„Ekki allir sem ganga lifandi frá svona alvarlegu slysi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 20:20 Eins og sést á þessari mynd sem Birna deildi á Facebook er bíll þeirra Agnars mjög illa farinn eftir slysið. birna tryggvadóttir Birna Tryggvadóttir segir að hún og maður hennar, Agnar Þór Magnússon, megi þakka mörgu fyrir að ekki fór verr þegar þau lentu í alvarlegu bílslysi í Ljósavatnsskarði í gærkvöldi. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíll sem var að reyna að taka fram úr flutningabíl í miklu snjókófi lenti framan á bíl þeirra Birnu og Agnars á fullum hraða. Birna og Agnar eru hrossaræktendur að Garðshorni á Þelamörk og voru á leið heim af bændafundi þegar slysið varð að því er Birna greinir frá í færslu á Facebook-síðu sinni: „Við sáum bílinn rétt áður en hann lenti framan á okkur á fullum hraða. Sem betur fer vorum við bæði í belti og á bíl sem er greinilega að standast kröfur hvað öryggi varðar. Greinilega einhver sem kippti í spotta því ég er með bólgin ökkla og lemstruð og Agnar með brotin 1 hryggjalið og bringubein brotið. Það eru ekki allir sem ganga lifandi frá svona alvarlegu slysi. Við megum mörgu þakka að ekki fór verr,“ segir Birna í færslu sinni. Birna vísaði á viðtal við hana sem birtist á vef Fréttablaðsins þegar Vísir hafði samband við hana í kvöld en þar kemur fram að þau hjónin hafi verið búin að hægja hraðann vegna lélegs skyggnis. Þau hafi verið á um áttatíu kílómetra hraða en hinn bíllinn líklega að taka fram úr á meiri hraða og varð áreksturinn því nokkuð harður. Í færslu sinni á Facebook ræðir Birna mikilvægi þess að auka forvarnir til þess að bæta umferðaröryggi: „Líklega er umtal um breikkun vega orðin tímabær og nauðsyn og það að bílaleigur og tryggingafélög búi til forvarnar og kennslu myndband fyrir fólk sem kemur til landsins að það verði regla fyrir fólk að horfa á slíkt. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að fólk sem ekki er vant snjó og er vant nokkrum akreinum í sömu átt að það komi í svona aðstæður þar sem það er bara ein akrein í sitthvora átt og snjókóf. Auðvitað getur þetta gerst fyrir Íslendinga líka en það er alltaf að verða meir um slys sem hefði verið hægt að sporna við ef tilskyldar forvarnir hefðu verið fyrir hendi, þar sem fólk keyrir ekki í samræmi við hálku, snjó... því það hvorki hefur reynslu né fékk tilsögn hjá þeim sem sér um að leigja þeim bílana eða tryggingafélögin sem tryggja bílana er líka mikilvægt að sjá til þess að grunn kennsla eigi sér stað við þær aðstæður sem eiga sér stað hér á landi. Ég vill engum að þurfa upplifa þetta,“ segir Birna í færslu sinni. Akureyri Samgöngur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir árekstur í Ljósavatnsskarði Beita þurfti klippum til að ná bílstjóra út. 7. febrúar 2019 17:10 Göngin sönnuðu gildi sitt eftir slys Tvennt slasaðist alvarlega í gær í Ljósavatnsskarði þegar tvær bifreiðar skullu saman og lentu utan vegar. Voru bifreiðarnar sem um ræðir að koma hvor úr sinni áttinni. 8. febrúar 2019 06:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Birna Tryggvadóttir segir að hún og maður hennar, Agnar Þór Magnússon, megi þakka mörgu fyrir að ekki fór verr þegar þau lentu í alvarlegu bílslysi í Ljósavatnsskarði í gærkvöldi. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíll sem var að reyna að taka fram úr flutningabíl í miklu snjókófi lenti framan á bíl þeirra Birnu og Agnars á fullum hraða. Birna og Agnar eru hrossaræktendur að Garðshorni á Þelamörk og voru á leið heim af bændafundi þegar slysið varð að því er Birna greinir frá í færslu á Facebook-síðu sinni: „Við sáum bílinn rétt áður en hann lenti framan á okkur á fullum hraða. Sem betur fer vorum við bæði í belti og á bíl sem er greinilega að standast kröfur hvað öryggi varðar. Greinilega einhver sem kippti í spotta því ég er með bólgin ökkla og lemstruð og Agnar með brotin 1 hryggjalið og bringubein brotið. Það eru ekki allir sem ganga lifandi frá svona alvarlegu slysi. Við megum mörgu þakka að ekki fór verr,“ segir Birna í færslu sinni. Birna vísaði á viðtal við hana sem birtist á vef Fréttablaðsins þegar Vísir hafði samband við hana í kvöld en þar kemur fram að þau hjónin hafi verið búin að hægja hraðann vegna lélegs skyggnis. Þau hafi verið á um áttatíu kílómetra hraða en hinn bíllinn líklega að taka fram úr á meiri hraða og varð áreksturinn því nokkuð harður. Í færslu sinni á Facebook ræðir Birna mikilvægi þess að auka forvarnir til þess að bæta umferðaröryggi: „Líklega er umtal um breikkun vega orðin tímabær og nauðsyn og það að bílaleigur og tryggingafélög búi til forvarnar og kennslu myndband fyrir fólk sem kemur til landsins að það verði regla fyrir fólk að horfa á slíkt. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að fólk sem ekki er vant snjó og er vant nokkrum akreinum í sömu átt að það komi í svona aðstæður þar sem það er bara ein akrein í sitthvora átt og snjókóf. Auðvitað getur þetta gerst fyrir Íslendinga líka en það er alltaf að verða meir um slys sem hefði verið hægt að sporna við ef tilskyldar forvarnir hefðu verið fyrir hendi, þar sem fólk keyrir ekki í samræmi við hálku, snjó... því það hvorki hefur reynslu né fékk tilsögn hjá þeim sem sér um að leigja þeim bílana eða tryggingafélögin sem tryggja bílana er líka mikilvægt að sjá til þess að grunn kennsla eigi sér stað við þær aðstæður sem eiga sér stað hér á landi. Ég vill engum að þurfa upplifa þetta,“ segir Birna í færslu sinni.
Akureyri Samgöngur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir árekstur í Ljósavatnsskarði Beita þurfti klippum til að ná bílstjóra út. 7. febrúar 2019 17:10 Göngin sönnuðu gildi sitt eftir slys Tvennt slasaðist alvarlega í gær í Ljósavatnsskarði þegar tvær bifreiðar skullu saman og lentu utan vegar. Voru bifreiðarnar sem um ræðir að koma hvor úr sinni áttinni. 8. febrúar 2019 06:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Tveir alvarlega slasaðir eftir árekstur í Ljósavatnsskarði Beita þurfti klippum til að ná bílstjóra út. 7. febrúar 2019 17:10
Göngin sönnuðu gildi sitt eftir slys Tvennt slasaðist alvarlega í gær í Ljósavatnsskarði þegar tvær bifreiðar skullu saman og lentu utan vegar. Voru bifreiðarnar sem um ræðir að koma hvor úr sinni áttinni. 8. febrúar 2019 06:00