Fótbolti

Þjálfari fær fimm mánaða bann fyrir að skalla kollega sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giancarlo Favarin.
Giancarlo Favarin. Mynd/Fésbókarsíða As Lucchese Libertas
Giancarlo Favarin er þjálfari í ítölsku C-deildinni en hann má ekki koma nálægt liði sínu næstu fimm mánuðina eða út þetta tímabil.

Ástæðan er hegðun hans í lok leiks liðsins hans um síðustu helgi.

Giancarlo Favarin, sem er þjálfari Lucchese, skallaði þá aðstoðarþjálfara Alessandria, af miklum krafti í andlitið.

Það er hins vegar ekki það eina slæma sem Giancarlo Favarin er dæmdur fyrir. Hann var einnig dæmdur fyrir að skipa leikmanni sínum að fótbrjóta leikmann í liði andstæðinganna.

Allt varð vitlaust í uppbótatíma leiks liðanna sem endaði með 2-2 jafntefli. Aðstoðarþjálfari Alessandria slapp ekki við refsingu því þrátt fyrir að finna vel til í hausnum eftir fyrrnefndan skalla Giancarlo Favarin. Hann fær einnig tveggja leikja bann fyrir að æsa upp og ögra Favarin.

Það má sjá uppþotin og skalla Giancarlo Favarin í myndbandinu hér fyrir neðan sem Guardian virti á Youtube-vef sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×