Febrúarspá Siggu Kling – Steingeitin: Hefur betri tök á ástinni Sigga Kling skrifar 1. febrúar 2019 09:00 Elsku Steingeitin mín, þú ert þrautseigari en andskotinn og ef eitthvað stoppar þig þá er það bara einhver smástund og þó þú lítir út fyrir að vera þolinmóð manneskja þá er biðlund alls ekki þér í blóð borin. Þótt þú munir bogna elskan mín, þá skaltu aldrei brotna. Desember, janúar og febrúar færa þér erfiða krossgátu en ef þú skoðar aðeins betur þá ertu með lausnarorðið, þá sérðu hvaða orð vantar í krossgátuna. Það er eitthvað einfalt og lítið og eins og smellpassar við þá hurð sem þér finnst vera stíf og streitast á móti því að vera opnuð. Hver mánuður gefur þér frjálsari hendur og lætur þér líða betur vegna þess að þér finnst þú hafir tekið hárréttar ákvarðanir. Fólkið í kringum þig og í þinni návist hefur ekki eins mikil áhrif á þig svo vellíðan streymir og þú færð einhvern veginn þannig kraft að það er eins og þú sért með óskaprik og getir sagt „hókus pókus“. Þú munt finna að þú hefur betri tök á ástinni, en ef þú ert á lausu og ekki búin að kynnast neinum sem fær hjarta þitt til að slá hraðar, þá skaltu vera alveg róleg og vanda svo sannarlega valið á þeirri manneskju sem þú vilt gefa ást þína. Þú átt eftir að upplifa það næsta mánuð og sjá að þú getur eitthvað svo miklu meira en þú hefur verið að bramboltast við, þú einfaldar lífið og gerir það svo sannarlega meðvitað. Samt er eins og þú látir margar áskoranir á sjálfa þig, eins og til dæmis; „Núna fer ég að stunda sjósund eða heimsæki Láru frænku á hverjum degi“ og þú munt elska þessar nýju áskoranir hvort sem þær eru stórar eða bara pínulitlar. Það er svo mikil ástríða í þér og þú elskar svo mikið þó að Satúrnus sé svolítið að stríða ykkur Steingeitunum með því að láta ykkur gera allt svo ábyrgðarfullt. Og að mörgu leyti finnst ykkur þið þurfið að vinna meira en önnur merki og gera betur alla daga, enda eru rosalega margir stríðsmenn fæddir í Steingeitinni. En nú er eins og það sé ekkert stríð, heldur friður ást og umhyggja og lífið knúsar ykkur. Óvenjulegur karakter þinn og geislandi töfrar greiða götu þína, knús og kossar, KlingFrægar Steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir og Davíð Oddsson, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Lovísa Tómas, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni, Óttar Proppé, Ingveldur Ægissdóttir módir og kvunndagshetja, Hendrika Waage hönnuður, Laddi, Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
Elsku Steingeitin mín, þú ert þrautseigari en andskotinn og ef eitthvað stoppar þig þá er það bara einhver smástund og þó þú lítir út fyrir að vera þolinmóð manneskja þá er biðlund alls ekki þér í blóð borin. Þótt þú munir bogna elskan mín, þá skaltu aldrei brotna. Desember, janúar og febrúar færa þér erfiða krossgátu en ef þú skoðar aðeins betur þá ertu með lausnarorðið, þá sérðu hvaða orð vantar í krossgátuna. Það er eitthvað einfalt og lítið og eins og smellpassar við þá hurð sem þér finnst vera stíf og streitast á móti því að vera opnuð. Hver mánuður gefur þér frjálsari hendur og lætur þér líða betur vegna þess að þér finnst þú hafir tekið hárréttar ákvarðanir. Fólkið í kringum þig og í þinni návist hefur ekki eins mikil áhrif á þig svo vellíðan streymir og þú færð einhvern veginn þannig kraft að það er eins og þú sért með óskaprik og getir sagt „hókus pókus“. Þú munt finna að þú hefur betri tök á ástinni, en ef þú ert á lausu og ekki búin að kynnast neinum sem fær hjarta þitt til að slá hraðar, þá skaltu vera alveg róleg og vanda svo sannarlega valið á þeirri manneskju sem þú vilt gefa ást þína. Þú átt eftir að upplifa það næsta mánuð og sjá að þú getur eitthvað svo miklu meira en þú hefur verið að bramboltast við, þú einfaldar lífið og gerir það svo sannarlega meðvitað. Samt er eins og þú látir margar áskoranir á sjálfa þig, eins og til dæmis; „Núna fer ég að stunda sjósund eða heimsæki Láru frænku á hverjum degi“ og þú munt elska þessar nýju áskoranir hvort sem þær eru stórar eða bara pínulitlar. Það er svo mikil ástríða í þér og þú elskar svo mikið þó að Satúrnus sé svolítið að stríða ykkur Steingeitunum með því að láta ykkur gera allt svo ábyrgðarfullt. Og að mörgu leyti finnst ykkur þið þurfið að vinna meira en önnur merki og gera betur alla daga, enda eru rosalega margir stríðsmenn fæddir í Steingeitinni. En nú er eins og það sé ekkert stríð, heldur friður ást og umhyggja og lífið knúsar ykkur. Óvenjulegur karakter þinn og geislandi töfrar greiða götu þína, knús og kossar, KlingFrægar Steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir og Davíð Oddsson, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Lovísa Tómas, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni, Óttar Proppé, Ingveldur Ægissdóttir módir og kvunndagshetja, Hendrika Waage hönnuður, Laddi, Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira