Conor fékk sex mánaða bann en Khabib níu mánuði sem verður stytt í sex ef hann sinnir smá samfélagsþjónustu. Þeir mega því berjast aftur í apríl. Conor fékk svo 50 þúsund dollara sekt fyrir sinn þátt í látunum eftir bardaga þeirra í október en Khabib þurfti að greiða 500 þúsund dollara.
Tveir liðsfélagar Khabib sem stukku inn í búrið og réðust á Conor voru dæmdir í eins árs bann og fengu sekt. Khabib ætlar að greiða þá sekt fyrir vini sína.
Conor tjáði sig um málið í morgun og sagðist vera þakklátur íþróttasambandi Nevada fyrir sanngjarna meðhöndlun á málinu. Hann sagði það ekki hafa verið ætlun sína að enda kvöldið á því að lemja ættingja Khabib. Það hafi bara spilast þannig.
I am thankful for the Nevada athletic commissions fair assessment and handling of the brawl incident.
It was not my intention to land the final blow of the night on my opponent’s blood relative. It’s just how it played out.
I look forward to competing again soon.
Thank you all.
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) January 30, 2019
politics forever
— khabib nurmagomedov (@TeamKhabib) January 29, 2019
Разбудите меня, когда все это закончится. Wake me up, when it's all over.View this post on Instagram
A post shared by Khabib Nurmagomedov (@khabib_nurmagomedov) on Jan 29, 2019 at 10:24am PST