Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2019 16:23 Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins flutti nú fyrir stundu ræðu á þingi þar sem hann fordæmdi kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi.Birgir Þórarinsson.aðsend mynd„Háttvirtir þingmenn, stöndum saman!“ Þannig lauk Birgir ræðu sinni á Alþingi og við kváðu húrrahróp í salnum, eða að hætti þingheims: „Heyr, heyr!“ En áður hafði Birgir hvatt til þess að kynferðislegri áreitni yrði útrýmt af þinginu. Birgir vakti athygli í dag fyrir að gera skýran greinarmun á sér og svo öðrum þingmönnum Miðflokksins, sem einmitt eru nú flestir hverjir kenndir við Klaustur bar eftir að upptökur sem meðal annars þykja óræk sönnun fyrir megnri kvenfyrirlitningu, voru opinberaðar. Birgir vill að boðað verði til flokksráðsfundar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin og telur stöðu Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar ekki geta verið þá sömu, eftir sem áður. Björn Ingi Hrafnsson, sem rekur vefmiðilinn Viljann, sagði í Facebookfærslu að rökrétt ályktun sem draga mætti af þessu væri sú að Birgir vildi styrkja stöðu sína innan flokksins. En, það var ekki á Birgi að heyra að þar hengi á spýtunni. Því í ræðu Birgis kom fram að hann hafi verið viðstaddur ráðstefnu Evrópuráðsins nýverið. Þar voru einnig Rósa Björk Brynjólfsdóttir VG og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum. Þar var boðað sérstakt átak gegn kynferðislegu ofbeldi á þjóðþingum undir slagorðinu: Not in my Parliament. Greinilegt er að Birgir var innblásinn eftir þá ferð og lyfti hann skilti með slagorðinu á og vildi að forseti Alþingis gengi í að láta prenta hliðstæð spjöld á íslensku.Birgir lyfti spjaldi sem hann vill að Steingrímur láti prenta í íslenskri útgáfu: Ekki í okkar þingheimi!Birgir vitnaði í rannsókn sem var gerð á vegum Evrópuráðsins, meðal 80 þingkvenna í 45 löndum sem fjallaði um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. „Niðurstöðurnar eru sláandi. Daglega verða þingkonur í Evrópu fyrir kynferðislegu ofbeldi. Rúmlega 40 prósent af þingkonum í þjóðþingum Evrópu hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, og í 70 prósent tilfella eru gerendurnir karlkyns þingmenn. Helmingur þingkvenna hefur orðið fyrir kynferðislegum athugasemdum þar sem mikill meirihluti gerenda eru karlkyns þingmenn,“ sagði Birgir meðal annars í ræðu sinni sem féll í afar vel í kramið, ekki síst meðal kvenna í þingmannaliðinu. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins flutti nú fyrir stundu ræðu á þingi þar sem hann fordæmdi kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi.Birgir Þórarinsson.aðsend mynd„Háttvirtir þingmenn, stöndum saman!“ Þannig lauk Birgir ræðu sinni á Alþingi og við kváðu húrrahróp í salnum, eða að hætti þingheims: „Heyr, heyr!“ En áður hafði Birgir hvatt til þess að kynferðislegri áreitni yrði útrýmt af þinginu. Birgir vakti athygli í dag fyrir að gera skýran greinarmun á sér og svo öðrum þingmönnum Miðflokksins, sem einmitt eru nú flestir hverjir kenndir við Klaustur bar eftir að upptökur sem meðal annars þykja óræk sönnun fyrir megnri kvenfyrirlitningu, voru opinberaðar. Birgir vill að boðað verði til flokksráðsfundar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin og telur stöðu Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar ekki geta verið þá sömu, eftir sem áður. Björn Ingi Hrafnsson, sem rekur vefmiðilinn Viljann, sagði í Facebookfærslu að rökrétt ályktun sem draga mætti af þessu væri sú að Birgir vildi styrkja stöðu sína innan flokksins. En, það var ekki á Birgi að heyra að þar hengi á spýtunni. Því í ræðu Birgis kom fram að hann hafi verið viðstaddur ráðstefnu Evrópuráðsins nýverið. Þar voru einnig Rósa Björk Brynjólfsdóttir VG og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum. Þar var boðað sérstakt átak gegn kynferðislegu ofbeldi á þjóðþingum undir slagorðinu: Not in my Parliament. Greinilegt er að Birgir var innblásinn eftir þá ferð og lyfti hann skilti með slagorðinu á og vildi að forseti Alþingis gengi í að láta prenta hliðstæð spjöld á íslensku.Birgir lyfti spjaldi sem hann vill að Steingrímur láti prenta í íslenskri útgáfu: Ekki í okkar þingheimi!Birgir vitnaði í rannsókn sem var gerð á vegum Evrópuráðsins, meðal 80 þingkvenna í 45 löndum sem fjallaði um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. „Niðurstöðurnar eru sláandi. Daglega verða þingkonur í Evrópu fyrir kynferðislegu ofbeldi. Rúmlega 40 prósent af þingkonum í þjóðþingum Evrópu hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, og í 70 prósent tilfella eru gerendurnir karlkyns þingmenn. Helmingur þingkvenna hefur orðið fyrir kynferðislegum athugasemdum þar sem mikill meirihluti gerenda eru karlkyns þingmenn,“ sagði Birgir meðal annars í ræðu sinni sem féll í afar vel í kramið, ekki síst meðal kvenna í þingmannaliðinu.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30