„Gunnlaugur Blöndal og nú ég“ Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2019 16:44 Skólameistari MÍ segir bara að málverkið hafi verið tekið niður og lítið meira um það að segja. Búið er að taka veglegt olíumálverk af þeim Bryndísi Schram og Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem áratugum saman hékk í matsal Menntaskólans á Ísafirði, niður af veggjum þar. RÚV greindi frá þessu nú fyrr í dag. „Er búið að taka málverkið niður?“ spyr Pétur Guðmundsson listmálari á Ísafirði blaðamann Vísis. Og hlær dátt. En, hann málaði verkið einhvern tíma uppúr miðri síðustu öld samkvæmt pöntun frá útskriftarárgangi sem svo færði skólanum það að gjöf. „Ha? Gunnlaugur Blöndal og nú ég. Er það komið niður í kjallara eða stendur til að brenna það? Er ekki besta að ég fái það aftur og máli eitthvað annað yfir það?“Jafnvel horn og hala á Jón Baldvin?„Já, eða það gengur náttúrlega ekki að mála skrattann á vegginn,“ segir Pétur og ljóst er að honum þykir þetta bráðfyndið.Ekki hafði það hvarflað að listamanninum Pétri Guðmundssyni að mynd hans af Jóni og Bryndísi yrði umdeild. Honum finnst það eiginlega hið spaugilegasta mál.Pétur segir að myndin sé olíumálverk, 1,15 x 90 sentímetrar að hann minnir. „Ekki datt mér í hug að þessi mynd yrði umdeild,“ segir listamaðurinn. Hann málaði myndina eftir nokkrum ljósmyndum sem hann fékk sendar og splæsti saman.Skólameistaranum ekki skemmt En, skólameistaranum er ekki eins skemmt og Pétri. Reyndar virðist honum nokkur raun að svara spurningum blaðamanns um hvernig þetta sé til komið. „Það hvarflaði aldrei að mér að þetta yrði eitthvað mál,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari MÍ. Hann vísar í frétt RÚV og vill sem minnstu við það bæta sem þar kemur fram. En þar segir að nemandi við skólann, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, sem er í stjórn femínistafélags skólans, hafi farið þess á leit við starfsfólk skólans að verkið yrði tekið niður. Á þeim forsendum að það væri að valda nemendum óþægindum. Við því var brugðist samdægurs. „Það bara hvarf verkið og ekkert meira um það að segja. Það var bara gert,“ segir skólameistarinn. Þegar nefnd eru ákveðin líkindi við mál sem mjög var til umræðu fyrir skömmu, málverkin sem tekin voru niður í Seðlabankanum, segir Jón Reynir að þeir hefðu bara getað tekið þær myndir niður án þess að ræða við kóng eða prest. „Áttu þeir að ræða það við einhvern? Þetta bara gerðist.“ Skólameistarinn er helst á því að það komi í raun engum við. Ísafjarðarbær MeToo Myndlist Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Búið er að taka veglegt olíumálverk af þeim Bryndísi Schram og Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem áratugum saman hékk í matsal Menntaskólans á Ísafirði, niður af veggjum þar. RÚV greindi frá þessu nú fyrr í dag. „Er búið að taka málverkið niður?“ spyr Pétur Guðmundsson listmálari á Ísafirði blaðamann Vísis. Og hlær dátt. En, hann málaði verkið einhvern tíma uppúr miðri síðustu öld samkvæmt pöntun frá útskriftarárgangi sem svo færði skólanum það að gjöf. „Ha? Gunnlaugur Blöndal og nú ég. Er það komið niður í kjallara eða stendur til að brenna það? Er ekki besta að ég fái það aftur og máli eitthvað annað yfir það?“Jafnvel horn og hala á Jón Baldvin?„Já, eða það gengur náttúrlega ekki að mála skrattann á vegginn,“ segir Pétur og ljóst er að honum þykir þetta bráðfyndið.Ekki hafði það hvarflað að listamanninum Pétri Guðmundssyni að mynd hans af Jóni og Bryndísi yrði umdeild. Honum finnst það eiginlega hið spaugilegasta mál.Pétur segir að myndin sé olíumálverk, 1,15 x 90 sentímetrar að hann minnir. „Ekki datt mér í hug að þessi mynd yrði umdeild,“ segir listamaðurinn. Hann málaði myndina eftir nokkrum ljósmyndum sem hann fékk sendar og splæsti saman.Skólameistaranum ekki skemmt En, skólameistaranum er ekki eins skemmt og Pétri. Reyndar virðist honum nokkur raun að svara spurningum blaðamanns um hvernig þetta sé til komið. „Það hvarflaði aldrei að mér að þetta yrði eitthvað mál,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari MÍ. Hann vísar í frétt RÚV og vill sem minnstu við það bæta sem þar kemur fram. En þar segir að nemandi við skólann, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, sem er í stjórn femínistafélags skólans, hafi farið þess á leit við starfsfólk skólans að verkið yrði tekið niður. Á þeim forsendum að það væri að valda nemendum óþægindum. Við því var brugðist samdægurs. „Það bara hvarf verkið og ekkert meira um það að segja. Það var bara gert,“ segir skólameistarinn. Þegar nefnd eru ákveðin líkindi við mál sem mjög var til umræðu fyrir skömmu, málverkin sem tekin voru niður í Seðlabankanum, segir Jón Reynir að þeir hefðu bara getað tekið þær myndir niður án þess að ræða við kóng eða prest. „Áttu þeir að ræða það við einhvern? Þetta bara gerðist.“ Skólameistarinn er helst á því að það komi í raun engum við.
Ísafjarðarbær MeToo Myndlist Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25