Unglingapartý á Seltjarnarnesi fór úr böndunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 07:08 Lögreglan segist hafa þurft að bregðast við margvíslegum útköllum í nótt. Vísir/vilhelm Lögreglan segist hafa haft í nógu að snúast í nótt. Því til sönnunnar bendir hún á í skeyti sínu til fjölmiðla í morgun að allar fangageymslur á Hverfisgötu og í Hafnarfirði séu fullar eftir nóttina. Til að mynda voru fjórir einstaklingar handteknir á einu bretti. Þeir eru grunaðir um nytjastuld, vörslu fíkniefna og „fleiri brot,“ eins og það er orðað í orðsendingu lögreglunnar. Hópurinn var því fluttur í fangaklefa á Hverfisgötu þar sem þeir hafa fengið að verja nóttinni. Þá segist lögreglan hafa þurft að bregðast við aðstoðarbeiðni á Seltjarnarnesi. Þar höfðu nágrannar kvartað undan því sem lögregla lýsir sem „partý sem hafði farið úr böndunum.“ Þegar lögreglumenn mættu á svæðið hófust þeir handa við að aðstoða við að vísa unglingum úr teitinu. Ekki fylgir sögunni hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins eða hvort einhverjar skemmdir hafi hlotist af skemmtanahaldinu. Eins og oft vill gerast aðfaranætur laugardags var mikil ölvun í borginni. Fjölmargir þurftu aðstoð eftir að hafa farið of geyst í vímuefnaneyslu sinni á meðan aðrir komust í kast við lögin. Til að mynda lenti leigubílstjóri í vandræðum þegar farþegi hans gat ekki gert nokkra grein fyrir sér vegna vímu. Því var hann fluttur í fangaklefa. Auk þess voru nokkrir ökumenn stöðvaðir undir áhrifum í nótt. Lögreglumál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Lögreglan segist hafa haft í nógu að snúast í nótt. Því til sönnunnar bendir hún á í skeyti sínu til fjölmiðla í morgun að allar fangageymslur á Hverfisgötu og í Hafnarfirði séu fullar eftir nóttina. Til að mynda voru fjórir einstaklingar handteknir á einu bretti. Þeir eru grunaðir um nytjastuld, vörslu fíkniefna og „fleiri brot,“ eins og það er orðað í orðsendingu lögreglunnar. Hópurinn var því fluttur í fangaklefa á Hverfisgötu þar sem þeir hafa fengið að verja nóttinni. Þá segist lögreglan hafa þurft að bregðast við aðstoðarbeiðni á Seltjarnarnesi. Þar höfðu nágrannar kvartað undan því sem lögregla lýsir sem „partý sem hafði farið úr böndunum.“ Þegar lögreglumenn mættu á svæðið hófust þeir handa við að aðstoða við að vísa unglingum úr teitinu. Ekki fylgir sögunni hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins eða hvort einhverjar skemmdir hafi hlotist af skemmtanahaldinu. Eins og oft vill gerast aðfaranætur laugardags var mikil ölvun í borginni. Fjölmargir þurftu aðstoð eftir að hafa farið of geyst í vímuefnaneyslu sinni á meðan aðrir komust í kast við lögin. Til að mynda lenti leigubílstjóri í vandræðum þegar farþegi hans gat ekki gert nokkra grein fyrir sér vegna vímu. Því var hann fluttur í fangaklefa. Auk þess voru nokkrir ökumenn stöðvaðir undir áhrifum í nótt.
Lögreglumál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira