Hélt að hann yrði næsti Pablo Escobar Andri Eysteinsson skrifar 8. febrúar 2019 21:46 Veröld fíkniefnasala er ólík veröld venjulegs fólks. Miklir fjármunir geta komið inn á stuttum tíma og hægt er að lifa hátt. Fallið getur þó verið hátt. Í öðrum þætti Burðardýra sem sýndur var í vikunni var rætt við ungan mann sem hafði bæði upplifað það að finnast hann vera óstöðvandi rokkstjarna og hafði komið sér í andlegt þrot. Neysla mannsins, sem kom ekki fram undir nafni, hófst með fikti á unglingsárum. Fljótlega fór hann að rækta og selja kannabis og sér fram á að geta lifað á eiturlyfjasölu það sem eftir er. Maðurinn viðurkennir að neysla hans hafi versnað hratt á unglingsárunum og fór hann að nota Kókaín. Eftir að hafa komist í kynni við kókaínið komst það eitt að í huga hans. Að flytja inn og selja kókaín á Íslandi. Eftir að hafa skapað sér nafn komst hann yfir lyklavöldin að stórfelldu smygli með stórum fíkniefnalager. „Ég tók þessu bara fagnandi og keyrði bara fullt stím með þetta. Þetta stökkbreytti öllu.“Miklar fjárhæðir komu við sögu í lífi mannsins.Sá fram á að verða eins og Escobar „Þetta gerist rosalega fjótt, þetta eru rosalegar upphæðir sem eru að koma inn á rosalega stuttum tíma. Ég er að grafa fíkniefni í eina holu og fulla tunnu af peningum í hina. Þetta steig mér rosalega til höfuðs. Sjálfsblekkingin var orðin svo mikil að ég hélt ég yrði bara næsti Pablo Escobar“ Svo varð hins vegar ekki raunin, árið 2016 var mikill fjöldi sendinga varð haldlagður af Tollstjóra. „Það er alltaf að fara skila sér til mín sending sem kemur aldrei, svo fer ég bara að lesa um þær í blöðunum. Það er verið að handtaka alla í kringum mig, setja fólk í gæsluvarðhald hægri vinstri. Ég finn hvernig hringurinn þrengist í kringum mig,“ Vegna rekstrarerfiðleika fíkniefnasölubatterísins var hann búinn að láta frá sér mest allt reiðufé og fíkniefnalagerinn var orðinn lítill. Þá hóf hann að reykja kókaín. „Allt siðferði fer út um gluggann, það sem var eftir af mér sem manneskju. Það sem var eftir af sálinni minni fór einhvern veginn og brann í öskunni.“Fjara fór undan starfseminni árið 2016Neytti eiturlyfja að andvirði 200.000kr á hverjum degi. Fleiri áföll dynja yfir reksturinn og óöryggið eykst, hann lýsir því hvernig honum leið eins og allir væru á eftir honum, lausnin við þeirri líðan var meiri neysla. Á þeim tímapunkti er hann farinn að nota fíkniefni upp á um 200.000kr á degi hverjum. Eftir skyndilegt andlát yngri bróður mannsins fór hann og reykti sig í algleymi. Maðurinn lýsir því að hann hafi farið beint eftir jarðarförina og reykt kókaín í bílnum og keyrt heim. Mánuði á eftir hafi hann óskað þess að það hefði frekar verið hann sem lést frekar en bróðir hans. Tveimur mánuðum eftir jarðarförina var mikilvægur dagur í lífi hans. Lögreglan bankaði upp að beiðni móður hans, að auki var prestur meðferðis sem sannfærði hann um að leita aðstoðar. Maðurinn samþykkti að fara á geðdeild en sagðist ekki geta gert það edrú. Þar segist hann hafa í fyrsta skipti upplifað að einhver vildi hjálpa honum og ber hann mikla virðingu fyrir prestinum fyrir hans hlutverk. Ástand mannsins á þessum tíma var slæmt og sagðist hann hvorki hafa funkerað edrú né í vímu og lá bara í lamasessi. Að endingu var hann sannfærður um að fara í meðferð og sótti hann sína aðstoð erlendis. Maðurinn viðurkennir að hafa verið svo vímaður þegar hann hélt að stað að hann muni ekkert eftir ferðalaginu. Hann muni bara eftir að hafa rankað við sér kominn í meðferð. Fram kemur í þættinum að hann hafi nú farið í gegnum sporin og hafi snúið blaðinu við. Burðardýr Tengdar fréttir Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira
