Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Borgin getur krafið Kolfinnu Von um endurgreiðslu á útgreiddum styrk til RFF þar sem ekki var staðið við skilmála veitingarinnar. Vísir/vilhelm Reykjavík Fashion Festival fékk eina milljón króna úthlutaða í styrk frá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Áður en ljóst varð að messufall yrði hjá hátíðinni hafði faghópur lagt til að hún fengi líka eina og hálfa milljón í ár. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að fresta úthlutun til verkefnisins meðan málið er skoðað. Aðspurður hverjar reglurnar séu varðandi það þegar styrkþegar standi ekki við sitt segir Pawel Bartoszek, formaður ráðsins, að hægt sé að krefjast endurgreiðslu og þá geti slík vanskil haft áhrif á styrkveitingar í framtíðinni. Í sameiginlegri bókun allra fulltrúa ráðsins í fyrradag segir: „Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð gerir fyrirvara við samþykkt úthlutunar til Reykjavík Fashion Festival með hliðsjón af því að hátíðin fékk styrk í fyrra en fór ekki fram. Úthlutun verkefnisins er frestað meðan aflað er frekari gagna.“ Tilkynnt er um styrkveitingarnar í janúar ár hvert en Reykjavík Fashion Festival-hátíðina stóð til að halda í loks árs. Þegar faghópur, skipaður fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar, fór yfir umsóknir fyrir árið 2019 lá hins vegar ekki fyrir að RFF myndi ekki uppfylla skilyrði fyrri umsóknar og ekki fara fram. Að sögn Pawels verður óskað skýringa frá forsvarsfólki RFF. Eigandi og stjórnandi RFF er athafnakonan Kolfinna Von Arnardóttir en fjárfestingarverkefni hennar og eiginmanns hennar, Björns Inga Hrafnssonar, lentu nýverið í kastljósi fjölmiðla. Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson skrifaði um misheppnað viðskiptaævintýri sem hann fór í ásamt eiginkonu sinni með hjónunum í ævisögu sinni sem kom út í fyrra. Viðskiptin tengdust einkahlutafélaginu JÖR og áðurnefndri tískuhátíð, RFF. Þeim viðskiptum lauk eins og verst verður á kosið, með deilum, málaferlum og vinslitum. Kolfinna Von keypti RFF árið 2016 af Jóni Ólafssyni, athafnamanni og vatnsframleiðanda. RFF var stofnað árið 2009. Félagið Reykjavík Fashion Festival ehf. hefur ekki skilað ársreikningi síðan 2015. Ekki náðist í Kolfinnu Von við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. 3. janúar 2019 14:36 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Reykjavík Fashion Festival fékk eina milljón króna úthlutaða í styrk frá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Áður en ljóst varð að messufall yrði hjá hátíðinni hafði faghópur lagt til að hún fengi líka eina og hálfa milljón í ár. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að fresta úthlutun til verkefnisins meðan málið er skoðað. Aðspurður hverjar reglurnar séu varðandi það þegar styrkþegar standi ekki við sitt segir Pawel Bartoszek, formaður ráðsins, að hægt sé að krefjast endurgreiðslu og þá geti slík vanskil haft áhrif á styrkveitingar í framtíðinni. Í sameiginlegri bókun allra fulltrúa ráðsins í fyrradag segir: „Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð gerir fyrirvara við samþykkt úthlutunar til Reykjavík Fashion Festival með hliðsjón af því að hátíðin fékk styrk í fyrra en fór ekki fram. Úthlutun verkefnisins er frestað meðan aflað er frekari gagna.“ Tilkynnt er um styrkveitingarnar í janúar ár hvert en Reykjavík Fashion Festival-hátíðina stóð til að halda í loks árs. Þegar faghópur, skipaður fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar, fór yfir umsóknir fyrir árið 2019 lá hins vegar ekki fyrir að RFF myndi ekki uppfylla skilyrði fyrri umsóknar og ekki fara fram. Að sögn Pawels verður óskað skýringa frá forsvarsfólki RFF. Eigandi og stjórnandi RFF er athafnakonan Kolfinna Von Arnardóttir en fjárfestingarverkefni hennar og eiginmanns hennar, Björns Inga Hrafnssonar, lentu nýverið í kastljósi fjölmiðla. Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson skrifaði um misheppnað viðskiptaævintýri sem hann fór í ásamt eiginkonu sinni með hjónunum í ævisögu sinni sem kom út í fyrra. Viðskiptin tengdust einkahlutafélaginu JÖR og áðurnefndri tískuhátíð, RFF. Þeim viðskiptum lauk eins og verst verður á kosið, með deilum, málaferlum og vinslitum. Kolfinna Von keypti RFF árið 2016 af Jóni Ólafssyni, athafnamanni og vatnsframleiðanda. RFF var stofnað árið 2009. Félagið Reykjavík Fashion Festival ehf. hefur ekki skilað ársreikningi síðan 2015. Ekki náðist í Kolfinnu Von við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. 3. janúar 2019 14:36 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00
Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. 3. janúar 2019 14:36