„Þegar ég lét vita þá var þetta allt annað líf“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. janúar 2019 21:04 Embla Kristínardóttir er hér í hvítri treyju Keflavíkurliðsins í bikarúrlistaleik gegn Njarðvík. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta og afrekskona í sundi, sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara, óttast að ofbeldi gegn börnum muni alltaf koma til með að viðgangast. Þau vilja þó gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir það. Íslensk körfuboltakona segist vona að íþróttahreyfingin hér á landi sé að vakna. Karen Leach átti sér þann draum að keppa á Ólympíuleikunum í sundi fyrir hönd Írlands. Það var þjálfarinn hennar sem kom í veg fyrir að sá draumur yrði að veruleika. „Í stað þess að láta draum minn rætast rústaði hann lífi mínu. Hann rústaði lífi mínu og fjölskyldu minnar. Hann misnotaði mig kynferðislega, líkamlega og tilfinningalega þegar ég var lítil stúlka á aldrinum tíu til sautján ára,“ segir Karen. „Hann skildi við mig sem litla, dána stúlku á ferð um þennan heim og það hefur tekið mig mörg ár að jafna mig á því sem hann gerði mér.“ Collin Harris, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, hefur líkt og Karen verið ötull við að fara um heiminn til að deila reynslu sinni í von um að geta haft áhrif til hins betra. Hann var einnig beittur ofbeldi af þjálfara sínum. „Við munum aldrei leysa vandann. Við erum bara að reyna að ganga úr skugga um að það að spila íþrótt, hvort sem það er á grunnstigi eða í atvinnumennsku, verði mun öruggara og að fólk geti verið í rónni,“ segir Colin. Körfuboltakonan Embla Kristínardóttir hefur áður sagt sögu sína í fjölmiðlum en henni var nauðgað af öðrum íþróttamanni þegar hún var á táningsaldri. Hún hvetur aðra þolendur til að láta vita af ofbeldi. „Ég lét ekki vita. Íþróttafélagið mitt vissi í rauninni ekki neitt af þessu en það er miklu betra að geta fengið hjálpina, eins og frá íþróttafélaginu, skólanum, fjölskyldu. Eins og þegar ég lét vita þá var þetta allt annað líf, gekk miklu betur,“ segir Embla. Íþróttir Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. 30. janúar 2019 17:30 Embla segir frá því þegar henni var nauðgað á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni Segir heimabæ sinn Keflavík hafa tvístrast vegna málsins hún lögð í einelti. 18. janúar 2018 19:33 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta og afrekskona í sundi, sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara, óttast að ofbeldi gegn börnum muni alltaf koma til með að viðgangast. Þau vilja þó gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir það. Íslensk körfuboltakona segist vona að íþróttahreyfingin hér á landi sé að vakna. Karen Leach átti sér þann draum að keppa á Ólympíuleikunum í sundi fyrir hönd Írlands. Það var þjálfarinn hennar sem kom í veg fyrir að sá draumur yrði að veruleika. „Í stað þess að láta draum minn rætast rústaði hann lífi mínu. Hann rústaði lífi mínu og fjölskyldu minnar. Hann misnotaði mig kynferðislega, líkamlega og tilfinningalega þegar ég var lítil stúlka á aldrinum tíu til sautján ára,“ segir Karen. „Hann skildi við mig sem litla, dána stúlku á ferð um þennan heim og það hefur tekið mig mörg ár að jafna mig á því sem hann gerði mér.“ Collin Harris, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, hefur líkt og Karen verið ötull við að fara um heiminn til að deila reynslu sinni í von um að geta haft áhrif til hins betra. Hann var einnig beittur ofbeldi af þjálfara sínum. „Við munum aldrei leysa vandann. Við erum bara að reyna að ganga úr skugga um að það að spila íþrótt, hvort sem það er á grunnstigi eða í atvinnumennsku, verði mun öruggara og að fólk geti verið í rónni,“ segir Colin. Körfuboltakonan Embla Kristínardóttir hefur áður sagt sögu sína í fjölmiðlum en henni var nauðgað af öðrum íþróttamanni þegar hún var á táningsaldri. Hún hvetur aðra þolendur til að láta vita af ofbeldi. „Ég lét ekki vita. Íþróttafélagið mitt vissi í rauninni ekki neitt af þessu en það er miklu betra að geta fengið hjálpina, eins og frá íþróttafélaginu, skólanum, fjölskyldu. Eins og þegar ég lét vita þá var þetta allt annað líf, gekk miklu betur,“ segir Embla.
Íþróttir Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. 30. janúar 2019 17:30 Embla segir frá því þegar henni var nauðgað á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni Segir heimabæ sinn Keflavík hafa tvístrast vegna málsins hún lögð í einelti. 18. janúar 2018 19:33 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. 30. janúar 2019 17:30
Embla segir frá því þegar henni var nauðgað á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni Segir heimabæ sinn Keflavík hafa tvístrast vegna málsins hún lögð í einelti. 18. janúar 2018 19:33