Veröld fíkniefnasala er ólík veröld venjulegs fólks. Miklir fjármunir geta komið inn á stuttum tíma og hægt er að lifa hátt. Fallið getur þó verið hátt. Í öðrum þætti Burðardýra sem sýndur var í vikunni var rætt við ungan mann sem hafði bæði upplifað það að finnast hann vera óstöðvandi rokkstjarna og hafði komið sér í andlegt þrot. Neysla mannsins, sem kom ekki fram undir nafni, hófst með fikti á unglingsárum. Fljótlega fór hann að rækta og selja kannabis og sér fram á að geta lifað á eiturlyfjasölu það sem eftir er. Maðurinn viðurkennir að neysla hans hafi versnað hratt á unglingsárunum og fór hann að nota Kókaín. Eftir að hafa komist í kynni við kókaínið komst það eitt að í huga hans. Að flytja inn og selja kókaín á Íslandi. Eftir að hafa skapað sér nafn komst hann yfir lyklavöldin að stórfelldu smygli með stórum fíkniefnalager. „Ég tók þessu bara fagnandi og keyrði bara fullt stím með þetta. Þetta stökkbreytti öllu.“Miklar fjárhæðir komu við sögu í lífi mannsins.Sá fram á að verða eins og Escobar „Þetta gerist rosalega fjótt, þetta eru rosalegar upphæðir sem eru að koma inn á rosalega stuttum tíma. Ég er að grafa fíkniefni í eina holu og fulla tunnu af peningum í hina. Þetta steig mér rosalega til höfuðs. Sjálfsblekkingin var orðin svo mikil að ég hélt ég yrði bara næsti Pablo Escobar“ Svo varð hins vegar ekki raunin, árið 2016 var mikill fjöldi sendinga varð haldlagður af Tollstjóra. „Það er alltaf að fara skila sér til mín sending sem kemur aldrei, svo fer ég bara að lesa um þær í blöðunum. Það er verið að handtaka alla í kringum mig, setja fólk í gæsluvarðhald hægri vinstri. Ég finn hvernig hringurinn þrengist í kringum mig,“ Vegna rekstrarerfiðleika fíkniefnasölubatterísins var hann búinn að láta frá sér mest allt reiðufé og fíkniefnalagerinn var orðinn lítill. Þá hóf hann að reykja kókaín. „Allt siðferði fer út um gluggann, það sem var eftir af mér sem manneskju. Það sem var eftir af sálinni minni fór einhvern veginn og brann í öskunni.“Fjara fór undan starfseminni árið 2016Neytti eiturlyfja að andvirði 200.000kr á hverjum degi. Fleiri áföll dynja yfir reksturinn og óöryggið eykst, hann lýsir því hvernig honum leið eins og allir væru á eftir honum, lausnin við þeirri líðan var meiri neysla. Á þeim tímapunkti er hann farinn að nota fíkniefni upp á um 200.000kr á degi hverjum. Eftir skyndilegt andlát yngri bróður mannsins fór hann og reykti sig í algleymi. Maðurinn lýsir því að hann hafi farið beint eftir jarðarförina og reykt kókaín í bílnum og keyrt heim. Mánuði á eftir hafi hann óskað þess að það hefði frekar verið hann sem lést frekar en bróðir hans. Tveimur mánuðum eftir jarðarförina var mikilvægur dagur í lífi hans. Lögreglan bankaði upp að beiðni móður hans, að auki var prestur meðferðis sem sannfærði hann um að leita aðstoðar. Maðurinn samþykkti að fara á geðdeild en sagðist ekki geta gert það edrú. Þar segist hann hafa í fyrsta skipti upplifað að einhver vildi hjálpa honum og ber hann mikla virðingu fyrir prestinum fyrir hans hlutverk. Ástand mannsins á þessum tíma var slæmt og sagðist hann hvorki hafa funkerað edrú né í vímu og lá bara í lamasessi. Að endingu var hann sannfærður um að fara í meðferð og sótti hann sína aðstoð erlendis. Maðurinn viðurkennir að hafa verið svo vímaður þegar hann hélt að stað að hann muni ekkert eftir ferðalaginu. Hann muni bara eftir að hafa rankað við sér kominn í meðferð. Fram kemur í þættinum að hann hafi nú farið í gegnum sporin og hafi snúið blaðinu við.
Burðardýr Tengdar fréttir Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira
Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30