lokum langar mig þá að spyrja hvort hann telji koma til greina að frysta laun þingmanna og ráðherra lengur en gert er ráð fyri. Eða hvort hann hafi aðrar leiðir sem kannski gæti orðið sátt um,“ sagði Logi.Stjórnvöld munu koma til móts við lágtekjuhópa Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að vel tækist til við gerð kjarasamninga á almenna og opinbera markaðnum og eins og oft áður væri horft til stjórnvalda. hann teldi þau nú þegar hafa gert ýmislegt til að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar. „Við höfum í raun með nýju frumvarpi sagt að úrskurður kjararáðs frá 2016 skuli gilda fram á mitt þetta ár. Það er sem næst þriggja ára frysting fyrir alla þá sem heyra undir þann úrskurð,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagðist helst hafa það við tillögur Alþýðusambandsins í skattamálum að athuga að þær ykju jaðarskattana. Það væri hugsanavilla hjá mörgum varðandi uppbyggingu skattkerfisins í heild, sem vildu hátt frítekjumark annars vegar og lága skatta á þá sem kæmu fyrst tekjulega inn í tekjuskattinn hins vegar „En þessi framstilling á málinu gerir það í raun og veru að verkum að við þurfum að hækka skattprósentuna of mikið á millitekjufólkið.“ „Við getum gert breytingar á tekjuskatti þannig að það komi þeim sérstaklega til góða sem eru í lágtekjuhópunum. Við munum gera það og til þess verða okkar tillögur smíðaðar. Ég ætla ekki að segja neitt ákveðið varðandi kjararáðs málin umfram það sem þegar er komið fram. Þetta verður bara að vera matsatriði í heildarsamhengi hlutana,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Kjaramál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. Það sé hægt að koma til móts við lægst launuðu hópanna með öðrum hætti og það verði gert í tengslum við gerð kjarasamninga. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í aðkomu og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga. Vildi hann meðal annars fá fram afstöðu ríkisstjórnarinnar til hugmynda verkalýðshreyfingarinnar um fjölgun skattþrepa úr tveimur í fjögur, sem Samfylkingin styddi. „Ég er því forvitinn að heyra hvort það sé eining innan ríkisstjórnarinnar um að skoða þessi mál og koma til móts við verkalýðshreyfinguna. Eða hvort viðbrögð hæstvirts fjármálaráðherra í fjölmiðlum séu hið endanlega svar,“ sagði Logi. Þá minnti hann á að úrskurður kjararáðs um laun æðstu embættismanna árið 2016 hefði hleypt illu blóði í marga landsmenn og verkalýðshreyfinguna. „Að lokum langar mig þá að spyrja hvort hann telji koma til greina að frysta laun þingmanna og ráðherra lengur en gert er ráð fyri. Eða hvort hann hafi aðrar leiðir sem kannski gæti orðið sátt um,“ sagði Logi.Stjórnvöld munu koma til móts við lágtekjuhópa Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að vel tækist til við gerð kjarasamninga á almenna og opinbera markaðnum og eins og oft áður væri horft til stjórnvalda. hann teldi þau nú þegar hafa gert ýmislegt til að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar. „Við höfum í raun með nýju frumvarpi sagt að úrskurður kjararáðs frá 2016 skuli gilda fram á mitt þetta ár. Það er sem næst þriggja ára frysting fyrir alla þá sem heyra undir þann úrskurð,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagðist helst hafa það við tillögur Alþýðusambandsins í skattamálum að athuga að þær ykju jaðarskattana. Það væri hugsanavilla hjá mörgum varðandi uppbyggingu skattkerfisins í heild, sem vildu hátt frítekjumark annars vegar og lága skatta á þá sem kæmu fyrst tekjulega inn í tekjuskattinn hins vegar „En þessi framstilling á málinu gerir það í raun og veru að verkum að við þurfum að hækka skattprósentuna of mikið á millitekjufólkið.“ „Við getum gert breytingar á tekjuskatti þannig að það komi þeim sérstaklega til góða sem eru í lágtekjuhópunum. Við munum gera það og til þess verða okkar tillögur smíðaðar. Ég ætla ekki að segja neitt ákveðið varðandi kjararáðs málin umfram það sem þegar er komið fram. Þetta verður bara að vera matsatriði í heildarsamhengi hlutana,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira