Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 23:48 Katrín hertogaynja af Cambridge og Meghan hertogaynja af Sussex hafa lengi verið sagðar elda grátt silfur saman. Lítið virðist þó til í þeim orðrómum. Getty/UK Press Pool/ Kensingtonhöll, sem fer með málefni hertogahjónanna af Cambridge og Sussex, hefur beðið samfélagsmiðlanna Instagram og Twitter um hjálp í baráttu við gríðarlega áreitni sem hertogaynjurnar Katrín og Meghan verða fyrir á miðlunum. Bandaríska fréttastofan CNN hefur eftir heimildarmanni sínum að höllin hafi beðið stjórnendur Instagram og Twitter um að hafa eftirlit með andstyggilegum athugasemdum notenda sem skrifaðar eru við færslur tengdar hertogaynjunum. Athugasemdirnar eru gjarnan ritaðar af „stuðningsmönnum“ annarrar og beinast þá gegn hinni.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Haft er eftir heimildarmanninum að verkefnið hafi reynst afar erfitt þar sem téð áreitni sé svo umfangsmikil. Þá eru ummælin sem samfélagsmiðlanotendur viðhafa um hertogaynjurnar sögð bæði lituð kvenfyrirlitningu og kynþáttafordómum. Kensingtonhöll hefur hingað til gripið til þess ráðs að ritskoða athugasemdir notenda á samfélagsmiðlum sínum. Heimildarmaður CNN segir það hafa gengið vel, sérstaklega á Instagram þar sem innanbúðarmenn hafi tekið vel í að aðstoða talsmenn hallarinnar. Töluvert hefur verið fjallað um meintan ágreining Katrínar og Meghan í breskum götublöðum og fjölmiðlum vestanhafs. Kensingtonhöll hefur gefið út yfirlýsingar um að ekkert sé hæft í orðrómum um slíkt. Svo virðist sem ágreiningurinn sé þó raunverulegur á milli aðdáenda Katrínar annars vegar og Meghan hins vegar. Áreitnin í þeirra garð á samfélagsmiðlum varð að lokum kveikjan að herferðinni #HelloToKindness, sem hleypt var af stokkunum á mánudag og ætlað er að stemma stigu við hinni neikvæðu orðræðu. Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Næsta konunglega barn sagt fæðast í apríl Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á sínu fyrsta barni nú í vor. 14. janúar 2019 19:56 Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Kensingtonhöll, sem fer með málefni hertogahjónanna af Cambridge og Sussex, hefur beðið samfélagsmiðlanna Instagram og Twitter um hjálp í baráttu við gríðarlega áreitni sem hertogaynjurnar Katrín og Meghan verða fyrir á miðlunum. Bandaríska fréttastofan CNN hefur eftir heimildarmanni sínum að höllin hafi beðið stjórnendur Instagram og Twitter um að hafa eftirlit með andstyggilegum athugasemdum notenda sem skrifaðar eru við færslur tengdar hertogaynjunum. Athugasemdirnar eru gjarnan ritaðar af „stuðningsmönnum“ annarrar og beinast þá gegn hinni.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Haft er eftir heimildarmanninum að verkefnið hafi reynst afar erfitt þar sem téð áreitni sé svo umfangsmikil. Þá eru ummælin sem samfélagsmiðlanotendur viðhafa um hertogaynjurnar sögð bæði lituð kvenfyrirlitningu og kynþáttafordómum. Kensingtonhöll hefur hingað til gripið til þess ráðs að ritskoða athugasemdir notenda á samfélagsmiðlum sínum. Heimildarmaður CNN segir það hafa gengið vel, sérstaklega á Instagram þar sem innanbúðarmenn hafi tekið vel í að aðstoða talsmenn hallarinnar. Töluvert hefur verið fjallað um meintan ágreining Katrínar og Meghan í breskum götublöðum og fjölmiðlum vestanhafs. Kensingtonhöll hefur gefið út yfirlýsingar um að ekkert sé hæft í orðrómum um slíkt. Svo virðist sem ágreiningurinn sé þó raunverulegur á milli aðdáenda Katrínar annars vegar og Meghan hins vegar. Áreitnin í þeirra garð á samfélagsmiðlum varð að lokum kveikjan að herferðinni #HelloToKindness, sem hleypt var af stokkunum á mánudag og ætlað er að stemma stigu við hinni neikvæðu orðræðu.
Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Næsta konunglega barn sagt fæðast í apríl Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á sínu fyrsta barni nú í vor. 14. janúar 2019 19:56 Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Næsta konunglega barn sagt fæðast í apríl Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á sínu fyrsta barni nú í vor. 14. janúar 2019 19:56
Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30
Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01